Saklaust kaffiboð hjá ömmu sendi nokkra í einangrun Sylvía Hall skrifar 26. nóvember 2020 20:27 Rögnvaldur Ólafsson segist áhyggjufullur yfir stöðunni. Nokkrir hafa þurft í einangrun með kórónuveirusmit eftir kaffiboð innan fjölskyldu um síðustu helgi. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir þetta sýna vel hversu lítið þurfi til að smitum fari fjölgandi. „Við höfum dæmi um það bara frá síðustu helgi þar sem var einfalt, saklaust kaffiboð þar sem amma var að bjóða heim til sín börnunum sínum, barnabörnum og tengdafólki. Það kemur upp smit þar sem er búið að leggja nokkra inn í einangrun. Þetta þarf ekki að vera flókið eða stórt til að hafa afleiðingar,“ sagði Rögnvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af þróuninni. Fólk sé komið í jólaskap og vilji halda í hefðirnar, hitta fólkið sitt og sinna hinum hefðbundna jólaundirbúningi. Mögulega sé fólk farið að missa þolinmæðina gagnvart aðgerðunum. „Við höfum áhyggjur af því að við séum öll að missa þolinmæðina svolítið og séum ekki að ná að halda þetta út.“ Smitstuðullinn hér á landi er kominn upp fyrir 1,5 og hefur hann verið á uppleið nokkra daga í röð. Allt fyrir ofan 1 er ávísun á aðra bylgju samkvæmt Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði. Fólki í sóttkví fjölgar á milli daga, en aðeins þrír af þeim ellefu sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu. Engin dæmi um smit í verslunum „Leiðbeiningarnar eru nokkuð góðar og grímunotkun hefur verið býsna góð. Við erum ekki að sjá nein tilvik sem við tengjum beint við verslanirnar, þannig að þetta virðist vera að virka ágætlega,“ segir Rögnvaldur um stöðuna í jólaverslun. Tilboðsdagar og jólatíminn hefur sett sitt mark á verslun undanfarna daga, en á upplýsingafundi í dag var ranglega fullyrt að starfsfólk í Kringlunni hefði smitast. „Þetta skrifast á óhappatilviljun. Það er mikið að gera hjá okkur, í mörg horn að líta og hlutirnir oft að gerast hratt. Í samskiptum okkar við rakningarteymið varð þessi leiði misskilningur að nafn Kringlunnar kom upp, sem tengist samt skrifstofum sem standa við Kringluna. Þannig fór þessi misskilningur af stað,“ segir Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja en minnir á mikilvægi sóttvarna. Engin smit hafi komið upp nýlega í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar. 26. nóvember 2020 16:21 Starfsfólk á skrifstofu við Kringluna veiktist Smitin ekki rakin til verslunar í Kringlunni. 26. nóvember 2020 15:49 Áhyggjufullur og segir vísbendingar um að faraldurinn sé að fara af stað á ný Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. 26. nóvember 2020 11:12 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
„Við höfum dæmi um það bara frá síðustu helgi þar sem var einfalt, saklaust kaffiboð þar sem amma var að bjóða heim til sín börnunum sínum, barnabörnum og tengdafólki. Það kemur upp smit þar sem er búið að leggja nokkra inn í einangrun. Þetta þarf ekki að vera flókið eða stórt til að hafa afleiðingar,“ sagði Rögnvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af þróuninni. Fólk sé komið í jólaskap og vilji halda í hefðirnar, hitta fólkið sitt og sinna hinum hefðbundna jólaundirbúningi. Mögulega sé fólk farið að missa þolinmæðina gagnvart aðgerðunum. „Við höfum áhyggjur af því að við séum öll að missa þolinmæðina svolítið og séum ekki að ná að halda þetta út.“ Smitstuðullinn hér á landi er kominn upp fyrir 1,5 og hefur hann verið á uppleið nokkra daga í röð. Allt fyrir ofan 1 er ávísun á aðra bylgju samkvæmt Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði. Fólki í sóttkví fjölgar á milli daga, en aðeins þrír af þeim ellefu sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu. Engin dæmi um smit í verslunum „Leiðbeiningarnar eru nokkuð góðar og grímunotkun hefur verið býsna góð. Við erum ekki að sjá nein tilvik sem við tengjum beint við verslanirnar, þannig að þetta virðist vera að virka ágætlega,“ segir Rögnvaldur um stöðuna í jólaverslun. Tilboðsdagar og jólatíminn hefur sett sitt mark á verslun undanfarna daga, en á upplýsingafundi í dag var ranglega fullyrt að starfsfólk í Kringlunni hefði smitast. „Þetta skrifast á óhappatilviljun. Það er mikið að gera hjá okkur, í mörg horn að líta og hlutirnir oft að gerast hratt. Í samskiptum okkar við rakningarteymið varð þessi leiði misskilningur að nafn Kringlunnar kom upp, sem tengist samt skrifstofum sem standa við Kringluna. Þannig fór þessi misskilningur af stað,“ segir Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja en minnir á mikilvægi sóttvarna. Engin smit hafi komið upp nýlega í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar. 26. nóvember 2020 16:21 Starfsfólk á skrifstofu við Kringluna veiktist Smitin ekki rakin til verslunar í Kringlunni. 26. nóvember 2020 15:49 Áhyggjufullur og segir vísbendingar um að faraldurinn sé að fara af stað á ný Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. 26. nóvember 2020 11:12 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja en minnir á mikilvægi sóttvarna. Engin smit hafi komið upp nýlega í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar. 26. nóvember 2020 16:21
Starfsfólk á skrifstofu við Kringluna veiktist Smitin ekki rakin til verslunar í Kringlunni. 26. nóvember 2020 15:49
Áhyggjufullur og segir vísbendingar um að faraldurinn sé að fara af stað á ný Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. 26. nóvember 2020 11:12