Smitstuðullinn yfir einum sem sé ávísun á aðra bylgju Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2020 14:40 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, óttast mjög jólin og ferðalögum og mannamótum sem þeim fylgja. Smitstuðullinn hér á landi er kominn upp fyrir 1,5 en allt fyrir ofan 1 er ávísun á aðra bylgju að sögn Thors Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Smitstuðull mælir hve smit dreifast hratt á milli manna. Thor segir stuðulinn hafa verið á uppleið of marga daga í röð. „Veiran er að dreifa sér of mikið. Það eru einstaklingar að fara um með veiruna og aðrir að taka við henni,“ segir Thor. Fjölgaði um 155 í sóttkví milli daga Ellefu greindust innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, en aðeins þrír af þeim voru í sóttkví. Fólki í sóttkví fjölgaði um 155, voru 291 í gær en 446 í dag. „Við verðum að muna að við á Íslandi erum á mjög góðum stað miðað við löndin í kring og árangurinn mjög góður, en það þýðir ekki að allt megi fara í slaka aftur. Þegar smitstuðullinn er yfir 1 má búast við bylgju aftur,“ segir Thor. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist á upplýsingafundi almannavarna í morgun hafa skilað tillögur til heilbrigðisráðherra um áframhaldandi aðgerðir. Næstu dagar muni þó ráða úrslitum um hvort hægt verði að fara í einhverjar tilslakanir. Verðum að vera vel á verði Thor segir að miðað við stöðuna sem er uppi í dag, margir að greinast utan sóttkvíar og smitstuðullinn jafnt og þétt á uppleið, sé hættulegt að slaka á. „Við verðum að vera mjög vel á verði núna.“ Jólahátíðin er fram undan og óttast Thor mjög að þróun faraldursins gæti tekið slæma stefnu með tilheyrandi ferðalögum og mannamótum. „Það sést að Bandaríkjamenn eru á nálum út af sinni þakkagjörðarhátíð og löndin í kring. Þá fer fólk að hópast mjög saman og smitin geta rokið upp. Þetta er það sem fólk veit alveg og við verðum að búast við.“ Hann segir að ráðlagt yrði að vera í almennilegum aðgerðum fram að jólum. „Og þá kemur bakslagið í janúar í staðinn. Þá sættum við okkur við að vera minna á ferðinni. Þessi hreyfanleiki fólks skapar þessa hættu.“ Thor ræddi málið einnig í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Sjá meira
Smitstuðullinn hér á landi er kominn upp fyrir 1,5 en allt fyrir ofan 1 er ávísun á aðra bylgju að sögn Thors Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Smitstuðull mælir hve smit dreifast hratt á milli manna. Thor segir stuðulinn hafa verið á uppleið of marga daga í röð. „Veiran er að dreifa sér of mikið. Það eru einstaklingar að fara um með veiruna og aðrir að taka við henni,“ segir Thor. Fjölgaði um 155 í sóttkví milli daga Ellefu greindust innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, en aðeins þrír af þeim voru í sóttkví. Fólki í sóttkví fjölgaði um 155, voru 291 í gær en 446 í dag. „Við verðum að muna að við á Íslandi erum á mjög góðum stað miðað við löndin í kring og árangurinn mjög góður, en það þýðir ekki að allt megi fara í slaka aftur. Þegar smitstuðullinn er yfir 1 má búast við bylgju aftur,“ segir Thor. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist á upplýsingafundi almannavarna í morgun hafa skilað tillögur til heilbrigðisráðherra um áframhaldandi aðgerðir. Næstu dagar muni þó ráða úrslitum um hvort hægt verði að fara í einhverjar tilslakanir. Verðum að vera vel á verði Thor segir að miðað við stöðuna sem er uppi í dag, margir að greinast utan sóttkvíar og smitstuðullinn jafnt og þétt á uppleið, sé hættulegt að slaka á. „Við verðum að vera mjög vel á verði núna.“ Jólahátíðin er fram undan og óttast Thor mjög að þróun faraldursins gæti tekið slæma stefnu með tilheyrandi ferðalögum og mannamótum. „Það sést að Bandaríkjamenn eru á nálum út af sinni þakkagjörðarhátíð og löndin í kring. Þá fer fólk að hópast mjög saman og smitin geta rokið upp. Þetta er það sem fólk veit alveg og við verðum að búast við.“ Hann segir að ráðlagt yrði að vera í almennilegum aðgerðum fram að jólum. „Og þá kemur bakslagið í janúar í staðinn. Þá sættum við okkur við að vera minna á ferðinni. Þessi hreyfanleiki fólks skapar þessa hættu.“ Thor ræddi málið einnig í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Sjá meira