Innlent

Neitaði að virða reglur í sóttkví og var handtekinn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lögregla hafði í mörg horn að líta í nótt. 
Lögregla hafði í mörg horn að líta í nótt.  Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt ef marka má dagbók hennar.

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt ef marka má dagbók hennar. Um hálftíu var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna stúlku sem var í annarlegu ástandi í stigahúsi við Hverfisgötu og lét ófriðlega. Hún var þó horfin á braut þegar lögreglu bar að garð. Skömmu síðar var tilkynnt um mann í miðborginni sem átti að vera í sóttkví en neitaði að fara að reglum. Sá var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þá kom lögregla ölvuðum manni til aðstoðar sem var orðinn blautur og kaldur og var honum ekið í gistiskýlið í miðbænum. Og um nóttina var síðan tilkynnt um bílþjófnað í miðbænum. Bíllinn fannst mannlaus skömmu síðar og er málið í rannsókn.

Húsráðandi vaknaði við ókunnuga stúlku í íbúðinni

Lögreglunni í Kópavogi og Breiðholti var í nótt tilkynnt um húsbrot. Húsráðandi hafði vaknað við hávaða í íbúð sinni og kom í ljós að stúlka var komin inn í íbúðina. Hún hljóp á brott þegar hún varð vör við húsráðanda. Á sama tíma í sama hverfi var síðan tilkynnt um tvo aðila inni í íbúð er átti að vera mannlaus, fólkið var farið þegar lögreglan kom á vettvang en þar hafði verið skilið eftir kúbein sem lögreglan lagði hald á.

Póstburðarmenn vöktu grunsemdir

Um klukkan tíu fékk lögreglustöðin sem sinnig Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ síðan tilkynningu um líkamsárás. Lögregla segist vita hverjir þar voru að verki og er málið í rannsókn. Og í sama hverfi barst síðan í nótt tilkynning um grunsamlegar mannaferðir, en þegar lögregla fór á stúfana kom í ljós að þar voru aðeins á ferð menn að bera út póst.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.