Erlent

Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Maxwell hefur sagst saklaus af því að hafa hjálpað Epstein með því að lokka unglingsstúlkur sem Epstein og vinir hans misnotuðu kynferðislega.
Maxwell hefur sagst saklaus af því að hafa hjálpað Epstein með því að lokka unglingsstúlkur sem Epstein og vinir hans misnotuðu kynferðislega. EPA/Jason Szenes

Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar.

Maxwell er ákærð fyrir að hafa hjálpað Epstein að finna og búa ungar stúlkur, allt niður í fjórtán ára gamlar, undir að taka þátt í ólöglegum kynlífsathöfnum sem hún hafi sjálf stundum tekið þátt í. Hún er einnig sökuð um meinsæri í framburði sínum í einkamáli sem kona sem segist hafa verið fórnarlamb Epstein höfðaði gegn henni. Hún neitar sök en hefur verið í varðhaldi frá því í júlí.

Lögfræðingar segja að henni sé í raun haldið í einangrun og að fylgst sé með henni í gegnum myndavélar allan sólahringinn.

„Þrátt fyrir þetta er svefn hennar truflaður á kortersfresti og hún vakin með vasaljósi til þess að athuga hvort að hún andi,“ skrifar lögfræðingur hennar í bréfi til dómstóls sem fer með mál hennar í New York. Vilja lögfræðingar hennar að dómari í máli hennar taki aðstæður í fangelsinu þar sem henni er haldið til skoðunar.

Öryggisgæsla í kringum Maxwell er mikil, ekki síst eftir að Epstein svipti sig lífi í fangaklefa í New York eftir að hafa verið ákærður fyrir mansla og misnotkun.


Tengdar fréttir

Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein

Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri.

Vitnisburður Ghislaine Maxwell gerður opinber

Áfrýjunardómstóll í New York-ríki telur almenning eiga rétt á því að vitnisburður Ghislaine Maxell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, verði gerður opinber.

Tölvu­póst­sam­skipti Maxwell og Ep­stein birt

Tölvupóstar sem bandaríski barnaníðingurinn Jeffrey Epstein og breska athafnakonan og samverkakona hans, Ghislaine Maxwell sendu sín á milli hafa verið birtir ásamt fjölda annarra gagna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×