Fótbolti

Mourin­ho um sam­fé­lags­miðla­notkun sína: Vill opna heim minn fyrir stuðnings­mönnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mourinho fer mikinn þessa dagana, bæði á hliðarlínunni sem og á samfélagsmiðlum.
Mourinho fer mikinn þessa dagana, bæði á hliðarlínunni sem og á samfélagsmiðlum. Tottenham Hotspur/Getty Images

José Mourinho er mættur á samfélagsmiðla og hefur til að mynda farið mikinn á Instagram á leiktíðinni. Ástæðan er sú að hann vill opna heim sinni fyrir stuðningsmönnum.

José Mourinho er mættur á samfélagsmiðla og hefur til að mynda farið mikinn á Instagram á leiktíðinni. Ástæðan er sú að hann vill opna heim sinni fyrir stuðningsmönnum. 

Þetta kom fram í viðtali Mourinho við Sky Sports í gærdag.

„Ég er að reyna að opna heim okkar fyrir umheiminum. Ég tel þetta vera góða skemmtun fyrir alla,“ segir Mourinho í viðtali við Sky Sports um óvænta samfélagsmiðla notkun sína undanfarnar vikur og mánuði.

Lærisveinar Mourinho hjá Tottenham Hotspur hafa átt góðu gengi að fagna á leiktíðinni en liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Sem stendur er liðið á toppi J-riðils í Evrópudeildinni með sex stig að loknum þremur leikjum. Tottenham tekur á móti Ludogorets Razgrad í kvöld og er leikurinn í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.

Um liðna helgi viðurkenndi Mourinho til að mynda að hann hefði tapað veðmáli við leikmann Tottenham. Þurfti hann að kaupa kjötlæri að virði 90 þúsund íslenskra króna.

„Færslurnar eru það sem þær eru. Ég birti færslu i tíu mínútum eftir skelfilegt tap gegn Antwerpen. Ég birti enga færslu eftir sigurinn gegn Manchester City, það var mjög góður sigur og allir voru ánægðir,“ segir Mourinho um færslurnar sínar á samfélagsmiðlum.

Hér að neðan má sjá færsluna sem José birti eftir tap Tottenham gegn Antwerpen.

„Ég er að reyna opna okkar heim fyrir umheiminum. Fólk heldur oft að það elski það sem gerist bakvið tjöldin, fólk elskar það sem það sér ekki. Ég held að vinsældir Amazon-þáttaraðarinnar hafi verið af því það var allt opið almenningi. Ég held að allir hafi notið góðs af.“


Tengdar fréttir

Pep Guardiola: Engin þráhyggja í gangi

Knattspyrnustjóri Manchester City vill ekki meina að allt snúist nú um það hjá Manchester City að vinna loksins Meistaradeildina.

Fyrrum stjóri Tottenham telur liðið hæglega geta unnið deildina

Tottenham Hotspur trónir á toppnum í ensku úrvalsdeildinni þegar níu umferðir eru búnar. Liðið hefur hinsvegar ekki unnið Englandsmeistaratitil síðan árið 1961 og ekki unnið titil síðan 2008, þegar liðið vann enska deildarbikarinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.