Samdráttur ekki meiri í 300 ár: Segir efnahagslegt neyðarástand Bretlands rétt að hefjast Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2020 14:50 Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands. AP/Kirsty Wigglesworth Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, segir útlit fyrir að efnahagur sambandsríkisins muni minnka um 11,3 prósent á þessu ári. Efnahagssamdráttur hefur ekki verið svo mikill í Bretlandi í minnst 300 ár og er ekki búist við að hagkerfið nái aftur sömu stærð fyrr en árið 2022. „Efnahagslegt neyðarástand okkar er bara rétt að hefjast,“ sagði Sunak á þingi í dag. Hann sagði einnig að ríkið hefði auki skuldir sínar verulega að undanförnu. Bara á þessu ári væri um að ræða um 19 prósent af vergri landsframleiðslu og það sagði Sunak nauðsynlegt til að styðja við hagkerfið. Annars yrði bataferlið mun lengra og erfiðara. Um 2025-26 er áætlað að skuldir ríkisins muni samsvara um 97,5 prósentum af vergri landsframleiðslu Bretlands, samkvæmt frétt Sky News. Þá er búist við því að atvinnuleysi munni ná hámarki á öðrum ársfjórðungi næsta árs og þá verði það um 7,5 prósent. Það þýðir að 2,6 milljónir manna verða atvinnulausir. "Even with growth returning, our output is not expected to return to pre-crisis levels until the fourth quarter of 2022."@RishiSunak says the OBR forecast the economy will contract this year by 11.3% - the largest fall in output for more than 300 years.https://t.co/3OmqktNC5h pic.twitter.com/JSEEpDJo4D— Sky News (@SkyNews) November 25, 2020 Spár þessar eru þó skárri en spár frá því í sumar. Sunak sagði að þegar væri ríkið búið að verja um 280 milljörðum punda til að halda hagkerfinu gangandi og til stæði að verja um 55 milljörðum á næsta ári. Það fjármagn mun að miklu leiti snúa að verkefnum sem ætlað er að hjálpa atvinnulausum að finna vinnu, samkvæmt frétt BBC. Ráðherrann sagði að búið væri að frysta launahækkanir opinberra starfsmanna, nema hjúkrunarfræðinga, lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Hann gaf einnig til kynna að skattahækkanir eða frekari niðurskurður kæmi til greina þegar hann sagði að forsvarsmenn ríkisins bæru þá ábyrgð að snú aftur til ábyrgs ríkisreksturs, þegar hagkerfið jafni sig. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, segir útlit fyrir að efnahagur sambandsríkisins muni minnka um 11,3 prósent á þessu ári. Efnahagssamdráttur hefur ekki verið svo mikill í Bretlandi í minnst 300 ár og er ekki búist við að hagkerfið nái aftur sömu stærð fyrr en árið 2022. „Efnahagslegt neyðarástand okkar er bara rétt að hefjast,“ sagði Sunak á þingi í dag. Hann sagði einnig að ríkið hefði auki skuldir sínar verulega að undanförnu. Bara á þessu ári væri um að ræða um 19 prósent af vergri landsframleiðslu og það sagði Sunak nauðsynlegt til að styðja við hagkerfið. Annars yrði bataferlið mun lengra og erfiðara. Um 2025-26 er áætlað að skuldir ríkisins muni samsvara um 97,5 prósentum af vergri landsframleiðslu Bretlands, samkvæmt frétt Sky News. Þá er búist við því að atvinnuleysi munni ná hámarki á öðrum ársfjórðungi næsta árs og þá verði það um 7,5 prósent. Það þýðir að 2,6 milljónir manna verða atvinnulausir. "Even with growth returning, our output is not expected to return to pre-crisis levels until the fourth quarter of 2022."@RishiSunak says the OBR forecast the economy will contract this year by 11.3% - the largest fall in output for more than 300 years.https://t.co/3OmqktNC5h pic.twitter.com/JSEEpDJo4D— Sky News (@SkyNews) November 25, 2020 Spár þessar eru þó skárri en spár frá því í sumar. Sunak sagði að þegar væri ríkið búið að verja um 280 milljörðum punda til að halda hagkerfinu gangandi og til stæði að verja um 55 milljörðum á næsta ári. Það fjármagn mun að miklu leiti snúa að verkefnum sem ætlað er að hjálpa atvinnulausum að finna vinnu, samkvæmt frétt BBC. Ráðherrann sagði að búið væri að frysta launahækkanir opinberra starfsmanna, nema hjúkrunarfræðinga, lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Hann gaf einnig til kynna að skattahækkanir eða frekari niðurskurður kæmi til greina þegar hann sagði að forsvarsmenn ríkisins bæru þá ábyrgð að snú aftur til ábyrgs ríkisreksturs, þegar hagkerfið jafni sig.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent