Trump sagður ætla að náða fyrrverandi ráðgjafa sinn Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2020 10:31 Michael Flynn, fyrrverandi undirhershöfðingi, entist aðeins 24 daga í starfi þjóðaröryggisráðgjafa Trump eftir að í ljós kom að hann hafði logið um samskipti sem hann átti við sendiherra Rússlands eftir kosningarnar 2016 en áður en Trump tók við völdum. vísir/EPA Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, er á meðal nokkurra einstaklinga sem Donald Trump, fráfarandi forseti, er sagður ætla að náða á síðustu vikum sínum í embætti. Flynn játaði í tvígang að hafa logið að alríkislögreglumönnum um samskipti sín við rússneskan sendiherra áður en Trump tók við völdum. Mál Flynn hefur velkst um fyrir alríkisdómstól eftir að dómsmálaráðuneyti Trump ákvað óvænt að draga til baka ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafanum í maí. Dómarinn í málinu lagðist gegn því. Nær fordæmalaust er sagt að ráðuneytið felli niður ákæru í máli þar sem játning liggur fyrir. Saksóknarar ráðuneytisins voru sagðir ósáttir við ákvörðunina og telja hana benda til pólitískra afskipta. Áður hafði Flynn reynt að draga játningar sínar til baka og hóf að halda því fram að hann væri fórnarlamb samsæris alríkislögreglunnar og saksóknara. Lögmenn Trump forseta sem reyna að hnekkja úrslitum forsetakosninganna úthýstu Sidney Powell, lögmanni Flynn, í vikunni en hún hefur haldið fram framandlegum samsæriskenningum um meint kosningasvik. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Trump ætli sér að náða Flynn og nokkra aðra einstaklinga áður en hann lætur af embætti 20. janúar. Trump hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Flynn. Fráfarandi Bandaríkjaforsetar hafa stundum nýtt lokadaga sína í embætti til þess að náða fólk. Bill Clinton sætti harðri gagnrýni þegar hann náðaði auðugan kaupsýslumann sem hafði látið fé af hendi rakna til Demókrataflokksins rétt áður en hann yfirgaf Hvíta húsið. Áður hefur Trump náðað eða mildað refsingu yfir bandamönnum sínum. Hann mildaði dóm yfir Roger Stone, vini sínum og ráðgjafa, sem var dæmdur sekur fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal að ógna vitni. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, er á meðal nokkurra einstaklinga sem Donald Trump, fráfarandi forseti, er sagður ætla að náða á síðustu vikum sínum í embætti. Flynn játaði í tvígang að hafa logið að alríkislögreglumönnum um samskipti sín við rússneskan sendiherra áður en Trump tók við völdum. Mál Flynn hefur velkst um fyrir alríkisdómstól eftir að dómsmálaráðuneyti Trump ákvað óvænt að draga til baka ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafanum í maí. Dómarinn í málinu lagðist gegn því. Nær fordæmalaust er sagt að ráðuneytið felli niður ákæru í máli þar sem játning liggur fyrir. Saksóknarar ráðuneytisins voru sagðir ósáttir við ákvörðunina og telja hana benda til pólitískra afskipta. Áður hafði Flynn reynt að draga játningar sínar til baka og hóf að halda því fram að hann væri fórnarlamb samsæris alríkislögreglunnar og saksóknara. Lögmenn Trump forseta sem reyna að hnekkja úrslitum forsetakosninganna úthýstu Sidney Powell, lögmanni Flynn, í vikunni en hún hefur haldið fram framandlegum samsæriskenningum um meint kosningasvik. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Trump ætli sér að náða Flynn og nokkra aðra einstaklinga áður en hann lætur af embætti 20. janúar. Trump hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Flynn. Fráfarandi Bandaríkjaforsetar hafa stundum nýtt lokadaga sína í embætti til þess að náða fólk. Bill Clinton sætti harðri gagnrýni þegar hann náðaði auðugan kaupsýslumann sem hafði látið fé af hendi rakna til Demókrataflokksins rétt áður en hann yfirgaf Hvíta húsið. Áður hefur Trump náðað eða mildað refsingu yfir bandamönnum sínum. Hann mildaði dóm yfir Roger Stone, vini sínum og ráðgjafa, sem var dæmdur sekur fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal að ógna vitni.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00