Aðhaldskrafa á spítalann eins og blaut tuska Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 14:47 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Þjarmað var að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna niðurskurðarkröfu á Landspítalann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Nú sjá stjórnendur Landspítalans fram á að þurfa að fresta húsnæðisframkvæmdum, skerða þjónustu kvenlækningadeildar, þétta vaktaskipulag lækna og seinka sumarráðningum, vegna þess að fjármunum til rekstursins er of naumt skammtað. Auk þess að geta ekki unnið á biðlistum sem hafa lengst mikið vegna farsóttarinnar,“ sagði Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, og spurði hvort forsvaranlegt væri í miðjum heimsfaraldri að spítalinn þurfi að skerða þjónustu við sjúklinga. Samkvæmt yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins nam uppsafnaður halli Landspítalans 3,8 milljörðum króna í árslok 2019. Þar segir að spítalinn hafi farið fram úr fjárlögum á síðustu árum og gert er ráð fyrir að hann fái svigrúm til að vinna hallann upp á næstu þremur árum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs er auk þess 0,5% aðhaldskrafa á allar heilbrigðisstofnanir landsins. Hjá Landspítala nemur þessi krafa um 400 milljónum króna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/stefán Í svari við fyrirspurn Loga sagði Svandís að skerðing á þjónustu við sjúklinga komi ekki til álita sem hluti af hagræðingaraðgerðum. Fyrirhugað sé að funda með yfirstjórn spítalans um málið í vikunni. Þá ítrekaði hún að allur viðbótarkostnaður sem falli á spítalann vegna Covid-19 verði bættur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði hagræðinguna ekkert annað en niðurskurðarkröfu og ekki síst þar sem fresta eigi uppbyggingu innviða. „Og korteri eftir Landakotsskýrsluna er þetta afar furðuleg forgangsröðun.“ Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, sagði kröfuna blauta tusku í andlit stjórnenda spítalans og þjóðarinnar allrar. „Það sætir undrun að stjórnvöld skuli gera stórkostlega aðhaldskröfu á þungamiðju heilbrigðiskerfisins sjálfs, Landspítalann.“ Svandís sagði stjórnendur spítalans hafa verið miðvitaða um kröfuna. „Af því að háttvirtur þingmaður spyr um blauta tusku er það svo, því miður, að Landspítalinn veit og vissi af þessum halla og vissi af því hvernig hann liti út. En aðhaldskrafa stjórnvalda er 0,5% á ári hverju á heilbrigðisþjónustu.“ Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Þjarmað var að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna niðurskurðarkröfu á Landspítalann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Nú sjá stjórnendur Landspítalans fram á að þurfa að fresta húsnæðisframkvæmdum, skerða þjónustu kvenlækningadeildar, þétta vaktaskipulag lækna og seinka sumarráðningum, vegna þess að fjármunum til rekstursins er of naumt skammtað. Auk þess að geta ekki unnið á biðlistum sem hafa lengst mikið vegna farsóttarinnar,“ sagði Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, og spurði hvort forsvaranlegt væri í miðjum heimsfaraldri að spítalinn þurfi að skerða þjónustu við sjúklinga. Samkvæmt yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins nam uppsafnaður halli Landspítalans 3,8 milljörðum króna í árslok 2019. Þar segir að spítalinn hafi farið fram úr fjárlögum á síðustu árum og gert er ráð fyrir að hann fái svigrúm til að vinna hallann upp á næstu þremur árum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs er auk þess 0,5% aðhaldskrafa á allar heilbrigðisstofnanir landsins. Hjá Landspítala nemur þessi krafa um 400 milljónum króna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/stefán Í svari við fyrirspurn Loga sagði Svandís að skerðing á þjónustu við sjúklinga komi ekki til álita sem hluti af hagræðingaraðgerðum. Fyrirhugað sé að funda með yfirstjórn spítalans um málið í vikunni. Þá ítrekaði hún að allur viðbótarkostnaður sem falli á spítalann vegna Covid-19 verði bættur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði hagræðinguna ekkert annað en niðurskurðarkröfu og ekki síst þar sem fresta eigi uppbyggingu innviða. „Og korteri eftir Landakotsskýrsluna er þetta afar furðuleg forgangsröðun.“ Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, sagði kröfuna blauta tusku í andlit stjórnenda spítalans og þjóðarinnar allrar. „Það sætir undrun að stjórnvöld skuli gera stórkostlega aðhaldskröfu á þungamiðju heilbrigðiskerfisins sjálfs, Landspítalann.“ Svandís sagði stjórnendur spítalans hafa verið miðvitaða um kröfuna. „Af því að háttvirtur þingmaður spyr um blauta tusku er það svo, því miður, að Landspítalinn veit og vissi af þessum halla og vissi af því hvernig hann liti út. En aðhaldskrafa stjórnvalda er 0,5% á ári hverju á heilbrigðisþjónustu.“
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira