Aldrei eins margar tilkynningar um heimilisofbeldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 19:00 Aldrei hafa eins margar tilkynningar borist um heimilisofbeldi og í ár, að sögn lögreglu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei fengið eins margar tilkynningar um heimilisofbeldi og í ár, en þær eru nú orðnar tæplega sjö hundruð talsins. Alls hafa 698 tilkynningar borist um heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu í ár en til samanburðar voru þær 639 á sama tíma. Flestar tilkynningar bárust í svonefndri fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins en þá voru þær allt að 82 á mánuði. Í dag eru þær um 60 til 65 talsins á mánuði. „Í fyrstu bylgju sáum við verulega aukningu. Þetta er líkamsárásir, hótanir, eignaspjöll, kynferðisbrot og fleira,“ segir Guðrún Jack, rannsóknarlögreglumaður. Skýringin á fjölgun tilkynninga er ekki síður rakin til þeirrar vitundarvakningar sem hefur átt sér stað og fólk virðist veigra sér síður við því að hafa samband við lögreglu. Þá hefur lögregla verið í sérstöku átaki gegn heimilisofbeldi undanfarin ár. „Þessi mál heimilisofbeldismál eru alltaf í forgangi hjá okkur. Og við vinnum markvisst að því að gera betur og rýnum til gagns. Við sjáum núna í þriðju bylgjunni að það er ekki kominn toppur eins og var í fyrstu bylgju. Við skýrum það meðal annars af samfélagslegri ábyrgð og að þessi málaflokkur er kominn í algjöran forgang,“ segir hún. Fjörutíu prósent af tilkynningunum snúa að ofbeldi af hendi maka, og 28,5 prósent að ofbeldi af hendi fyrrum maka. Tólf prósent tilkynninganna eru vegna ofbeldis barns í garð foreldris, og 7,3 prósent af hendi foreldris í garð barns. Guðrún segir konur oftast vera þolendur en að mörg dæmi séu um andlegt ofbeldi af þeirra hálfu. Sá vandi sé falinn og sé almennt fyrirferðarlítill í umræðunni. Guðrún Jack segir að vitundarvakning hafi átt sér stað. Fólk veigri sér síður við því að tilkynna um hugsanlegt ofbeldi. Vísir/Egill „Ofbeldið er oftast milli skyldra og tengdra, þá í nánu sambandi eða aðilar sem voru í sambandi. Oft er þetta líka konur sem beita karlmenn ofbeldi og þá sjáum við oft andlegt ofbeldi sem er falið og kannski að festa hendur á.“ Hún segir að þegar deilur verði á milli fólks með börn á heimilinu sé því oft borið við að börnin hafi verið sofandi og ekki orðið vör við þær. „Börnin vita alltaf um ofbeldi sem á sér stað á heimilinu. Þegar maður fer inn á heimili þar sem heimilisofbeldi hefur átt sér stað vill það oft loða við að heimilisfólk segir að börnin hafi verið sofandi og viti ekki. En rannsóknir hafa sýnt að börn vita, og þau vita alltaf.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei fengið eins margar tilkynningar um heimilisofbeldi og í ár, en þær eru nú orðnar tæplega sjö hundruð talsins. Alls hafa 698 tilkynningar borist um heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu í ár en til samanburðar voru þær 639 á sama tíma. Flestar tilkynningar bárust í svonefndri fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins en þá voru þær allt að 82 á mánuði. Í dag eru þær um 60 til 65 talsins á mánuði. „Í fyrstu bylgju sáum við verulega aukningu. Þetta er líkamsárásir, hótanir, eignaspjöll, kynferðisbrot og fleira,“ segir Guðrún Jack, rannsóknarlögreglumaður. Skýringin á fjölgun tilkynninga er ekki síður rakin til þeirrar vitundarvakningar sem hefur átt sér stað og fólk virðist veigra sér síður við því að hafa samband við lögreglu. Þá hefur lögregla verið í sérstöku átaki gegn heimilisofbeldi undanfarin ár. „Þessi mál heimilisofbeldismál eru alltaf í forgangi hjá okkur. Og við vinnum markvisst að því að gera betur og rýnum til gagns. Við sjáum núna í þriðju bylgjunni að það er ekki kominn toppur eins og var í fyrstu bylgju. Við skýrum það meðal annars af samfélagslegri ábyrgð og að þessi málaflokkur er kominn í algjöran forgang,“ segir hún. Fjörutíu prósent af tilkynningunum snúa að ofbeldi af hendi maka, og 28,5 prósent að ofbeldi af hendi fyrrum maka. Tólf prósent tilkynninganna eru vegna ofbeldis barns í garð foreldris, og 7,3 prósent af hendi foreldris í garð barns. Guðrún segir konur oftast vera þolendur en að mörg dæmi séu um andlegt ofbeldi af þeirra hálfu. Sá vandi sé falinn og sé almennt fyrirferðarlítill í umræðunni. Guðrún Jack segir að vitundarvakning hafi átt sér stað. Fólk veigri sér síður við því að tilkynna um hugsanlegt ofbeldi. Vísir/Egill „Ofbeldið er oftast milli skyldra og tengdra, þá í nánu sambandi eða aðilar sem voru í sambandi. Oft er þetta líka konur sem beita karlmenn ofbeldi og þá sjáum við oft andlegt ofbeldi sem er falið og kannski að festa hendur á.“ Hún segir að þegar deilur verði á milli fólks með börn á heimilinu sé því oft borið við að börnin hafi verið sofandi og ekki orðið vör við þær. „Börnin vita alltaf um ofbeldi sem á sér stað á heimilinu. Þegar maður fer inn á heimili þar sem heimilisofbeldi hefur átt sér stað vill það oft loða við að heimilisfólk segir að börnin hafi verið sofandi og viti ekki. En rannsóknir hafa sýnt að börn vita, og þau vita alltaf.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira