Enski boltinn

Áhorfendur leyfðir í Bretlandi frá og með næstu viku

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það fer að styttast í að stuðningsfólk Leeds United geti mætt á völlinn og séð lið sitt spila í ensku úrvalsdeildinni.
Það fer að styttast í að stuðningsfólk Leeds United geti mætt á völlinn og séð lið sitt spila í ensku úrvalsdeildinni. George Wood/Getty Images

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að þegar létt yrði á sóttvörnum þar í landi þann 2. desember yrðu áhorfendur aftur leyfilegir á íþróttaviðburðum, það er á þeim svæðum sem það er talið öruggt.

Það verður þó langt frá því uppselt á leiki í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en aðeins mega fjögur þúsund áhorfendur koma saman á einum og sama leiknum. Mun það eiga við íþróttaviðburði sem eru utandyra og á þem landshlutum sem falla ekki undir áhættusvæði.

Hefur borgum og landshlutum í Bretlandi verið skipt upp í þrjú stig. Þeir íþróttaviðburðir sem fara fram á stigi 1 mega hafa allt að fjögur þúsund áhorfendur. Á stigi 2 eru tvö þúsund áhorfendur en á stigi 3 eru engir áhorfendur leyfðir. 

Borgirnar Liverpool og Manchester eru á stigi 3 og því þurfa félög á borð við Everton og Manchester United að bíða með að opna hliðin.

Rob Harris, íþróttablaðamaður hjá Associated Press, greindi fyrst frá í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.