Með réttarstöðu sakbornings eftir veltuna í Öxnadal Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 13:58 Bíllinn alelda á slysstað í Öxnadal 6. nóvember. Ökumaður bíls sem valt út af þjóðveginum í Öxnadal í Hörgársveit fyrr í mánuðinum hefur réttarstöðu sakbornings. Málið er rannsakað sem líkamsmeiðing af gáleysi en ýmislegt er talið benda til þess að ökumaðurinn hafi ekið of hratt þegar bíllinn valt. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá en Bergur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra staðfestir þetta í samtali við Vísi. Bergur segir að ummerki á vettvangi og framburður vitna bendi til þess að ekið hafi verið yfir lögreglum hámarkshraða. Ætlaður hraði bílsins verði reiknaður út með aðstoð sérfræðings en niðurstaða frá honum liggi ekki fyrir. Á meðan sú rannsókn standi yfir hafi ökumaðurinn, karlmaður á þrítugsaldri, réttarstöðu sakbornings. Rætt við farþega, ökumann og vegfarendur Tvö voru í bílnum, karl og kona. Þegar Vísir náði síðast tali af Bergi hafði lögregla ekki náð að ræða við fólkið sem flutt var talsvert slasað á sjúkrahús af slysstað. Bergur segir að nú hafi verið tekin af því skýrsla, sem og vegfarendum sem komu að slysinu og fólki sem varð bílsins vart. Konan hlaut fjöláverka við veltuna og slasaðist töluvert. Karlinn slasaðist líka en hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi, að því er Bergur best veit. Slysið varð á þjóðvegi 1 til móts við bæinn Syðri-Bægisá í Öxnadal í Hörgársveit rétt fyrir klukkan hálf þrjú föstudaginn 6. nóvember. Samkvæmt ummerkjum á vettvangi var bifreiðinni ekið til norðurs en hafnaði síðan út af veginum og valt nokkrar veltur. Við það kom eldur upp í henni og varð hún fljótt alelda. Manninum tókst að komast út úr bílnum af sjálfsdáðum en konan vankaðist við veltina og þurfti að hjálpa henni út. Samgönguslys Hörgársveit Lögreglumál Tengdar fréttir Enn ekki náðst að ræða við fólkið í bílnum Lögregla hefur enn ekki náð að ræða við karl og konu sem lentu í alvarlegu bílslysi í Öxnadal í Hörgársveit fyrr í mánuðinum. 17. nóvember 2020 11:58 Hafa hvorki getað rætt við ökumann né farþega Karl og kona sem lentu í alvarlegu umferðarslysi í Öxnadal í Hörgársveit á föstudag liggja enn mikið slösuð á sjúkrahúsi. 9. nóvember 2020 13:32 Bíll alelda eftir veltu og tveir slasaðir Bílvelta varð á þjóðvegi 1 við Bægisá í Hörgársveitá þriðja tímanum í dag. 6. nóvember 2020 15:56 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Ökumaður bíls sem valt út af þjóðveginum í Öxnadal í Hörgársveit fyrr í mánuðinum hefur réttarstöðu sakbornings. Málið er rannsakað sem líkamsmeiðing af gáleysi en ýmislegt er talið benda til þess að ökumaðurinn hafi ekið of hratt þegar bíllinn valt. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá en Bergur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra staðfestir þetta í samtali við Vísi. Bergur segir að ummerki á vettvangi og framburður vitna bendi til þess að ekið hafi verið yfir lögreglum hámarkshraða. Ætlaður hraði bílsins verði reiknaður út með aðstoð sérfræðings en niðurstaða frá honum liggi ekki fyrir. Á meðan sú rannsókn standi yfir hafi ökumaðurinn, karlmaður á þrítugsaldri, réttarstöðu sakbornings. Rætt við farþega, ökumann og vegfarendur Tvö voru í bílnum, karl og kona. Þegar Vísir náði síðast tali af Bergi hafði lögregla ekki náð að ræða við fólkið sem flutt var talsvert slasað á sjúkrahús af slysstað. Bergur segir að nú hafi verið tekin af því skýrsla, sem og vegfarendum sem komu að slysinu og fólki sem varð bílsins vart. Konan hlaut fjöláverka við veltuna og slasaðist töluvert. Karlinn slasaðist líka en hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi, að því er Bergur best veit. Slysið varð á þjóðvegi 1 til móts við bæinn Syðri-Bægisá í Öxnadal í Hörgársveit rétt fyrir klukkan hálf þrjú föstudaginn 6. nóvember. Samkvæmt ummerkjum á vettvangi var bifreiðinni ekið til norðurs en hafnaði síðan út af veginum og valt nokkrar veltur. Við það kom eldur upp í henni og varð hún fljótt alelda. Manninum tókst að komast út úr bílnum af sjálfsdáðum en konan vankaðist við veltina og þurfti að hjálpa henni út.
Samgönguslys Hörgársveit Lögreglumál Tengdar fréttir Enn ekki náðst að ræða við fólkið í bílnum Lögregla hefur enn ekki náð að ræða við karl og konu sem lentu í alvarlegu bílslysi í Öxnadal í Hörgársveit fyrr í mánuðinum. 17. nóvember 2020 11:58 Hafa hvorki getað rætt við ökumann né farþega Karl og kona sem lentu í alvarlegu umferðarslysi í Öxnadal í Hörgársveit á föstudag liggja enn mikið slösuð á sjúkrahúsi. 9. nóvember 2020 13:32 Bíll alelda eftir veltu og tveir slasaðir Bílvelta varð á þjóðvegi 1 við Bægisá í Hörgársveitá þriðja tímanum í dag. 6. nóvember 2020 15:56 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Enn ekki náðst að ræða við fólkið í bílnum Lögregla hefur enn ekki náð að ræða við karl og konu sem lentu í alvarlegu bílslysi í Öxnadal í Hörgársveit fyrr í mánuðinum. 17. nóvember 2020 11:58
Hafa hvorki getað rætt við ökumann né farþega Karl og kona sem lentu í alvarlegu umferðarslysi í Öxnadal í Hörgársveit á föstudag liggja enn mikið slösuð á sjúkrahúsi. 9. nóvember 2020 13:32
Bíll alelda eftir veltu og tveir slasaðir Bílvelta varð á þjóðvegi 1 við Bægisá í Hörgársveitá þriðja tímanum í dag. 6. nóvember 2020 15:56