Kalla eftir því að borgarar séu verndaðir í Eþíópíu Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2020 12:55 Skjáskot úr frétte ríkismiðils Eþíópíu sem sýnir stjórnarhermenn í Tigrayhéraði. AP/Ethiopian News Agency Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að yfirvöld í Eþíópíu tryggi öryggi almennra borgara í Tigrayhéraði, þar sem stjórnarherinn ætlar að ráðast á borgina Mekelle, höfuðborg héraðsins. Frelsishreyfingu Tigray, sem stjórnar héraðinu, fékk í gær þriggja daga frest til að gefast upp. Erfiðlega hefur gengið að sannreyna fregnir af svæðinu þar sem lokað hefur verið fyrir síma og netsamband þar og aðgangur blaðamanna takmarkaður en samkvæmt frétt BBC er talið að hundruð hafi fallið í átökunum og þúsundir hafi þurft að flýja heimili sín. Nú þegar hafa minnst 33 þúsund flúið til Súdan. Herinn hefur varað um 500 þúsund íbúa borgarinnar Mekelle við því að hún verði umkringd og mögulegar stórskotaliðsárásir muni eiga sér stað. Sjá einnig: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Átökin hófust í ummhafi nóvember en deilur ríkisstjórnar Eþíópíu og Frelsishreyfingar Tigray, sem fer með stjórn í héraðinu og stjórnaði áður landinu öllu. Abiy Ahmed, forsætisráðherra landsins sem fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings hans Eþíópíu og Erítreu, skipaði hernum þann 4. nóvember að hefja sókn gegn Tigray. Sakaði hann Frelsishreyfinguna um að hafa gert árás á herstöð á svæðinu og stela vopnum. Því hafna forsvarsmenn Frelsishreyfingarinnar. Það hefur þó stefnt í deilur um mánaða skeið. Íbúar Tigray á flótta til Súdan.AP/Nariman El-Mofty Spennan hefur magnast Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum árið 2018, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum fyrr á árinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Eftir að forsætisráðherrann frestaði kosningum sögðu ráðamenn í Tigray hann umboðslausan og héldu samt þingkosningar í september. Það féll ekki í kramið í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, og samþykktu þingmenn þar í október að takmarka opinbert fjármagn sem færi til Tigray. Abyi hefur lagt mikla áherslu á að auka miðstýringu í Eþíópíu og þar með draga úr völdum héraðsstjórna. Ráðamenn í Tigray hafa berist gegn því og forsvarsmenn annarra héraða og þjóðarhópa hafa lýst yfir áhyggjum af viðleitni Abyi. Alþjóðlegir aðilar eins og Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og Afríkusambandið hafa kallað eftir friðarviðræðum en þau áköll hafa ekki skilað árangri. Í skilaboðum til blaðamanns Reuters fréttaveitunnar segir Debretsion Gebremichael, leiðtogi Frelsishreyfingarinnar, að þeir muni berjast til hins síðasta fyrir sjálfstjórnarrétti þeirra. Hann heldur því einnig fram að sveitir hreyfingarinnar hafi stöðvað sókn stjórnarhersins. Sögufrægar minjar í hættu Yfirvöld í Eþíópíu saka Frelsishreyfinguna um að hafa gert árásir á flugvöllinn í Aksum, sem er tiltölulega skammt frá Mekelle og er mjög vinsæll ferðamannastaður og á minjaskrá UNESCO. Þar eru fornar rústir og broddsúlur frá fjórðu öld frá gullöld Axumiteveldisins. Þjóðsögur segja að drottningin Shepa hafi búið í Axum og að kirkjan í bænum hafi eitt sinn hýst Sáttmálsörkina. Eþíópía Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að yfirvöld í Eþíópíu tryggi öryggi almennra borgara í Tigrayhéraði, þar sem stjórnarherinn ætlar að ráðast á borgina Mekelle, höfuðborg héraðsins. Frelsishreyfingu Tigray, sem stjórnar héraðinu, fékk í gær þriggja daga frest til að gefast upp. Erfiðlega hefur gengið að sannreyna fregnir af svæðinu þar sem lokað hefur verið fyrir síma og netsamband þar og aðgangur blaðamanna takmarkaður en samkvæmt frétt BBC er talið að hundruð hafi fallið í átökunum og þúsundir hafi þurft að flýja heimili sín. Nú þegar hafa minnst 33 þúsund flúið til Súdan. Herinn hefur varað um 500 þúsund íbúa borgarinnar Mekelle við því að hún verði umkringd og mögulegar stórskotaliðsárásir muni eiga sér stað. Sjá einnig: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Átökin hófust í ummhafi nóvember en deilur ríkisstjórnar Eþíópíu og Frelsishreyfingar Tigray, sem fer með stjórn í héraðinu og stjórnaði áður landinu öllu. Abiy Ahmed, forsætisráðherra landsins sem fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings hans Eþíópíu og Erítreu, skipaði hernum þann 4. nóvember að hefja sókn gegn Tigray. Sakaði hann Frelsishreyfinguna um að hafa gert árás á herstöð á svæðinu og stela vopnum. Því hafna forsvarsmenn Frelsishreyfingarinnar. Það hefur þó stefnt í deilur um mánaða skeið. Íbúar Tigray á flótta til Súdan.AP/Nariman El-Mofty Spennan hefur magnast Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum árið 2018, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum fyrr á árinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Eftir að forsætisráðherrann frestaði kosningum sögðu ráðamenn í Tigray hann umboðslausan og héldu samt þingkosningar í september. Það féll ekki í kramið í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, og samþykktu þingmenn þar í október að takmarka opinbert fjármagn sem færi til Tigray. Abyi hefur lagt mikla áherslu á að auka miðstýringu í Eþíópíu og þar með draga úr völdum héraðsstjórna. Ráðamenn í Tigray hafa berist gegn því og forsvarsmenn annarra héraða og þjóðarhópa hafa lýst yfir áhyggjum af viðleitni Abyi. Alþjóðlegir aðilar eins og Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og Afríkusambandið hafa kallað eftir friðarviðræðum en þau áköll hafa ekki skilað árangri. Í skilaboðum til blaðamanns Reuters fréttaveitunnar segir Debretsion Gebremichael, leiðtogi Frelsishreyfingarinnar, að þeir muni berjast til hins síðasta fyrir sjálfstjórnarrétti þeirra. Hann heldur því einnig fram að sveitir hreyfingarinnar hafi stöðvað sókn stjórnarhersins. Sögufrægar minjar í hættu Yfirvöld í Eþíópíu saka Frelsishreyfinguna um að hafa gert árásir á flugvöllinn í Aksum, sem er tiltölulega skammt frá Mekelle og er mjög vinsæll ferðamannastaður og á minjaskrá UNESCO. Þar eru fornar rústir og broddsúlur frá fjórðu öld frá gullöld Axumiteveldisins. Þjóðsögur segja að drottningin Shepa hafi búið í Axum og að kirkjan í bænum hafi eitt sinn hýst Sáttmálsörkina.
Eþíópía Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira