Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 07:47 Donald Trump og Chris Christie. Getty/Cheriss May Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. Trump og lögfræðingar hans hafa varpað fram ásökunum um kosningasvindl í fjölda ríkja án þess að þeim hafi tekist að sanna eitt eða neitt og segir Christie að lögfræðingar forsetans séu þjóð sinni til skammar. Christie sagði í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í gær að kosningar hafi afleiðingar og að menn verði einfaldlega að horfast í augu við staðreyndir, en Joe Biden frambjóðandi Demókrata hafði betur gegn Trump þegar búið var að telja upp úr kjörkössunum. Trump hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna og hafa margir Repúblikanar stutt við þá vegferð hans að höfða dómsmál til þess að fá úrslitum kosninganna snúið við. Þeim Repúblikönum fer þó fjölgandi sem setja spurningamerki við málsóknir forsetans. Ekki hægt að halda áfram og láta eins og eitthvað hafi gerst sem gerðist ekki Um helgina var dómsmáli Trumps í Pennsylvaníu vísað frá þar sem dómarinn taldi lögmenn forsetans aðeins hafa lagt fram „stirð lagarök án staðreynda og ásakanir sem byggjast á tilgátum.“ Niðurstaðan ætti að gera yfirvöldum í Pennsylvaníu kleift að lýsa Biden formlega sigurvegara í ríkinu síðar í dag þótt teymi Trumps hafi sagt að dóminum verði áfrýjað. Christie sagði í viðtali við ABC að framganga lögfræðiteymis forsetan væri bandarísku þjóðinni til skammar. „Ég hef verið stuðningsmaður forsetans. Ég kaus hann tvisvar. En kosningar hafa afleiðingar og við getum ekki haldið áfram að láta eins og eitthvað hafi gerst hérna sem gerðist ekki,“ sagði Christie. Hann beindi gagnrýni sinni sérstaklega að lögfræðingnum Sidney Powell sem á blaðamannafundi á fimmtudag sagði að rafræn kosningakerfi hefðu fært milljónir atkvæða yfir til Bidens. Þá sagði hún einnig að hann hefði unnið þökk sé peningum frá kommúnistum. Líkt og með aðrar fullyrðingar lögfræðiteymis Trumps færði Powell ekki fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Í gær sendi svo framboðsteymi Trumps frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að Powell væri „lögfræðingur á eigin vegum“ og að hún væri ekki hluti af lögfræðiteymi forsetans. Svo virðist því sem henni hafi verið vikið úr teyminu því Trump sjálfur sagði hana hluta af því fyrr í þessum mánuði. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. Trump og lögfræðingar hans hafa varpað fram ásökunum um kosningasvindl í fjölda ríkja án þess að þeim hafi tekist að sanna eitt eða neitt og segir Christie að lögfræðingar forsetans séu þjóð sinni til skammar. Christie sagði í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í gær að kosningar hafi afleiðingar og að menn verði einfaldlega að horfast í augu við staðreyndir, en Joe Biden frambjóðandi Demókrata hafði betur gegn Trump þegar búið var að telja upp úr kjörkössunum. Trump hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna og hafa margir Repúblikanar stutt við þá vegferð hans að höfða dómsmál til þess að fá úrslitum kosninganna snúið við. Þeim Repúblikönum fer þó fjölgandi sem setja spurningamerki við málsóknir forsetans. Ekki hægt að halda áfram og láta eins og eitthvað hafi gerst sem gerðist ekki Um helgina var dómsmáli Trumps í Pennsylvaníu vísað frá þar sem dómarinn taldi lögmenn forsetans aðeins hafa lagt fram „stirð lagarök án staðreynda og ásakanir sem byggjast á tilgátum.“ Niðurstaðan ætti að gera yfirvöldum í Pennsylvaníu kleift að lýsa Biden formlega sigurvegara í ríkinu síðar í dag þótt teymi Trumps hafi sagt að dóminum verði áfrýjað. Christie sagði í viðtali við ABC að framganga lögfræðiteymis forsetan væri bandarísku þjóðinni til skammar. „Ég hef verið stuðningsmaður forsetans. Ég kaus hann tvisvar. En kosningar hafa afleiðingar og við getum ekki haldið áfram að láta eins og eitthvað hafi gerst hérna sem gerðist ekki,“ sagði Christie. Hann beindi gagnrýni sinni sérstaklega að lögfræðingnum Sidney Powell sem á blaðamannafundi á fimmtudag sagði að rafræn kosningakerfi hefðu fært milljónir atkvæða yfir til Bidens. Þá sagði hún einnig að hann hefði unnið þökk sé peningum frá kommúnistum. Líkt og með aðrar fullyrðingar lögfræðiteymis Trumps færði Powell ekki fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Í gær sendi svo framboðsteymi Trumps frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að Powell væri „lögfræðingur á eigin vegum“ og að hún væri ekki hluti af lögfræðiteymi forsetans. Svo virðist því sem henni hafi verið vikið úr teyminu því Trump sjálfur sagði hana hluta af því fyrr í þessum mánuði.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira