Erlent

Einn deyr á hverri mínútu úr Covid-19 í Bandaríkjunum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Tæplega 1,4 milljónir manna hafa dáið síðan veiran lét fyrst á sér kræla.
Tæplega 1,4 milljónir manna hafa dáið síðan veiran lét fyrst á sér kræla. Getty/Go Nakamura

Nú styttist óðum í að kórónuveirutilfelli á heimsvísu nái sextíu milljónum það sem af er faraldrinum ef marka má talningu Johns Hopkins-háskólans í Bandaríkjunum.

Tæplega 1,4 milljónir manna hafa dáið síðan veiran lét fyrst á sér kræla og í Bandaríkjunum deyr nú einn á hverri mínútu að meðaltali úr Covid-19.

Nú smitast að meðaltali 600 þúsund manns á degi hverjum og þar sem aðeins vantar um tvær og hálfa milljón tilfella til að ná sextíu milljónum smita má reikna með því að það gerist í þessari viku.

Aðeins eru tæpar þrjár vikur liðnar frá því tilfellin voru 50 milljónir á heimsvísu og því ljóst að veiran er enn víða í sókn þótt jákvæðar fregnir af þróun bóluefnis hafi vakið mönnum von í brjósti um að brátt takist að vinna bug á faraldrinum.

Tæplega 1,4 milljónir manna hafa dáið síðan veiran lét fyrst á sér kræla og í Bandaríkjunum deyr nú einn á hverri mínútu að meðaltali úr Covid-19.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.