Biden tilkynnir ráðherraefni á þriðjudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 23:30 Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna. Getty/Joe Raedle Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna mun tilkynna fyrstu ráðherrana sem sitja munu í ríkisstjórn hans á þriðjudag. Þá hefur hann hafið undirbúning á lágstemmdri athöfn þegar hann verður settur í embætti vegna kórónuveirufaraldursins. Frá því að Biden var úrskurðaður sigurvegari kosninganna sem fram fóru 3. nóvember síðastliðinn hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti kært niðurstöður kosninganna í fjölda ríkja og hefur hann beitt kjörstjóra ríkja miklum þrýstingi til að reyna að koma í veg fyrir að þeir staðfesti lokafjölda atkvæða samkvæmt frétt Reuters. Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Trumps vegna forsetakosninganna þar í gær. Framboðið fór fram á aðra endurtalningu atkvæða í Georgíu þrátt fyrir að handtalning hafi þegar staðfest að Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hafi farið með sigur af hólmi þar. Hefur valið embættismenn í Hvíta húsið Ron Klain, maðurinn sem Biden hefur valið til að gegna embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins, hvatti Trump stjórnina, og þá sérstaklega alríkisstofnunina General Services Administration, til þess að formlega viðurkenna sigur Biden. Það er nauðsynlegt til þess að ný stjórn fái fjármagn og önnur nauðsynleg tæki til stjórnarskiptanna. Ron Klain, verðandi starfsmannastjóri Hvíta hússins.Getty/Chen Mengtong Biden mun taka við embætti forseta þann 20. janúar næstkomandi. Biden hefur tilkynnt að hann hafi þegar valið sér nokkra til að gegna embættum innan Hvíta hússins og verða nýir ráðherrar tilkynntir á þriðjudag. Klain neitaði í spjallþættinum This Week á sjónvarpsstöðinni ABC að upplýsa hverjir hefðu verið valdir eða hvaða embætti væri búið að velja í. Biden tilkynnti þó á fimmtudag að hann hafi þegar valið sér fjármálaráðherra. Þeir sem hafa verið á lista Bidens fyrir embættið eru Janet Yellen, fyrrverandi seðlabankastjóri, Lael Brainard, stjórnarmaður í stjórn Seðlabankans, Sarah Bloom Raskin, fyrrverandi stjórnarmaður í stjórn Seðlabankans, og Raphael Bostic, Seðlabankastjóri í Atlanta. Þá hafa einhverjir starfsmenn Bidens gefið það til kynna að hann gæti tilkynnt val sitt til utanríkisráðherra í þessari viku og hafa Susan Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðsráðgjafi, og Antony Blinken, sem hefur lengi unnið sem opinber starfsmaður í Bandaríkjunum, verið nefnd sem mögulegir kandídatar. Hefur ekki fengið að funda með yfirmönnum stofnanna Donald Trump hefur verið óviljugur til að viðurkenna sigur Biden og hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að tryggja að stjórnarskipti fari friðsamlega og vel fram. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og hafa gagnrýnendur bent á að það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðaröryggið og baráttuna gegn Covid-19. Klain sagði í viðtalinu við This Week að Biden hafi verið neitað um öryggismálafundi sem hann á að fá aðgang að í ferlinu áður en hann tekur við embætti. Þá hafi hann hvorki fengið að skoða upplýsingar um ráðherraefni í gagnagrunni Alríkislögreglunnar, né að funda með yfirmönnum stofnanna til að kynna fyrir þeim stefnu sína, þar á meðal stefnu hans í úthlutun Covid-19 bóluefnis. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Dómsmáli vísað frá í Pennsylvaníu en Trump vill aðra endurtalningu í Georgíu Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, vegna forsetakosninganna þar í gær. 22. nóvember 2020 08:11 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir að rútu var keyrt á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna mun tilkynna fyrstu ráðherrana sem sitja munu í ríkisstjórn hans á þriðjudag. Þá hefur hann hafið undirbúning á lágstemmdri athöfn þegar hann verður settur í embætti vegna kórónuveirufaraldursins. Frá því að Biden var úrskurðaður sigurvegari kosninganna sem fram fóru 3. nóvember síðastliðinn hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti kært niðurstöður kosninganna í fjölda ríkja og hefur hann beitt kjörstjóra ríkja miklum þrýstingi til að reyna að koma í veg fyrir að þeir staðfesti lokafjölda atkvæða samkvæmt frétt Reuters. Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Trumps vegna forsetakosninganna þar í gær. Framboðið fór fram á aðra endurtalningu atkvæða í Georgíu þrátt fyrir að handtalning hafi þegar staðfest að Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hafi farið með sigur af hólmi þar. Hefur valið embættismenn í Hvíta húsið Ron Klain, maðurinn sem Biden hefur valið til að gegna embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins, hvatti Trump stjórnina, og þá sérstaklega alríkisstofnunina General Services Administration, til þess að formlega viðurkenna sigur Biden. Það er nauðsynlegt til þess að ný stjórn fái fjármagn og önnur nauðsynleg tæki til stjórnarskiptanna. Ron Klain, verðandi starfsmannastjóri Hvíta hússins.Getty/Chen Mengtong Biden mun taka við embætti forseta þann 20. janúar næstkomandi. Biden hefur tilkynnt að hann hafi þegar valið sér nokkra til að gegna embættum innan Hvíta hússins og verða nýir ráðherrar tilkynntir á þriðjudag. Klain neitaði í spjallþættinum This Week á sjónvarpsstöðinni ABC að upplýsa hverjir hefðu verið valdir eða hvaða embætti væri búið að velja í. Biden tilkynnti þó á fimmtudag að hann hafi þegar valið sér fjármálaráðherra. Þeir sem hafa verið á lista Bidens fyrir embættið eru Janet Yellen, fyrrverandi seðlabankastjóri, Lael Brainard, stjórnarmaður í stjórn Seðlabankans, Sarah Bloom Raskin, fyrrverandi stjórnarmaður í stjórn Seðlabankans, og Raphael Bostic, Seðlabankastjóri í Atlanta. Þá hafa einhverjir starfsmenn Bidens gefið það til kynna að hann gæti tilkynnt val sitt til utanríkisráðherra í þessari viku og hafa Susan Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðsráðgjafi, og Antony Blinken, sem hefur lengi unnið sem opinber starfsmaður í Bandaríkjunum, verið nefnd sem mögulegir kandídatar. Hefur ekki fengið að funda með yfirmönnum stofnanna Donald Trump hefur verið óviljugur til að viðurkenna sigur Biden og hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að tryggja að stjórnarskipti fari friðsamlega og vel fram. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og hafa gagnrýnendur bent á að það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðaröryggið og baráttuna gegn Covid-19. Klain sagði í viðtalinu við This Week að Biden hafi verið neitað um öryggismálafundi sem hann á að fá aðgang að í ferlinu áður en hann tekur við embætti. Þá hafi hann hvorki fengið að skoða upplýsingar um ráðherraefni í gagnagrunni Alríkislögreglunnar, né að funda með yfirmönnum stofnanna til að kynna fyrir þeim stefnu sína, þar á meðal stefnu hans í úthlutun Covid-19 bóluefnis.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Dómsmáli vísað frá í Pennsylvaníu en Trump vill aðra endurtalningu í Georgíu Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, vegna forsetakosninganna þar í gær. 22. nóvember 2020 08:11 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir að rútu var keyrt á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00
Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50
Dómsmáli vísað frá í Pennsylvaníu en Trump vill aðra endurtalningu í Georgíu Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, vegna forsetakosninganna þar í gær. 22. nóvember 2020 08:11