Fótbolti

Aron Einar skoraði beint úr aukaspyrnu gegn lærisveinum Xavi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aron í leik með Al-Arabi í Katar.
Aron í leik með Al-Arabi í Katar. Getty/NurPhoto

Íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað í byrjunarliði Al-Arabi þegar liðið tók á móti lærisveinum Xavi í Al-Sadd í katörsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Baghdad Bounedjah og Santi Cazorla sáu til þess að Al-Sadd færi með 0-2 forystu í leikhléið.

Abdelkarim Hassan gerði nánast út um leikinn með marki eftir klukkutíma leik en Aron Einar klóraði í bakkann fyrir sína menn með marki á 74.mínútu.

Rodrigo Tabata gulltryggði svo sigur Al-Sadd á 81.mínútu.

Lokatölur 1-4 fyrir Al-Sadd en lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í Al-Arabi eru með fimm stig eftir fyrstu sex umferðirnar í deildinni.

Mark Arons má sjá hér neðst í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×