Myrti konuna sína og brenndi líkið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2020 22:00 Jonathann Daval ásamt tengdaforeldrum sínum á blaðamannafundi eftir að Alexia Daval fannst myrt. EPA-EFE/BRUNO GRANDJEAN Frakkinn Jonathann Daval hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa myrt eiginkonu sína og brennt lík hennar. Breska ríkisútvarpið segir frá. Líkamsleifar Alexiu Daval fundust í skóglendi nærri bænum Gray í norðausturhluta Frakklands í október 2017. Gerð hafði verið tilraun til að brenna líkið en gríðarlega hátt hitastig þarf til þess og var líkið því aðeins brunnið að hluta þegar það fannst. Eiginmaður hennar, Jonathann Daval, hafði tilkynnt hana týnda, og greindi hann lögreglu frá því við tilkynninguna að hún hafi farið út að skokka en ekki snúið aftur. Hann játaði síðar að hafa barið hana til dauða og að hafa í kjölfarið lagt eld að líkinu. Alexia var 29 ára gömul og vann í banka þegar hún hvarf í október 2017. Lík hennar fannst tveimur dögum eftir tilkynninguna, brunnið að hluta og hafði líkið verið hulið með greinum og öðrum gróðri í skóglendi langt frá þeirri leið sem hún fór iðulega þegar hún fór út að skokka. Parísarbúar skokka til minningar Alexiu Daval.Getty/Michel Stoupak Morðið skók samfélagið í bænum Grey og gengu 10.000 bæjarbúar henni til minningar. Þá skipulögðu konur víða í Frakklandi minningarhlaup fyrir hana. Eftir dauða hennar hafði Jonathann talað á blaðamannafundi ásamt foreldrum hennar þar sem hann biðlaði til almennings að hafa samband við lögreglu hefði það einhverjar upplýsingar um morðið. Aðeins þremur mánuðum síðar tilkynntu saksóknarar að hann hefði játað á sig morðið. Til að byrja með neitaði hann því að hafa reynt að brenna líkið en játaði síðan í fyrra. Hann hefur ítrekað breytt frásögn sinni af atburðarrásinni en fyrr í þessari viku játaði hann fyrir dómi að hafa verið einn að verki. Frakkland Heimilisofbeldi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Frakkinn Jonathann Daval hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa myrt eiginkonu sína og brennt lík hennar. Breska ríkisútvarpið segir frá. Líkamsleifar Alexiu Daval fundust í skóglendi nærri bænum Gray í norðausturhluta Frakklands í október 2017. Gerð hafði verið tilraun til að brenna líkið en gríðarlega hátt hitastig þarf til þess og var líkið því aðeins brunnið að hluta þegar það fannst. Eiginmaður hennar, Jonathann Daval, hafði tilkynnt hana týnda, og greindi hann lögreglu frá því við tilkynninguna að hún hafi farið út að skokka en ekki snúið aftur. Hann játaði síðar að hafa barið hana til dauða og að hafa í kjölfarið lagt eld að líkinu. Alexia var 29 ára gömul og vann í banka þegar hún hvarf í október 2017. Lík hennar fannst tveimur dögum eftir tilkynninguna, brunnið að hluta og hafði líkið verið hulið með greinum og öðrum gróðri í skóglendi langt frá þeirri leið sem hún fór iðulega þegar hún fór út að skokka. Parísarbúar skokka til minningar Alexiu Daval.Getty/Michel Stoupak Morðið skók samfélagið í bænum Grey og gengu 10.000 bæjarbúar henni til minningar. Þá skipulögðu konur víða í Frakklandi minningarhlaup fyrir hana. Eftir dauða hennar hafði Jonathann talað á blaðamannafundi ásamt foreldrum hennar þar sem hann biðlaði til almennings að hafa samband við lögreglu hefði það einhverjar upplýsingar um morðið. Aðeins þremur mánuðum síðar tilkynntu saksóknarar að hann hefði játað á sig morðið. Til að byrja með neitaði hann því að hafa reynt að brenna líkið en játaði síðan í fyrra. Hann hefur ítrekað breytt frásögn sinni af atburðarrásinni en fyrr í þessari viku játaði hann fyrir dómi að hafa verið einn að verki.
Frakkland Heimilisofbeldi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira