Erlent

Um fimm hundruð dráttar­­vélum ekið inn í mið­­borg Kaup­manna­hafnar

Atli Ísleifsson skrifar
Danskir bændur aka um á Fiskitorginu í Kaupmannahöfn fyrr í dag.
Danskir bændur aka um á Fiskitorginu í Kaupmannahöfn fyrr í dag. EPA

Um fimm hundruð dráttarvélum var keyrt inn í miðborg Kaupmannahafnar í morgun þar sem aðgerðum dönsku ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirusmita á minkabúum var mótmælt.

Nú þegar er búið að lóga níu milljónum af um sautján milljónum minkum landsins, en til stendur að lóga þeim öllum. Er það gert til að koma í veg fyrir að kórónuveiran breiðist enn frekar út í landinu, en í haust bárust fréttir af því að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist á fjölda minkabúa í Danmörku og hafði veiran borist í fólk.

Bændurnir á dráttarvélunum fengu lögreglufylgd í dönsku höfuðborginni þar sem stefnan var sett á hafnarsvæðið Langalínu. Bændur mótmæltu sömuleiðis í Árósum.

Hluti dráttarvélanna í Kaupmannahöfn hafði verið ekið um langan spöl og komu nokkrir þeirra yfir brúna á Stóra-Belti milli Sjálands og Fjóns í nótt og í morgun.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.