Telur ferðaþjónustu lykilinn að hraðri viðspyrnu í vor Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2020 13:52 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist líta á ferðaþjónustuna sem lykilinn að hraðra viðspyrnu um allt land þegar glitta fer í eðlilegt líf í kórónuveirufaraldrinum í vor. Í ræðu á haustfundi miðstjórnar flokksins boðaði hann einnig mestu framkvæmdir sem landsmenn hefðu upplifað á næstunni. Góðar fréttir af þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni bárust í vikunni sem er að líða. Sigurður Ingi sló bjartsýnistón í ræðu sinni um þróun faraldursins og efnahagslífi Íslands. „Fréttirnar sem okkur berast þessa dagana af bóluefnum gefur okkur von um að með vorinu sjáum við aftur glitta í eðlilegt líf og það sem er mikilvægast að ferðaþjónustan geti aftur farið í gang og ráðið til sín starfsfólk,“ sagði hann en fundurinn fer fram í fjarfundi. Ferðaþjónustan væri lykillinn að hraðra viðspyrnu um allt land þar sem hún hafi verið mikilvæg viðbót við landbúnað, sjávarútveg og fiskeldi hringinn í kringum landið. Metnaðarfull uppbygging í ferðaþjónustu hafi átt sér stað um allt land. Sér Sigurður Ingi fyrir sér hraðan viðsnúning á næstu mánuðum frá þeirri stöðu sem nú ríkir með tómum hótelum og glötuðum tækifærum þeirra sem störfuðu í ferðaþjónustu. „En, og þetta er mikilvægt en, allir þeir glæstu innviðir sem byggðir hafa verið upp, hvort heldur í samgöngum eða gistingu, öll sú þekking sem ferðaþjónustufólk hefur öðlast og síðast en ekki síst náttúran, landið sjálft, er enn til og bíður þess að ferðalangar leggi leið sína að nýju til okkar. Því hingað mun fólk vilja koma. Þá mun aftur lifna yfir landinu. Og það hratt,“ sagði formaðurinn. Leggja til hækkun á endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu Til þess að styðja framsókn ferðaþjónustunnar lýsti Sigurður Ingi hugmyndum flokks síns um að styrkja kvikmyndagerð á Íslandi enn frekar með því að hækka endurgreiðslur vegna kostnaðar í 35% líkt og gert sé í löndum sem keppa við Ísland um verkefni á því sviði. Vísaði hann til könnunar á ferðavenjum sem sýndi að tæplega 40% ferðamanna sem komu til Íslands hafi tekið ákvörðun um það eftir að hafa séð Ísland í sjónvarpi eða kvikmyndahúsi. Í samgöngumálum fullyrti Sigurður Ingi að aldrei hefði verið fjárfest meir en þessar mundir og næstu ár. „Þar vil ég meina að framundan séu einu mestu umbreytingar sem sést hafa og að landsmenn hafi ekki upplifað annað eins framkvæmdatímabili,“ sagði hann. Uppbygging á vegakerfinu ætti sér ekki aðeins stað á landsbyggðinni heldur hafi einnig tekist að ná sáttum um framtíðarsýn um fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Framsóknarflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Kvikmyndagerð á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist líta á ferðaþjónustuna sem lykilinn að hraðra viðspyrnu um allt land þegar glitta fer í eðlilegt líf í kórónuveirufaraldrinum í vor. Í ræðu á haustfundi miðstjórnar flokksins boðaði hann einnig mestu framkvæmdir sem landsmenn hefðu upplifað á næstunni. Góðar fréttir af þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni bárust í vikunni sem er að líða. Sigurður Ingi sló bjartsýnistón í ræðu sinni um þróun faraldursins og efnahagslífi Íslands. „Fréttirnar sem okkur berast þessa dagana af bóluefnum gefur okkur von um að með vorinu sjáum við aftur glitta í eðlilegt líf og það sem er mikilvægast að ferðaþjónustan geti aftur farið í gang og ráðið til sín starfsfólk,“ sagði hann en fundurinn fer fram í fjarfundi. Ferðaþjónustan væri lykillinn að hraðra viðspyrnu um allt land þar sem hún hafi verið mikilvæg viðbót við landbúnað, sjávarútveg og fiskeldi hringinn í kringum landið. Metnaðarfull uppbygging í ferðaþjónustu hafi átt sér stað um allt land. Sér Sigurður Ingi fyrir sér hraðan viðsnúning á næstu mánuðum frá þeirri stöðu sem nú ríkir með tómum hótelum og glötuðum tækifærum þeirra sem störfuðu í ferðaþjónustu. „En, og þetta er mikilvægt en, allir þeir glæstu innviðir sem byggðir hafa verið upp, hvort heldur í samgöngum eða gistingu, öll sú þekking sem ferðaþjónustufólk hefur öðlast og síðast en ekki síst náttúran, landið sjálft, er enn til og bíður þess að ferðalangar leggi leið sína að nýju til okkar. Því hingað mun fólk vilja koma. Þá mun aftur lifna yfir landinu. Og það hratt,“ sagði formaðurinn. Leggja til hækkun á endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu Til þess að styðja framsókn ferðaþjónustunnar lýsti Sigurður Ingi hugmyndum flokks síns um að styrkja kvikmyndagerð á Íslandi enn frekar með því að hækka endurgreiðslur vegna kostnaðar í 35% líkt og gert sé í löndum sem keppa við Ísland um verkefni á því sviði. Vísaði hann til könnunar á ferðavenjum sem sýndi að tæplega 40% ferðamanna sem komu til Íslands hafi tekið ákvörðun um það eftir að hafa séð Ísland í sjónvarpi eða kvikmyndahúsi. Í samgöngumálum fullyrti Sigurður Ingi að aldrei hefði verið fjárfest meir en þessar mundir og næstu ár. „Þar vil ég meina að framundan séu einu mestu umbreytingar sem sést hafa og að landsmenn hafi ekki upplifað annað eins framkvæmdatímabili,“ sagði hann. Uppbygging á vegakerfinu ætti sér ekki aðeins stað á landsbyggðinni heldur hafi einnig tekist að ná sáttum um framtíðarsýn um fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
Framsóknarflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Kvikmyndagerð á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent