Telur ferðaþjónustu lykilinn að hraðri viðspyrnu í vor Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2020 13:52 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist líta á ferðaþjónustuna sem lykilinn að hraðra viðspyrnu um allt land þegar glitta fer í eðlilegt líf í kórónuveirufaraldrinum í vor. Í ræðu á haustfundi miðstjórnar flokksins boðaði hann einnig mestu framkvæmdir sem landsmenn hefðu upplifað á næstunni. Góðar fréttir af þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni bárust í vikunni sem er að líða. Sigurður Ingi sló bjartsýnistón í ræðu sinni um þróun faraldursins og efnahagslífi Íslands. „Fréttirnar sem okkur berast þessa dagana af bóluefnum gefur okkur von um að með vorinu sjáum við aftur glitta í eðlilegt líf og það sem er mikilvægast að ferðaþjónustan geti aftur farið í gang og ráðið til sín starfsfólk,“ sagði hann en fundurinn fer fram í fjarfundi. Ferðaþjónustan væri lykillinn að hraðra viðspyrnu um allt land þar sem hún hafi verið mikilvæg viðbót við landbúnað, sjávarútveg og fiskeldi hringinn í kringum landið. Metnaðarfull uppbygging í ferðaþjónustu hafi átt sér stað um allt land. Sér Sigurður Ingi fyrir sér hraðan viðsnúning á næstu mánuðum frá þeirri stöðu sem nú ríkir með tómum hótelum og glötuðum tækifærum þeirra sem störfuðu í ferðaþjónustu. „En, og þetta er mikilvægt en, allir þeir glæstu innviðir sem byggðir hafa verið upp, hvort heldur í samgöngum eða gistingu, öll sú þekking sem ferðaþjónustufólk hefur öðlast og síðast en ekki síst náttúran, landið sjálft, er enn til og bíður þess að ferðalangar leggi leið sína að nýju til okkar. Því hingað mun fólk vilja koma. Þá mun aftur lifna yfir landinu. Og það hratt,“ sagði formaðurinn. Leggja til hækkun á endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu Til þess að styðja framsókn ferðaþjónustunnar lýsti Sigurður Ingi hugmyndum flokks síns um að styrkja kvikmyndagerð á Íslandi enn frekar með því að hækka endurgreiðslur vegna kostnaðar í 35% líkt og gert sé í löndum sem keppa við Ísland um verkefni á því sviði. Vísaði hann til könnunar á ferðavenjum sem sýndi að tæplega 40% ferðamanna sem komu til Íslands hafi tekið ákvörðun um það eftir að hafa séð Ísland í sjónvarpi eða kvikmyndahúsi. Í samgöngumálum fullyrti Sigurður Ingi að aldrei hefði verið fjárfest meir en þessar mundir og næstu ár. „Þar vil ég meina að framundan séu einu mestu umbreytingar sem sést hafa og að landsmenn hafi ekki upplifað annað eins framkvæmdatímabili,“ sagði hann. Uppbygging á vegakerfinu ætti sér ekki aðeins stað á landsbyggðinni heldur hafi einnig tekist að ná sáttum um framtíðarsýn um fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Framsóknarflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Kvikmyndagerð á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist líta á ferðaþjónustuna sem lykilinn að hraðra viðspyrnu um allt land þegar glitta fer í eðlilegt líf í kórónuveirufaraldrinum í vor. Í ræðu á haustfundi miðstjórnar flokksins boðaði hann einnig mestu framkvæmdir sem landsmenn hefðu upplifað á næstunni. Góðar fréttir af þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni bárust í vikunni sem er að líða. Sigurður Ingi sló bjartsýnistón í ræðu sinni um þróun faraldursins og efnahagslífi Íslands. „Fréttirnar sem okkur berast þessa dagana af bóluefnum gefur okkur von um að með vorinu sjáum við aftur glitta í eðlilegt líf og það sem er mikilvægast að ferðaþjónustan geti aftur farið í gang og ráðið til sín starfsfólk,“ sagði hann en fundurinn fer fram í fjarfundi. Ferðaþjónustan væri lykillinn að hraðra viðspyrnu um allt land þar sem hún hafi verið mikilvæg viðbót við landbúnað, sjávarútveg og fiskeldi hringinn í kringum landið. Metnaðarfull uppbygging í ferðaþjónustu hafi átt sér stað um allt land. Sér Sigurður Ingi fyrir sér hraðan viðsnúning á næstu mánuðum frá þeirri stöðu sem nú ríkir með tómum hótelum og glötuðum tækifærum þeirra sem störfuðu í ferðaþjónustu. „En, og þetta er mikilvægt en, allir þeir glæstu innviðir sem byggðir hafa verið upp, hvort heldur í samgöngum eða gistingu, öll sú þekking sem ferðaþjónustufólk hefur öðlast og síðast en ekki síst náttúran, landið sjálft, er enn til og bíður þess að ferðalangar leggi leið sína að nýju til okkar. Því hingað mun fólk vilja koma. Þá mun aftur lifna yfir landinu. Og það hratt,“ sagði formaðurinn. Leggja til hækkun á endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu Til þess að styðja framsókn ferðaþjónustunnar lýsti Sigurður Ingi hugmyndum flokks síns um að styrkja kvikmyndagerð á Íslandi enn frekar með því að hækka endurgreiðslur vegna kostnaðar í 35% líkt og gert sé í löndum sem keppa við Ísland um verkefni á því sviði. Vísaði hann til könnunar á ferðavenjum sem sýndi að tæplega 40% ferðamanna sem komu til Íslands hafi tekið ákvörðun um það eftir að hafa séð Ísland í sjónvarpi eða kvikmyndahúsi. Í samgöngumálum fullyrti Sigurður Ingi að aldrei hefði verið fjárfest meir en þessar mundir og næstu ár. „Þar vil ég meina að framundan séu einu mestu umbreytingar sem sést hafa og að landsmenn hafi ekki upplifað annað eins framkvæmdatímabili,“ sagði hann. Uppbygging á vegakerfinu ætti sér ekki aðeins stað á landsbyggðinni heldur hafi einnig tekist að ná sáttum um framtíðarsýn um fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
Framsóknarflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Kvikmyndagerð á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira