Sagði Aubameyang að þakka fyrir að geta sofið í rúmi Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2020 17:01 Pierre-Emerick Aubameyang er klár í slaginn með Arsenal um helgina. Getty/Visionhaus Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að landsliðsferli Pierre-Emerick Aubameyang sé ekki lokið þó að landsliðsþjálfari Gabons hafi gefið það í skyn. Aubameyang er mættur aftur til Lundúna eftir Afríkuför sína í landsleikjahléinu og tilbúinn að mæta Leeds á sunnudaginn. Markahrókurinn birti um síðustu helgi myndir af sér og sofandi liðsfélögum úr landsliði Gabons, á flugvellinum í Gambíu, þar sem þeir biðu þess að fá að komast inn í landið. Það gekk loksins, sex klukkustundum eftir lendingu, en leikurinn fór fram um kvöldið og Gabon tapaði. Aubameyang birti myndir frá flugvellinum í Instastory. Þjálfari Gabons, Patrice Neveu, sagði eftir leik að svona nokkuð yrði til þess að Arsenal myndi ekki leyfa Aubameyang að spila fyrir landsliðið. Leikmenn á hæsta stigi íþróttarinnar ættu ekki að þurfa að sofa á flugvallargólfi. „Stundum gerist eitthvað óvænt“ Aðspurður hvort Neveu hefði rétt fyrir sér, um að Arsenal myndi meina Aubameyang að spila fyrir landsliðið sitt, svaraði Arteta: „Nei. Auðvitað var það áfall að sjá heilan leikmannahóp við svona svefnaðstæður. En ég trúi því staðfastlega að menn séu alltaf að reyna sitt besta og að landslið Gabons hafi reynt að skipuleggja hlutina með sem bestum hætti. Stundum gerist eitthvað óvænt og þetta var ákveðin reynsla.“ „Ég sagði við Auba: „Nýttu þessa reynslu. Ég er viss um að þú hefur ekki sofið á gólfinu í mörg ár, svo nýttu þetta til að sjá það næst þegar þú leggst upp í rúm hvað það er þægilegt og gott og hve heppinn þú ert“,“ hefur enska blaðið Metro eftir Arteta. „Það er ekki hægt að breyta þessu eða spóla til baka svo það þarf að horfa fram á við. Ég vona að þetta gerist ekki aftur og að leikmenn okkar fái þá hvíld sem þeir þurfa,“ sagði Arteta. Enski boltinn Tengdar fréttir Arteta gerði eins og Wenger og sagðist ekki hafa séð slagsmálin Mikel Arteta greip til gamals bragðs úr smiðju Arsenes Wenger er hann var spurður um slagsmál á æfingu Arsenal. 20. nóvember 2020 14:30 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að landsliðsferli Pierre-Emerick Aubameyang sé ekki lokið þó að landsliðsþjálfari Gabons hafi gefið það í skyn. Aubameyang er mættur aftur til Lundúna eftir Afríkuför sína í landsleikjahléinu og tilbúinn að mæta Leeds á sunnudaginn. Markahrókurinn birti um síðustu helgi myndir af sér og sofandi liðsfélögum úr landsliði Gabons, á flugvellinum í Gambíu, þar sem þeir biðu þess að fá að komast inn í landið. Það gekk loksins, sex klukkustundum eftir lendingu, en leikurinn fór fram um kvöldið og Gabon tapaði. Aubameyang birti myndir frá flugvellinum í Instastory. Þjálfari Gabons, Patrice Neveu, sagði eftir leik að svona nokkuð yrði til þess að Arsenal myndi ekki leyfa Aubameyang að spila fyrir landsliðið. Leikmenn á hæsta stigi íþróttarinnar ættu ekki að þurfa að sofa á flugvallargólfi. „Stundum gerist eitthvað óvænt“ Aðspurður hvort Neveu hefði rétt fyrir sér, um að Arsenal myndi meina Aubameyang að spila fyrir landsliðið sitt, svaraði Arteta: „Nei. Auðvitað var það áfall að sjá heilan leikmannahóp við svona svefnaðstæður. En ég trúi því staðfastlega að menn séu alltaf að reyna sitt besta og að landslið Gabons hafi reynt að skipuleggja hlutina með sem bestum hætti. Stundum gerist eitthvað óvænt og þetta var ákveðin reynsla.“ „Ég sagði við Auba: „Nýttu þessa reynslu. Ég er viss um að þú hefur ekki sofið á gólfinu í mörg ár, svo nýttu þetta til að sjá það næst þegar þú leggst upp í rúm hvað það er þægilegt og gott og hve heppinn þú ert“,“ hefur enska blaðið Metro eftir Arteta. „Það er ekki hægt að breyta þessu eða spóla til baka svo það þarf að horfa fram á við. Ég vona að þetta gerist ekki aftur og að leikmenn okkar fái þá hvíld sem þeir þurfa,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Tengdar fréttir Arteta gerði eins og Wenger og sagðist ekki hafa séð slagsmálin Mikel Arteta greip til gamals bragðs úr smiðju Arsenes Wenger er hann var spurður um slagsmál á æfingu Arsenal. 20. nóvember 2020 14:30 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Arteta gerði eins og Wenger og sagðist ekki hafa séð slagsmálin Mikel Arteta greip til gamals bragðs úr smiðju Arsenes Wenger er hann var spurður um slagsmál á æfingu Arsenal. 20. nóvember 2020 14:30