Cal­vert-Lewin fun­heitur og E­ver­ton aftur á sigur­braut

Anton Ingi Leifsson skrifar
Calvert-Lewin fagnar síðari marki sínu í dag en hann er kominn með tíu mörk í ensku úrvalsdeildinni.
Calvert-Lewin fagnar síðari marki sínu í dag en hann er kominn með tíu mörk í ensku úrvalsdeildinni. John Sibley/Getty

Everton hafði betur gegn Fulham í fimm marka leik er liðin mættust á Cravan Cottage í dag. Lokatölur urðu 3-2 í fjörugum leik en Everton hafði tapað þremur leikjum í röð.

Það voru liðnar 40 sekúndur er Dominic Calvert-Lewin kom Everton yfir en Bobby Reid jafnaði metin eftir stundarfjórðung.

Enski landsliðsframherjinn, Calvert-Lewin, var ekki hættur því hann skoraði annað mark Everton á 29. mínútu og Abdoulaye Doucoure kom Everton í 3-1 með flottu marki á 35. mínútu. 3-1 í leikhléi.

Fulham fékk vítaspyrnu á 68. mínútu sem Ivan Cavaleiro brenndi af en þeir minnkuðu muninn í 3-2 með marki Ruben Loftus-Cheek á 70. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 3-2.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði síðasta stundarfjórðunginn fyrir Everton sem í 6. sætinu með sextán stig. Fulham er í sautjánda sætinu með fjögur.

Bein lýsing

Leikirnir




    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.