Vandræði Börsunga halda áfram eftir hræðileg mistök ter Stegen

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Vandræði
Vandræði vísir/Getty

Barcelona hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu átta leikjum sínum í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en í kvöld tapaði liðið fyrir Atletico Madrid, 1-0.

Eina mark leiksins var skorað eftir afleitt úthlaup Marc-Andre ter Stegen í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Yannick Carrasco nýtti sér það og skoraði í autt markið.

Börsungar voru hugmyndasnauðir og náðu ekki að skora í síðari hálfleiknum.

Ljóst að farið er að hitna undir Ronald Koeman í stjórastólnum en hann tók við liðinu síðasta sumar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira