Rússar vilja geta lokað á bandaríska samfélagsmiðla Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2020 10:35 RT er á meðal fjölmiðla sem Twitter merkir sem ríkisfjölmiðil. RT er fjármagnað af rússneska ríkinu og sendir út fréttir og umræðuþætti um heimsmál út frá rússnesku sjónarhorni. Gagnrýnendur stöðvarinnar halda því fram að hún sé lítið annað en áróðurstæki fyrir rússnesk stjórnvöld. Vísir/Getty Frumvarp var lagt fyrir rússneska þingið í dag sem gerði þarlendum stjórnvöldum kleift að takmarka aðgang að bandarískum samfélagsmiðlum væru þeir taldir mismuna rússneskum fjölmiðlum. Þingmenn stjórnarflokks Vladímírs Pútín forseta leggja frumvarpið fram vegna óánægju með hvernig miðlarnir hafa tekið á rússneskum ríkisfjölmiðlum. Twitter greip til þess ráðs fyrr á þessu ári að merkja sérstaklega aðganga ríkisfjölmiðla, þar á meðal nokkurra rússneskra fjölmiðla eins og RT, RIA Novosti og Crimea 24. Rússnesk stjórnvöld mótmæltu því á sínum tíma. Í greinargerð með frumvarpinu segir að það liggi á að samþykkja það vegna „fjölda tilfella órökstuddra takmarkana á aðgang rússneskra borgara að upplýsingum í rússneskum fjölmiðlum af hálfu ákveðinna netfyrirtækja“, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútín, segir leiðir til þess að glíma við vandamálið nauðsynlegar. „Það er sannarlega mismunun gegn rússneskum viðskiptavinum þessarar þjónustu í gangi,“ fullyrti hann. Verði frumvarpið að lögum gætu ríkissaksóknari og utanríkisráðuneyti Rússlands skilgreint hvaða netfyrirtæki takmarka aðgang að „samfélagslega mikilvægum upplýsingum á grundvelli þjóðernis, tungumáls eða í tengslum við refsiaðgerðir gegn Rússlandi eða borgurum þess“. Rússland Twitter Samfélagsmiðlar Tækni Fjölmiðlar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Sjá meira
Frumvarp var lagt fyrir rússneska þingið í dag sem gerði þarlendum stjórnvöldum kleift að takmarka aðgang að bandarískum samfélagsmiðlum væru þeir taldir mismuna rússneskum fjölmiðlum. Þingmenn stjórnarflokks Vladímírs Pútín forseta leggja frumvarpið fram vegna óánægju með hvernig miðlarnir hafa tekið á rússneskum ríkisfjölmiðlum. Twitter greip til þess ráðs fyrr á þessu ári að merkja sérstaklega aðganga ríkisfjölmiðla, þar á meðal nokkurra rússneskra fjölmiðla eins og RT, RIA Novosti og Crimea 24. Rússnesk stjórnvöld mótmæltu því á sínum tíma. Í greinargerð með frumvarpinu segir að það liggi á að samþykkja það vegna „fjölda tilfella órökstuddra takmarkana á aðgang rússneskra borgara að upplýsingum í rússneskum fjölmiðlum af hálfu ákveðinna netfyrirtækja“, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútín, segir leiðir til þess að glíma við vandamálið nauðsynlegar. „Það er sannarlega mismunun gegn rússneskum viðskiptavinum þessarar þjónustu í gangi,“ fullyrti hann. Verði frumvarpið að lögum gætu ríkissaksóknari og utanríkisráðuneyti Rússlands skilgreint hvaða netfyrirtæki takmarka aðgang að „samfélagslega mikilvægum upplýsingum á grundvelli þjóðernis, tungumáls eða í tengslum við refsiaðgerðir gegn Rússlandi eða borgurum þess“.
Rússland Twitter Samfélagsmiðlar Tækni Fjölmiðlar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Sjá meira