Fótbolti

Sjáðu mörkin, víta­­­­­spyrnu­­­keppnina og at­vikið um­deilda er Valur féll úr leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sandra ver eina vítaspyrnuna.
Sandra ver eina vítaspyrnuna. vísir/vilhelm

Valur er úr leik í Meistaradeild kvenna eftir að hafa tapað gegn skoska liðinu Glasgow City í vítaspyrnukeppni í dag.

Liðin mættust á Origovellinum í 2. umferð Meistaradeildarinnar en sigurliðið færi áfram í 32-liða úrslitin.

Skotarnir komust yfir með marki eftir darraðadans í fyrri hálfleik og þannig stóðu leikar allt þangað til á 79. mínútu er Mist Edvardsdóttir skoraði eftir hornspyrnu.

Framlengja þurfti leikinn en á 117. mínútu vildu Valsstúlkur fá vítaspyrnu og höfðu töluvert til síns máls. Ekkert var þó dæmt og 1-1 eftir framlenginguna.

Úrslitin réðust því í vítaspyrnukeppni þar sem Skotarnir höfðu betur þrátt fyrir nokkrar frábærar markvörslur Söndru Sigurðardóttur.

Allt það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan.

Klippa: Valur - Glasgow 0-1
Klippa: Valur - Glasgow 1-1
Klippa: Vítið sem Valur vildi fá
Klippa: Vítaspyrnukeppi Vals og Glasgow

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.