Leystu upp mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Berlín Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2020 16:26 Þýskir lögreglumenn ýtta mótmælendum til baka við Brandenborgarhliðið í Berlín í dag. Kallaður var til liðsauki lögreglumanna frá öðrum landshlutum til að takast á við mótmælin gegn sóttvarnaaðgerðum. AP/Fabian Sommer/DPA Lögreglumenn í óeirðarbúningum beittu háþrýstisdælum til þess að dreifa mótmælendum gegn sóttvarnaaðgerðum í Berlín í dag. Mótmælendurnir hunsuðu fyrirmæli um að þeir notuðu grímur og pössuðu upp á fjarlægðarmörk sín á milli. AP-fréttastofna segir að lögreglumenn hafi forðast að úða vatni á beint á mannfjöldann vegna þess að börn voru á meðal mótmælendanna. Sumir mótmælendur opnuðu regnhlífar og reyndu að halda kyrru fyrir þar til þeir gáfust upp. Einhverjir mótmælendanna köstuðu flugeldum, blysum og örðum hlutum að lögreglumönnum. Fleiri en hundrað manns voru handteknir og mun fleiri teknir höndum tímabundið. Níu lögreglumenn særðust, að sögn Thilo Cabiltz, talsmanns lögreglunnar í Berlín. Sóttvarnaaðgerðir gegn kórónuveirufaraldrinum njóta almenns stuðnings í Þýskalandi en hávær minnihluti hefur staðið fyrir reglulegum mótmælafundum um allt landið. Þeir halda því fram að aðgerðirnar stangist á við stjórnarskrá. Sumir hafa gengið svo langt að líkja sóttvarnaaðgerðum við nasisma. Þýska þingið samþykkti í vikunni frumvarp sem skýtur frekari lagastoð undir aðgerðir ríkisstjórnarinnar, þar á meðal reglur um félagsforðun, grímuskyldu á opinberum stöðum og lokun verslana og samkomustaða til að hefta útbreiðslu veirunnar. Búist er við því að forseti staðfesti lögin í dag. Um 833.000 manns hafa smitast af veirunni í Þýskalandi og fleiri en 13.000 hafa látið lífið. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira
Lögreglumenn í óeirðarbúningum beittu háþrýstisdælum til þess að dreifa mótmælendum gegn sóttvarnaaðgerðum í Berlín í dag. Mótmælendurnir hunsuðu fyrirmæli um að þeir notuðu grímur og pössuðu upp á fjarlægðarmörk sín á milli. AP-fréttastofna segir að lögreglumenn hafi forðast að úða vatni á beint á mannfjöldann vegna þess að börn voru á meðal mótmælendanna. Sumir mótmælendur opnuðu regnhlífar og reyndu að halda kyrru fyrir þar til þeir gáfust upp. Einhverjir mótmælendanna köstuðu flugeldum, blysum og örðum hlutum að lögreglumönnum. Fleiri en hundrað manns voru handteknir og mun fleiri teknir höndum tímabundið. Níu lögreglumenn særðust, að sögn Thilo Cabiltz, talsmanns lögreglunnar í Berlín. Sóttvarnaaðgerðir gegn kórónuveirufaraldrinum njóta almenns stuðnings í Þýskalandi en hávær minnihluti hefur staðið fyrir reglulegum mótmælafundum um allt landið. Þeir halda því fram að aðgerðirnar stangist á við stjórnarskrá. Sumir hafa gengið svo langt að líkja sóttvarnaaðgerðum við nasisma. Þýska þingið samþykkti í vikunni frumvarp sem skýtur frekari lagastoð undir aðgerðir ríkisstjórnarinnar, þar á meðal reglur um félagsforðun, grímuskyldu á opinberum stöðum og lokun verslana og samkomustaða til að hefta útbreiðslu veirunnar. Búist er við því að forseti staðfesti lögin í dag. Um 833.000 manns hafa smitast af veirunni í Þýskalandi og fleiri en 13.000 hafa látið lífið.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira