Hamrén segir aldur íslenska liðsins ekki vandamál, heldur meiðslin og leikæfinguna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2020 11:31 Erik Hamrén stýrir íslenska landsliðinu í síðasta sinn gegn Englandi í kvöld. vísir/Hulda Margrét Erik Hamrén segir að íslenska karlalandsliðið í fótbolta sé ekki of gamalt og eigi nóg inni, að því gefnu að lykilmenn sleppi við meiðsli. Nokkuð hefur verið rætt um háan aldur íslenska liðsins. Í leiknum gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á EM á fimmtudaginn voru t.a.m. aðeins tveir leikmenn af ellefu í byrjunarliði Íslands undir þrítugu. Hamrén lætur af störfum sem þjálfari íslenska landsliðsins eftir leikinn gegn Englandi á Wembley í kvöld. Hann ber leikmönnum íslenska liðsins afar vel söguna og segist hafa notið þess að vinna með þeim. „Leikmennirnir eru frábærir. Það hefur verið talað um að liðið sé of gamalt. Nei, ekki að mínu mati. Vandamálið er ekki aldurinn heldur of mörg meiðsli og of lítil leikæfing. Þessir leikmenn eru í kringum þrítugt og geta spilað í mörg ár í viðbót ef þeir sleppa við meiðsli,“ sagði Hamrén í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Ég hef kynnst leikmönnunum sem manneskjum og þeir eru líka frábærar manneskjur. Samhugurinn og viðhorfið sem þeir sýna er magnað.“ Hamrén segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta sem landsliðsþjálfari en það væri rétt ákvörðun, bæði fyrir hann og Ísland. Hamrén talaði afar vel um starfsfólk landsliðsins og Knattspyrnusambands Íslands í viðtalinu. „Ég hef notið þess til hins ítrasta að vinna með þessu teymi. Þetta er frábært fólk. Þetta er lítið land og það er ekki jafn margir sem vinna hjá Knattspyrnusambandinu miðað við aðrar þjóðir. En þau eru frábær og vinna þrjú til fjögur störf,“ sagði Hamrén. „Að hafa tekið þátt í svona mörgum stórum leikjum eins og stórþjóð. Ég er mjög hrifinn af því hvernig Ísland, þetta litla land, hefur búið til góða leikmenn. Þið hafið komist á EM og HM.“ Hamrén tók við íslenska landsliðinu haustið 2018 af Heimi Hallgrímssyni. Hann var þjálfaði áður sænska landsliðið og kom því á tvö Evrópumót. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Viðtal við Erik Hamrén Þjóðadeild UEFA Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Erik Hamrén segir að íslenska karlalandsliðið í fótbolta sé ekki of gamalt og eigi nóg inni, að því gefnu að lykilmenn sleppi við meiðsli. Nokkuð hefur verið rætt um háan aldur íslenska liðsins. Í leiknum gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á EM á fimmtudaginn voru t.a.m. aðeins tveir leikmenn af ellefu í byrjunarliði Íslands undir þrítugu. Hamrén lætur af störfum sem þjálfari íslenska landsliðsins eftir leikinn gegn Englandi á Wembley í kvöld. Hann ber leikmönnum íslenska liðsins afar vel söguna og segist hafa notið þess að vinna með þeim. „Leikmennirnir eru frábærir. Það hefur verið talað um að liðið sé of gamalt. Nei, ekki að mínu mati. Vandamálið er ekki aldurinn heldur of mörg meiðsli og of lítil leikæfing. Þessir leikmenn eru í kringum þrítugt og geta spilað í mörg ár í viðbót ef þeir sleppa við meiðsli,“ sagði Hamrén í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Ég hef kynnst leikmönnunum sem manneskjum og þeir eru líka frábærar manneskjur. Samhugurinn og viðhorfið sem þeir sýna er magnað.“ Hamrén segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta sem landsliðsþjálfari en það væri rétt ákvörðun, bæði fyrir hann og Ísland. Hamrén talaði afar vel um starfsfólk landsliðsins og Knattspyrnusambands Íslands í viðtalinu. „Ég hef notið þess til hins ítrasta að vinna með þessu teymi. Þetta er frábært fólk. Þetta er lítið land og það er ekki jafn margir sem vinna hjá Knattspyrnusambandinu miðað við aðrar þjóðir. En þau eru frábær og vinna þrjú til fjögur störf,“ sagði Hamrén. „Að hafa tekið þátt í svona mörgum stórum leikjum eins og stórþjóð. Ég er mjög hrifinn af því hvernig Ísland, þetta litla land, hefur búið til góða leikmenn. Þið hafið komist á EM og HM.“ Hamrén tók við íslenska landsliðinu haustið 2018 af Heimi Hallgrímssyni. Hann var þjálfaði áður sænska landsliðið og kom því á tvö Evrópumót. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Viðtal við Erik Hamrén
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti