Ísland mun eiga stað i hjarta Hamrén sem tók ákvörðunina um að hætta fyrir þónokkru síðan Anton Ingi Leifsson skrifar 17. nóvember 2020 22:30 Erik Harmén sat fyrir svörum á Wembley í dag. stöð 2 sport Erik Hamrén, sem stýrir sínum síðasta leik með íslenska landsliðið annað kvöld, mun bera góðar tilfinningar til Íslands og þakkar starfsfólkinu og leikmönnunum fyrir samvinnuna. Hamrén sat fyrir svörum á Wembley og spjallaði þar við Henry Birgi Gunnarsson. Hann var fyrst spurður hvernig honum liði fyrir lokastundina sem verður á einum sögufrægasta velli heims, Wembley, annað kvöld. „Mér líður vel. Það eru miklar tilfinningar vitandi að ég er að hætta en ég hef notið þess að vinna með þessu teymi. Leikmennirnir eru frábærir einstaklingar og stundum eru tilfinningarnar miklar. Þetta er lífið og ég er þakklátur fyrir þessi tvö ár. Ég hef lært mikið,“ sagði Erik og hélt áfram: „Ég hef lært mikið um íslenskt fólk, leikmennina, KSÍ og allt það frábæra starfsfólk hjá sambandinu. Þetta hefur verið mjög áhugavert og ég mun alltaf vera með eitthvað í hjartanu í minningunni um Ísland. Það er klárt því þetta er frábært land með frábært fólk. Lífið heldur áfram hjá mér og öllum öðrum.“ Hann segir að hann hafi ekki tekið ákvörðunina í flýti eftir leikinn gegn Ungverjalandi þar sem Ísland mistókst að tryggja sér sæti á EM. „Ég hef verið að hugsa um þetta lengi. Markmiðið var að fara með Ísland á EM og ég hafði trú á því þegar ég tók við starfinu. Ég hef verið þar tvisvar með Svíþjóð og að eiga möguleika á að fara þangað með Íslandi hefði verið frábært. Svo hætta eftir það og láta einhvern annan taka við.“ „Ég hafði hugsað um þetta og við vorum fimm mínútum frá EM. Ég hef hugsað um hvað myndi gerast ef okkur tækist ekki að komast á EM. Þetta var spurning sem ég hafði hugsað í langan tíma. Ég tók ákvörðunina fyrir einhverju síðan og hefði sagt þetta sama ef við hefðum tapað undanúrslitaleiknum gegn Rúmeníu [í síðasta mánuði]. Ég veit ekki hvenær ég tók ákvörðunina en það var fyrir löngu síðan,“ sagði Hamrén. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19.45 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19.00. Klippa: Erik Hamrén í viðtali Þjóðadeild UEFA KSÍ Íslandsvinir Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjá meira
Erik Hamrén, sem stýrir sínum síðasta leik með íslenska landsliðið annað kvöld, mun bera góðar tilfinningar til Íslands og þakkar starfsfólkinu og leikmönnunum fyrir samvinnuna. Hamrén sat fyrir svörum á Wembley og spjallaði þar við Henry Birgi Gunnarsson. Hann var fyrst spurður hvernig honum liði fyrir lokastundina sem verður á einum sögufrægasta velli heims, Wembley, annað kvöld. „Mér líður vel. Það eru miklar tilfinningar vitandi að ég er að hætta en ég hef notið þess að vinna með þessu teymi. Leikmennirnir eru frábærir einstaklingar og stundum eru tilfinningarnar miklar. Þetta er lífið og ég er þakklátur fyrir þessi tvö ár. Ég hef lært mikið,“ sagði Erik og hélt áfram: „Ég hef lært mikið um íslenskt fólk, leikmennina, KSÍ og allt það frábæra starfsfólk hjá sambandinu. Þetta hefur verið mjög áhugavert og ég mun alltaf vera með eitthvað í hjartanu í minningunni um Ísland. Það er klárt því þetta er frábært land með frábært fólk. Lífið heldur áfram hjá mér og öllum öðrum.“ Hann segir að hann hafi ekki tekið ákvörðunina í flýti eftir leikinn gegn Ungverjalandi þar sem Ísland mistókst að tryggja sér sæti á EM. „Ég hef verið að hugsa um þetta lengi. Markmiðið var að fara með Ísland á EM og ég hafði trú á því þegar ég tók við starfinu. Ég hef verið þar tvisvar með Svíþjóð og að eiga möguleika á að fara þangað með Íslandi hefði verið frábært. Svo hætta eftir það og láta einhvern annan taka við.“ „Ég hafði hugsað um þetta og við vorum fimm mínútum frá EM. Ég hef hugsað um hvað myndi gerast ef okkur tækist ekki að komast á EM. Þetta var spurning sem ég hafði hugsað í langan tíma. Ég tók ákvörðunina fyrir einhverju síðan og hefði sagt þetta sama ef við hefðum tapað undanúrslitaleiknum gegn Rúmeníu [í síðasta mánuði]. Ég veit ekki hvenær ég tók ákvörðunina en það var fyrir löngu síðan,“ sagði Hamrén. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19.45 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19.00. Klippa: Erik Hamrén í viðtali
Þjóðadeild UEFA KSÍ Íslandsvinir Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjá meira