Erlent

Fara í skimun til að geta djammað um helgina

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Skimað í Los Angeles.
Skimað í Los Angeles. epa/Kyle Grillot

Það er ekki góð hugmynd að fara í Covid-19 skimun á fimmtudegi og halda að það sé í lagi að djamma um helgina ef niðurstaðan er neikvæð. Þetta segir Barbara Ferrer, yfirlæknir Los Angeles-sýslu.

Nokkuð ber á því að fólk, sérstaklega ungt fólk, sækist eftir að komast í skimun fyrir helgi og haldi svo að það sé í lagi að hitta hópa; fjölskydu og vini, um helgina án þess að bera grímu.

„Niðurstöðurnar sem þú fékkst á laugardagsmorgni eru frá fimmtudeginum þegar þú fórst í skimun og þær segja: Á fimmtudag varstu neikvæður,“ segir Ferrer. „Þær segja ekkert um það hvort þú ert ennþá neikvæður á laugardeginum.“

Ferrer varaði fólk við því að finna til falskrar öryggiskenndar á grundvelli neikvæðra niðurstaða Covid-19 skimunar. Fyrrnefnd hegðun væri hættuleg og gæti leitt til frekari útbreiðslu hins banvæna sjúkdóms.

Að minnsta kosti 7.629 hafa látið lífið úr Covid-19 í Los Angeles-sýslu og greindum fjölgar sífellt, sérstaklega meðal ungs fólks.

Washington Post sagði frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×