Erlent

Jóta skellur á Níkaragva

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Íbúar Níkaragva eru enn að jafna sig eftir Eta þegar enn öflugri fellibylur skellur á ströndum landsins. 
Íbúar Níkaragva eru enn að jafna sig eftir Eta þegar enn öflugri fellibylur skellur á ströndum landsins.  Maynor Valenzuela/Getty Images

Fellibylurinn Jóta skall á ströndum Níkaragva í gærkvöldi, aðeins tveimur vikum eftir að annar öflugur fellibylur, Eta, gekk þar á land. Jóta hafði náð fimmta stigi á fellibyljakvarðanum og mældist vindhraðinn þá 260 kílómetrar á klukkustund en fór niður á fjórða stig þegar hann náði ströndum landsins.

Óttast er að eyðilegging af hans völdum verði mikil í landinu en óveðrinu fylgja flóð og gríðarlegar rigningar. Jóta er kröftugasti fellibylurinn á Atlantshafi það sem af er þessu ári og er þetta aðeins í annað sinn sem svo öflugur fellibylur kemur svo seint á árinu, síðast gerðist það árið 1932.

Fellbyljatímabilið á þessu ári hefur slegið öll met og er þetta aðeins í annað sinn í sögunni sem veðurfræðingar hafa þurft að grípa til gríska stafrófsins til að nefna fellibylina, en það er gert þegar latneska stafrófið klárast. Fólk hefur þurft að flýja heimili sín vegna Jóta í Hondúras, Gvatemala og Níkaragúa.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.