Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar Kristján Már Unnarsson skrifar 16. nóvember 2020 22:06 Systurnar í Svartárkoti í Suður-Þingeyjarsýslu, Sigurlína og Guðrún Tryggvadætur. Arnar Halldórsson Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fyrsta konan sem gegndi formennsku í Bændasamtökum Íslands, Guðrún Tryggvadóttir, og einn fræknasti körfuboltakappi landsins, Tryggvi Snær Hlinason, eru mæðgin og eiga það sammerkt að hafa vaxið úr grasi í Svartárkoti. Jörðin var við það að leggjast í eyði fyrir fimmtán árum þegar systurnar Sigurlína og Guðrún ákváðu með eiginmönnum sínum að taka við búskapnum af foreldrum sínum - en ekki bara til að rækta sauðfé. Svartárkot liggur í 400 metra hæð yfir sjávarmáli og er í jaðri Ódáðahrauns, sem sést í baksýn. Fjær eru Dyngjufjöll og Askja.Arnar Halldórsson „Við erum svona á mörkunum á byggð og óbyggð. Sumir segja að við séum handan við hinn byggilega heim,“ segir Guðrún og hlær. Sú sérstaða nýtist þeim núna til að taka á móti alþjóða háskólahópum sem vilja stúdera mannlíf á jaðrinum. En hvað finnst þeim um að hálendið verði allt gert að þjóðgarði? „Bullandi tækifæri,“ svarar Guðrún. Systurnar setja þó þá fyrirvara að áfram verði leyft að nýta hálendið og græða það upp og að ekki verði lokað og læst. „Það hefur stundum verið svolítil lenska að loka leiðum. Við erum ekki á því. Við erum meira svona.. - við viljum hafa þessar leiðir opnar,“ segir Sigurlína. „Laga en ekki loka,“ skýtur Guðrún inn í. „Laga en ekki loka. Þannig að fólk fái aðgengi að hálendinu. Ekki bara þeir sem geta gengið vegna þess að það eru fleiri,“ segir Sigurlína. Svartárkot hefur undanfarin ár verið vettvangur námskeiðahalds fyrir erlenda sem innlenda háskólahópa.Arnar Halldórsson Systurnar vilja raunar stórbæta vegina. „Ég meina, - einhverjir malbikaðir vegir yfir hálendið myndu bara stytta leiðirnar á milli,“ segir Guðrún. Fjallað var um lífið í Svartárkoti og ævintýralegan frama sveitastráksins í atvinnumennsku á Spáni í þættinum Um land allt í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þingeyjarsveit Umhverfismál Þjóðgarðar Landbúnaður Samgöngur Vatnajökulsþjóðgarður Skógrækt og landgræðsla Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Hyggst nýta tímann til að sætta sjónarmið vegna hálendisþjóðgarðs Stefnt er að því að frumvarp um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu verði lagt fram á Alþingi í haust. Umhverfisráðherra segist ætla að nýta tímann þangað til til að sætta sjónarmið. 6. maí 2020 12:15 Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal. 15. nóvember 2020 08:14 Þingeysk ungmenni græða upp landið með gömlum heyrúllum Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey. 30. júlí 2020 22:28 Núna má rífast um hvort virkja eigi á þessum stað Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar. 11. ágúst 2020 21:57 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fyrsta konan sem gegndi formennsku í Bændasamtökum Íslands, Guðrún Tryggvadóttir, og einn fræknasti körfuboltakappi landsins, Tryggvi Snær Hlinason, eru mæðgin og eiga það sammerkt að hafa vaxið úr grasi í Svartárkoti. Jörðin var við það að leggjast í eyði fyrir fimmtán árum þegar systurnar Sigurlína og Guðrún ákváðu með eiginmönnum sínum að taka við búskapnum af foreldrum sínum - en ekki bara til að rækta sauðfé. Svartárkot liggur í 400 metra hæð yfir sjávarmáli og er í jaðri Ódáðahrauns, sem sést í baksýn. Fjær eru Dyngjufjöll og Askja.Arnar Halldórsson „Við erum svona á mörkunum á byggð og óbyggð. Sumir segja að við séum handan við hinn byggilega heim,“ segir Guðrún og hlær. Sú sérstaða nýtist þeim núna til að taka á móti alþjóða háskólahópum sem vilja stúdera mannlíf á jaðrinum. En hvað finnst þeim um að hálendið verði allt gert að þjóðgarði? „Bullandi tækifæri,“ svarar Guðrún. Systurnar setja þó þá fyrirvara að áfram verði leyft að nýta hálendið og græða það upp og að ekki verði lokað og læst. „Það hefur stundum verið svolítil lenska að loka leiðum. Við erum ekki á því. Við erum meira svona.. - við viljum hafa þessar leiðir opnar,“ segir Sigurlína. „Laga en ekki loka,“ skýtur Guðrún inn í. „Laga en ekki loka. Þannig að fólk fái aðgengi að hálendinu. Ekki bara þeir sem geta gengið vegna þess að það eru fleiri,“ segir Sigurlína. Svartárkot hefur undanfarin ár verið vettvangur námskeiðahalds fyrir erlenda sem innlenda háskólahópa.Arnar Halldórsson Systurnar vilja raunar stórbæta vegina. „Ég meina, - einhverjir malbikaðir vegir yfir hálendið myndu bara stytta leiðirnar á milli,“ segir Guðrún. Fjallað var um lífið í Svartárkoti og ævintýralegan frama sveitastráksins í atvinnumennsku á Spáni í þættinum Um land allt í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Þingeyjarsveit Umhverfismál Þjóðgarðar Landbúnaður Samgöngur Vatnajökulsþjóðgarður Skógrækt og landgræðsla Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Hyggst nýta tímann til að sætta sjónarmið vegna hálendisþjóðgarðs Stefnt er að því að frumvarp um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu verði lagt fram á Alþingi í haust. Umhverfisráðherra segist ætla að nýta tímann þangað til til að sætta sjónarmið. 6. maí 2020 12:15 Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal. 15. nóvember 2020 08:14 Þingeysk ungmenni græða upp landið með gömlum heyrúllum Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey. 30. júlí 2020 22:28 Núna má rífast um hvort virkja eigi á þessum stað Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar. 11. ágúst 2020 21:57 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Hyggst nýta tímann til að sætta sjónarmið vegna hálendisþjóðgarðs Stefnt er að því að frumvarp um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu verði lagt fram á Alþingi í haust. Umhverfisráðherra segist ætla að nýta tímann þangað til til að sætta sjónarmið. 6. maí 2020 12:15
Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal. 15. nóvember 2020 08:14
Þingeysk ungmenni græða upp landið með gömlum heyrúllum Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey. 30. júlí 2020 22:28
Núna má rífast um hvort virkja eigi á þessum stað Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar. 11. ágúst 2020 21:57