Danir, Grikkir eða Bosníumenn gætu haldið EM-draumi íslensku strákanna á lífi í dag Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2020 09:30 Andri Fannar Baldursson, miðjumaðurinn ungi hjá Bologna á Ítalíu, hefur komið inn í U21-landsliðið og leikið sína fyrstu þrjá leiki fyrir það í haust, auk þess að spila sinn fyrsta A-landsleik. Getty/Harry Murphy Ef úrslitin falla með Íslandi í dag og á morgun komast strákarnir í U21-landsliðinu í fótbolta í lokakeppni EM á næsta ári. Aðeins „gullkynslóðinni“ sem myndað hefur kjarna í A-landsliðinu síðustu ár hefur afrekað það. Hin nýja, efnilega kynslóð í U21-landsliðinu bjó sér til möguleika á að komast á EM með dramatískum 2-1 útisigri gegn Írlandi á sunnudaginn. Þessir drengir léku fyrsta leik U21-landsliðs Íslands á stórmóti, á EM í Danmörku 2011. Margir þeirra fóru svo með Íslandi á EM og HM A-landsliða.Getty/Ian Walton Ísland hefur lokið leik í undankeppninni þar sem að lokaleiknum, við Armeníu, var aflýst vegna stríðsástands í Armeníu og kórónuveirusmita í herbúðum armenska liðsins. Búist er við því að UEFA úrskurði Íslandi 3-0 sigur eða að Armenía verði dæmd úr keppni. Ísland endar því í 2. sæti síns riðils, nema að Svíþjóð vinni Ítalíu á útivelli á morgun. Það er algjör lykilleikur upp á von Íslands um að komast á EM en fleira þarf að koma til, í dag. Íslendingar fagna sigurmarkinu sem Valdimar Þór Ingimundarson skoraði gegn Írum í fyrrakvöld. Marki sem gæti á endanum dugað liðinu til að komast á EM.Getty/Harry Murphy Fimm lið með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast á EM (hætt var við að nota umspil vegna kórónuveirufaraldursins). Ísland þarf því að hafa náð betri árangri en fjögur lið sem enduðu í 2. sæti síns riðils, auk þess að treysta á að Svíþjóð vinni ekki Ítalíu á morgun. Úrslitin í einum riðli af þremur þurfa að falla með Íslandi Þegar er ljóst að Ísland endar með betri árangur en lið í 2. sæti úr þremur riðlum (riðlum 3, 5 og 6). Úrslitin í einum riðli til viðbótar þurfa því að falla með Íslandi í dag. Það þýðir að eitthvað eitt af þessu þarf að verða að veruleika: Riðill 4: Skotland vinni ekki Grikkland á útivelli. Riðill 8: Rúmenía vinni ekki Danmörku á heimavelli. Riðill 9: Belgía vinni ekki Bosníu á útivelli. Ef að ekkert af þessu rætist er EM-draumurinn úti hjá Íslandi, jafnvel þó að Svíþjóð vinni ekki Ítalíu. Kolbeinn Birgir Finnsson rennir sér í boltann í leiknum við Íra.Getty/Harry Murphy EM U21 landsliða fer fram í Ungverjalandi og Slóveníu. Lokakeppninni var breytt vegna faraldursins og fer hún fram í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn er riðlakeppni 24.-31. mars en svo hefst átta liða útsláttarkeppni 31. maí. Þau lið sem hafa tryggt sér þátttökurétt eru Ungverjaland, Slóvenía, Rússland, Sviss, Holland, Danmörk, Spánn, England, Frakkland, Ítalía og Portúgal. Fimm sæti eru enn laus. Fótbolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Ef úrslitin falla með Íslandi í dag og á morgun komast strákarnir í U21-landsliðinu í fótbolta í lokakeppni EM á næsta ári. Aðeins „gullkynslóðinni“ sem myndað hefur kjarna í A-landsliðinu síðustu ár hefur afrekað það. Hin nýja, efnilega kynslóð í U21-landsliðinu bjó sér til möguleika á að komast á EM með dramatískum 2-1 útisigri gegn Írlandi á sunnudaginn. Þessir drengir léku fyrsta leik U21-landsliðs Íslands á stórmóti, á EM í Danmörku 2011. Margir þeirra fóru svo með Íslandi á EM og HM A-landsliða.Getty/Ian Walton Ísland hefur lokið leik í undankeppninni þar sem að lokaleiknum, við Armeníu, var aflýst vegna stríðsástands í Armeníu og kórónuveirusmita í herbúðum armenska liðsins. Búist er við því að UEFA úrskurði Íslandi 3-0 sigur eða að Armenía verði dæmd úr keppni. Ísland endar því í 2. sæti síns riðils, nema að Svíþjóð vinni Ítalíu á útivelli á morgun. Það er algjör lykilleikur upp á von Íslands um að komast á EM en fleira þarf að koma til, í dag. Íslendingar fagna sigurmarkinu sem Valdimar Þór Ingimundarson skoraði gegn Írum í fyrrakvöld. Marki sem gæti á endanum dugað liðinu til að komast á EM.Getty/Harry Murphy Fimm lið með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast á EM (hætt var við að nota umspil vegna kórónuveirufaraldursins). Ísland þarf því að hafa náð betri árangri en fjögur lið sem enduðu í 2. sæti síns riðils, auk þess að treysta á að Svíþjóð vinni ekki Ítalíu á morgun. Úrslitin í einum riðli af þremur þurfa að falla með Íslandi Þegar er ljóst að Ísland endar með betri árangur en lið í 2. sæti úr þremur riðlum (riðlum 3, 5 og 6). Úrslitin í einum riðli til viðbótar þurfa því að falla með Íslandi í dag. Það þýðir að eitthvað eitt af þessu þarf að verða að veruleika: Riðill 4: Skotland vinni ekki Grikkland á útivelli. Riðill 8: Rúmenía vinni ekki Danmörku á heimavelli. Riðill 9: Belgía vinni ekki Bosníu á útivelli. Ef að ekkert af þessu rætist er EM-draumurinn úti hjá Íslandi, jafnvel þó að Svíþjóð vinni ekki Ítalíu. Kolbeinn Birgir Finnsson rennir sér í boltann í leiknum við Íra.Getty/Harry Murphy EM U21 landsliða fer fram í Ungverjalandi og Slóveníu. Lokakeppninni var breytt vegna faraldursins og fer hún fram í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn er riðlakeppni 24.-31. mars en svo hefst átta liða útsláttarkeppni 31. maí. Þau lið sem hafa tryggt sér þátttökurétt eru Ungverjaland, Slóvenía, Rússland, Sviss, Holland, Danmörk, Spánn, England, Frakkland, Ítalía og Portúgal. Fimm sæti eru enn laus.
Fótbolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira