Danir, Grikkir eða Bosníumenn gætu haldið EM-draumi íslensku strákanna á lífi í dag Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2020 09:30 Andri Fannar Baldursson, miðjumaðurinn ungi hjá Bologna á Ítalíu, hefur komið inn í U21-landsliðið og leikið sína fyrstu þrjá leiki fyrir það í haust, auk þess að spila sinn fyrsta A-landsleik. Getty/Harry Murphy Ef úrslitin falla með Íslandi í dag og á morgun komast strákarnir í U21-landsliðinu í fótbolta í lokakeppni EM á næsta ári. Aðeins „gullkynslóðinni“ sem myndað hefur kjarna í A-landsliðinu síðustu ár hefur afrekað það. Hin nýja, efnilega kynslóð í U21-landsliðinu bjó sér til möguleika á að komast á EM með dramatískum 2-1 útisigri gegn Írlandi á sunnudaginn. Þessir drengir léku fyrsta leik U21-landsliðs Íslands á stórmóti, á EM í Danmörku 2011. Margir þeirra fóru svo með Íslandi á EM og HM A-landsliða.Getty/Ian Walton Ísland hefur lokið leik í undankeppninni þar sem að lokaleiknum, við Armeníu, var aflýst vegna stríðsástands í Armeníu og kórónuveirusmita í herbúðum armenska liðsins. Búist er við því að UEFA úrskurði Íslandi 3-0 sigur eða að Armenía verði dæmd úr keppni. Ísland endar því í 2. sæti síns riðils, nema að Svíþjóð vinni Ítalíu á útivelli á morgun. Það er algjör lykilleikur upp á von Íslands um að komast á EM en fleira þarf að koma til, í dag. Íslendingar fagna sigurmarkinu sem Valdimar Þór Ingimundarson skoraði gegn Írum í fyrrakvöld. Marki sem gæti á endanum dugað liðinu til að komast á EM.Getty/Harry Murphy Fimm lið með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast á EM (hætt var við að nota umspil vegna kórónuveirufaraldursins). Ísland þarf því að hafa náð betri árangri en fjögur lið sem enduðu í 2. sæti síns riðils, auk þess að treysta á að Svíþjóð vinni ekki Ítalíu á morgun. Úrslitin í einum riðli af þremur þurfa að falla með Íslandi Þegar er ljóst að Ísland endar með betri árangur en lið í 2. sæti úr þremur riðlum (riðlum 3, 5 og 6). Úrslitin í einum riðli til viðbótar þurfa því að falla með Íslandi í dag. Það þýðir að eitthvað eitt af þessu þarf að verða að veruleika: Riðill 4: Skotland vinni ekki Grikkland á útivelli. Riðill 8: Rúmenía vinni ekki Danmörku á heimavelli. Riðill 9: Belgía vinni ekki Bosníu á útivelli. Ef að ekkert af þessu rætist er EM-draumurinn úti hjá Íslandi, jafnvel þó að Svíþjóð vinni ekki Ítalíu. Kolbeinn Birgir Finnsson rennir sér í boltann í leiknum við Íra.Getty/Harry Murphy EM U21 landsliða fer fram í Ungverjalandi og Slóveníu. Lokakeppninni var breytt vegna faraldursins og fer hún fram í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn er riðlakeppni 24.-31. mars en svo hefst átta liða útsláttarkeppni 31. maí. Þau lið sem hafa tryggt sér þátttökurétt eru Ungverjaland, Slóvenía, Rússland, Sviss, Holland, Danmörk, Spánn, England, Frakkland, Ítalía og Portúgal. Fimm sæti eru enn laus. Fótbolti Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Ef úrslitin falla með Íslandi í dag og á morgun komast strákarnir í U21-landsliðinu í fótbolta í lokakeppni EM á næsta ári. Aðeins „gullkynslóðinni“ sem myndað hefur kjarna í A-landsliðinu síðustu ár hefur afrekað það. Hin nýja, efnilega kynslóð í U21-landsliðinu bjó sér til möguleika á að komast á EM með dramatískum 2-1 útisigri gegn Írlandi á sunnudaginn. Þessir drengir léku fyrsta leik U21-landsliðs Íslands á stórmóti, á EM í Danmörku 2011. Margir þeirra fóru svo með Íslandi á EM og HM A-landsliða.Getty/Ian Walton Ísland hefur lokið leik í undankeppninni þar sem að lokaleiknum, við Armeníu, var aflýst vegna stríðsástands í Armeníu og kórónuveirusmita í herbúðum armenska liðsins. Búist er við því að UEFA úrskurði Íslandi 3-0 sigur eða að Armenía verði dæmd úr keppni. Ísland endar því í 2. sæti síns riðils, nema að Svíþjóð vinni Ítalíu á útivelli á morgun. Það er algjör lykilleikur upp á von Íslands um að komast á EM en fleira þarf að koma til, í dag. Íslendingar fagna sigurmarkinu sem Valdimar Þór Ingimundarson skoraði gegn Írum í fyrrakvöld. Marki sem gæti á endanum dugað liðinu til að komast á EM.Getty/Harry Murphy Fimm lið með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast á EM (hætt var við að nota umspil vegna kórónuveirufaraldursins). Ísland þarf því að hafa náð betri árangri en fjögur lið sem enduðu í 2. sæti síns riðils, auk þess að treysta á að Svíþjóð vinni ekki Ítalíu á morgun. Úrslitin í einum riðli af þremur þurfa að falla með Íslandi Þegar er ljóst að Ísland endar með betri árangur en lið í 2. sæti úr þremur riðlum (riðlum 3, 5 og 6). Úrslitin í einum riðli til viðbótar þurfa því að falla með Íslandi í dag. Það þýðir að eitthvað eitt af þessu þarf að verða að veruleika: Riðill 4: Skotland vinni ekki Grikkland á útivelli. Riðill 8: Rúmenía vinni ekki Danmörku á heimavelli. Riðill 9: Belgía vinni ekki Bosníu á útivelli. Ef að ekkert af þessu rætist er EM-draumurinn úti hjá Íslandi, jafnvel þó að Svíþjóð vinni ekki Ítalíu. Kolbeinn Birgir Finnsson rennir sér í boltann í leiknum við Íra.Getty/Harry Murphy EM U21 landsliða fer fram í Ungverjalandi og Slóveníu. Lokakeppninni var breytt vegna faraldursins og fer hún fram í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn er riðlakeppni 24.-31. mars en svo hefst átta liða útsláttarkeppni 31. maí. Þau lið sem hafa tryggt sér þátttökurétt eru Ungverjaland, Slóvenía, Rússland, Sviss, Holland, Danmörk, Spánn, England, Frakkland, Ítalía og Portúgal. Fimm sæti eru enn laus.
Fótbolti Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira