Valdimar Þór tryggði Íslandi sigur undir lok leiks og EM draumurinn lifir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2020 14:35 Íslenska liðið fagnar fyrra marki sínu í dag. Harry Murphy/Getty Images Varamaðurinn Valdimar Þór Ingimundarson tryggði íslenska U21 landsliðinu sigur á ögurstundu er liðið mætti Írlandi ytra í dag. Lokatölur 2-1 og Ísland á enn möguleika á að komast í umspil. Íslenska liðið byrjaði leikinn í dag af krafti og komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar Sveinn Aron Guðjohnsen – sem var fyrr í dag kallaður upp í A-landslið Íslands – skoraði eftir frábæra sendingu Jóns Dags Þorsteinssonar. Afgreiðslan var ekki mikið verri en Sveinn Aron vippaði knettinum snyrtilega yfir markvörð Írlands. Markið má sjá hér að neðan. Hvernig Sveinn Gudjohnsen klárar þetta er alveg uppá 9,7! #fotboltinet pic.twitter.com/iqfuevUbQV— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) November 15, 2020 Var það eina mark fyrri hálfleiks en þó Írar hafi átt fleiri skot þá var varnarmúr Íslands þéttur og liðið gaf fá færi á sér. Írar sóttu í sig veðrið og ákvað Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands, að taka miðjumennina William Þór Willumsson og Andra Fannur Baldursson af velli eftir klukkutíma leik. Samkvæmt heimildum Fótbolti.net eiga þeir báðir að fara til móts við A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi á miðvikudaginn í næstu viku. Willum Þór í leiknum í dag.Harry Murphy/Getty Images Þegar fimmtán mínútur lifðu leiks jöfnuðu heimamenn en skot Joshua Kayode fór í Ara Leifsson og í netið. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún þangað til undir lok leiks. Eftir svekkjandi tap gegn Ítalíu á fimmtudaginn þar sem Ítalir skoruðu sigurmarkið undir lok leiks með skoti sem fór í leikmann íslenska liðsins þá var slíkt hið sama upp á teningnum í dag en íslenska liðið lét það ekki á sig fá. Nathan Collins fékk rautt spjald í liði heimamanna þegar þrjár mínútur voru eftir og eftir það settu íslensku strákarnir allt sem þeir áttu í sóknina. Endaði það með því að Alfons Sampsted renndi boltanum fyrir markið á varamanninn Valdimar Þór sem skoraði sigurmarkið. Lokatölur 2-1 og íslensku strákarnir komnir upp í 2. sæti riðilsins. Nú þurfa þeir bara að treysta á að Ítalía vinni eða geri jafntefli við Svíþjóð í vikunni. Ísland átti að leika við Armeníu en þeim leik hefur verið frestað og nær öruggt að honum verði einfaldlega aflýst. LEIK LOKIÐ!Ísland vinnur 2-1 með sigurmarki í uppbótartíma! Draumurinn um EM 2021 lifir enn!Full time! What a win!#fyririsland pic.twitter.com/qUpOszURw3— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 15, 2020 Sigurmark Íslands sem og mark Íra má sjá á Fótbolti.net. Fótbolti Tengdar fréttir Ein breyting hjá U21 frá tapinu gegn Ítölum Ein breyting er gerð á byrjunarliði U21 árs landsliði Íslands fyrir leikinn mikilvæga gegn Írlandi í dag. 15. nóvember 2020 11:30 Sveinn Aron kallaður upp í A-landsliðið Sveinn Aron Guðjohnsen hefur verið kallaður upp í íslenska A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi á miðvikudaginn þann 18. nóvember. 15. nóvember 2020 12:00 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Varamaðurinn Valdimar Þór Ingimundarson tryggði íslenska U21 landsliðinu sigur á ögurstundu er liðið mætti Írlandi ytra í dag. Lokatölur 2-1 og Ísland á enn möguleika á að komast í umspil. Íslenska liðið byrjaði leikinn í dag af krafti og komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar Sveinn Aron Guðjohnsen – sem var fyrr í dag kallaður upp í A-landslið Íslands – skoraði eftir frábæra sendingu Jóns Dags Þorsteinssonar. Afgreiðslan var ekki mikið verri en Sveinn Aron vippaði knettinum snyrtilega yfir markvörð Írlands. Markið má sjá hér að neðan. Hvernig Sveinn Gudjohnsen klárar þetta er alveg uppá 9,7! #fotboltinet pic.twitter.com/iqfuevUbQV— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) November 15, 2020 Var það eina mark fyrri hálfleiks en þó Írar hafi átt fleiri skot þá var varnarmúr Íslands þéttur og liðið gaf fá færi á sér. Írar sóttu í sig veðrið og ákvað Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands, að taka miðjumennina William Þór Willumsson og Andra Fannur Baldursson af velli eftir klukkutíma leik. Samkvæmt heimildum Fótbolti.net eiga þeir báðir að fara til móts við A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi á miðvikudaginn í næstu viku. Willum Þór í leiknum í dag.Harry Murphy/Getty Images Þegar fimmtán mínútur lifðu leiks jöfnuðu heimamenn en skot Joshua Kayode fór í Ara Leifsson og í netið. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún þangað til undir lok leiks. Eftir svekkjandi tap gegn Ítalíu á fimmtudaginn þar sem Ítalir skoruðu sigurmarkið undir lok leiks með skoti sem fór í leikmann íslenska liðsins þá var slíkt hið sama upp á teningnum í dag en íslenska liðið lét það ekki á sig fá. Nathan Collins fékk rautt spjald í liði heimamanna þegar þrjár mínútur voru eftir og eftir það settu íslensku strákarnir allt sem þeir áttu í sóknina. Endaði það með því að Alfons Sampsted renndi boltanum fyrir markið á varamanninn Valdimar Þór sem skoraði sigurmarkið. Lokatölur 2-1 og íslensku strákarnir komnir upp í 2. sæti riðilsins. Nú þurfa þeir bara að treysta á að Ítalía vinni eða geri jafntefli við Svíþjóð í vikunni. Ísland átti að leika við Armeníu en þeim leik hefur verið frestað og nær öruggt að honum verði einfaldlega aflýst. LEIK LOKIÐ!Ísland vinnur 2-1 með sigurmarki í uppbótartíma! Draumurinn um EM 2021 lifir enn!Full time! What a win!#fyririsland pic.twitter.com/qUpOszURw3— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 15, 2020 Sigurmark Íslands sem og mark Íra má sjá á Fótbolti.net.
Fótbolti Tengdar fréttir Ein breyting hjá U21 frá tapinu gegn Ítölum Ein breyting er gerð á byrjunarliði U21 árs landsliði Íslands fyrir leikinn mikilvæga gegn Írlandi í dag. 15. nóvember 2020 11:30 Sveinn Aron kallaður upp í A-landsliðið Sveinn Aron Guðjohnsen hefur verið kallaður upp í íslenska A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi á miðvikudaginn þann 18. nóvember. 15. nóvember 2020 12:00 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Ein breyting hjá U21 frá tapinu gegn Ítölum Ein breyting er gerð á byrjunarliði U21 árs landsliði Íslands fyrir leikinn mikilvæga gegn Írlandi í dag. 15. nóvember 2020 11:30
Sveinn Aron kallaður upp í A-landsliðið Sveinn Aron Guðjohnsen hefur verið kallaður upp í íslenska A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi á miðvikudaginn þann 18. nóvember. 15. nóvember 2020 12:00
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn