Danir, Grikkir eða Bosníumenn gætu haldið EM-draumi íslensku strákanna á lífi í dag Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2020 09:30 Andri Fannar Baldursson, miðjumaðurinn ungi hjá Bologna á Ítalíu, hefur komið inn í U21-landsliðið og leikið sína fyrstu þrjá leiki fyrir það í haust, auk þess að spila sinn fyrsta A-landsleik. Getty/Harry Murphy Ef úrslitin falla með Íslandi í dag og á morgun komast strákarnir í U21-landsliðinu í fótbolta í lokakeppni EM á næsta ári. Aðeins „gullkynslóðinni“ sem myndað hefur kjarna í A-landsliðinu síðustu ár hefur afrekað það. Hin nýja, efnilega kynslóð í U21-landsliðinu bjó sér til möguleika á að komast á EM með dramatískum 2-1 útisigri gegn Írlandi á sunnudaginn. Þessir drengir léku fyrsta leik U21-landsliðs Íslands á stórmóti, á EM í Danmörku 2011. Margir þeirra fóru svo með Íslandi á EM og HM A-landsliða.Getty/Ian Walton Ísland hefur lokið leik í undankeppninni þar sem að lokaleiknum, við Armeníu, var aflýst vegna stríðsástands í Armeníu og kórónuveirusmita í herbúðum armenska liðsins. Búist er við því að UEFA úrskurði Íslandi 3-0 sigur eða að Armenía verði dæmd úr keppni. Ísland endar því í 2. sæti síns riðils, nema að Svíþjóð vinni Ítalíu á útivelli á morgun. Það er algjör lykilleikur upp á von Íslands um að komast á EM en fleira þarf að koma til, í dag. Íslendingar fagna sigurmarkinu sem Valdimar Þór Ingimundarson skoraði gegn Írum í fyrrakvöld. Marki sem gæti á endanum dugað liðinu til að komast á EM.Getty/Harry Murphy Fimm lið með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast á EM (hætt var við að nota umspil vegna kórónuveirufaraldursins). Ísland þarf því að hafa náð betri árangri en fjögur lið sem enduðu í 2. sæti síns riðils, auk þess að treysta á að Svíþjóð vinni ekki Ítalíu á morgun. Úrslitin í einum riðli af þremur þurfa að falla með Íslandi Þegar er ljóst að Ísland endar með betri árangur en lið í 2. sæti úr þremur riðlum (riðlum 3, 5 og 6). Úrslitin í einum riðli til viðbótar þurfa því að falla með Íslandi í dag. Það þýðir að eitthvað eitt af þessu þarf að verða að veruleika: Riðill 4: Skotland vinni ekki Grikkland á útivelli. Riðill 8: Rúmenía vinni ekki Danmörku á heimavelli. Riðill 9: Belgía vinni ekki Bosníu á útivelli. Ef að ekkert af þessu rætist er EM-draumurinn úti hjá Íslandi, jafnvel þó að Svíþjóð vinni ekki Ítalíu. Kolbeinn Birgir Finnsson rennir sér í boltann í leiknum við Íra.Getty/Harry Murphy EM U21 landsliða fer fram í Ungverjalandi og Slóveníu. Lokakeppninni var breytt vegna faraldursins og fer hún fram í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn er riðlakeppni 24.-31. mars en svo hefst átta liða útsláttarkeppni 31. maí. Þau lið sem hafa tryggt sér þátttökurétt eru Ungverjaland, Slóvenía, Rússland, Sviss, Holland, Danmörk, Spánn, England, Frakkland, Ítalía og Portúgal. Fimm sæti eru enn laus. Fótbolti Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Sjá meira
Ef úrslitin falla með Íslandi í dag og á morgun komast strákarnir í U21-landsliðinu í fótbolta í lokakeppni EM á næsta ári. Aðeins „gullkynslóðinni“ sem myndað hefur kjarna í A-landsliðinu síðustu ár hefur afrekað það. Hin nýja, efnilega kynslóð í U21-landsliðinu bjó sér til möguleika á að komast á EM með dramatískum 2-1 útisigri gegn Írlandi á sunnudaginn. Þessir drengir léku fyrsta leik U21-landsliðs Íslands á stórmóti, á EM í Danmörku 2011. Margir þeirra fóru svo með Íslandi á EM og HM A-landsliða.Getty/Ian Walton Ísland hefur lokið leik í undankeppninni þar sem að lokaleiknum, við Armeníu, var aflýst vegna stríðsástands í Armeníu og kórónuveirusmita í herbúðum armenska liðsins. Búist er við því að UEFA úrskurði Íslandi 3-0 sigur eða að Armenía verði dæmd úr keppni. Ísland endar því í 2. sæti síns riðils, nema að Svíþjóð vinni Ítalíu á útivelli á morgun. Það er algjör lykilleikur upp á von Íslands um að komast á EM en fleira þarf að koma til, í dag. Íslendingar fagna sigurmarkinu sem Valdimar Þór Ingimundarson skoraði gegn Írum í fyrrakvöld. Marki sem gæti á endanum dugað liðinu til að komast á EM.Getty/Harry Murphy Fimm lið með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast á EM (hætt var við að nota umspil vegna kórónuveirufaraldursins). Ísland þarf því að hafa náð betri árangri en fjögur lið sem enduðu í 2. sæti síns riðils, auk þess að treysta á að Svíþjóð vinni ekki Ítalíu á morgun. Úrslitin í einum riðli af þremur þurfa að falla með Íslandi Þegar er ljóst að Ísland endar með betri árangur en lið í 2. sæti úr þremur riðlum (riðlum 3, 5 og 6). Úrslitin í einum riðli til viðbótar þurfa því að falla með Íslandi í dag. Það þýðir að eitthvað eitt af þessu þarf að verða að veruleika: Riðill 4: Skotland vinni ekki Grikkland á útivelli. Riðill 8: Rúmenía vinni ekki Danmörku á heimavelli. Riðill 9: Belgía vinni ekki Bosníu á útivelli. Ef að ekkert af þessu rætist er EM-draumurinn úti hjá Íslandi, jafnvel þó að Svíþjóð vinni ekki Ítalíu. Kolbeinn Birgir Finnsson rennir sér í boltann í leiknum við Íra.Getty/Harry Murphy EM U21 landsliða fer fram í Ungverjalandi og Slóveníu. Lokakeppninni var breytt vegna faraldursins og fer hún fram í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn er riðlakeppni 24.-31. mars en svo hefst átta liða útsláttarkeppni 31. maí. Þau lið sem hafa tryggt sér þátttökurétt eru Ungverjaland, Slóvenía, Rússland, Sviss, Holland, Danmörk, Spánn, England, Frakkland, Ítalía og Portúgal. Fimm sæti eru enn laus.
Fótbolti Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti