Danir, Grikkir eða Bosníumenn gætu haldið EM-draumi íslensku strákanna á lífi í dag Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2020 09:30 Andri Fannar Baldursson, miðjumaðurinn ungi hjá Bologna á Ítalíu, hefur komið inn í U21-landsliðið og leikið sína fyrstu þrjá leiki fyrir það í haust, auk þess að spila sinn fyrsta A-landsleik. Getty/Harry Murphy Ef úrslitin falla með Íslandi í dag og á morgun komast strákarnir í U21-landsliðinu í fótbolta í lokakeppni EM á næsta ári. Aðeins „gullkynslóðinni“ sem myndað hefur kjarna í A-landsliðinu síðustu ár hefur afrekað það. Hin nýja, efnilega kynslóð í U21-landsliðinu bjó sér til möguleika á að komast á EM með dramatískum 2-1 útisigri gegn Írlandi á sunnudaginn. Þessir drengir léku fyrsta leik U21-landsliðs Íslands á stórmóti, á EM í Danmörku 2011. Margir þeirra fóru svo með Íslandi á EM og HM A-landsliða.Getty/Ian Walton Ísland hefur lokið leik í undankeppninni þar sem að lokaleiknum, við Armeníu, var aflýst vegna stríðsástands í Armeníu og kórónuveirusmita í herbúðum armenska liðsins. Búist er við því að UEFA úrskurði Íslandi 3-0 sigur eða að Armenía verði dæmd úr keppni. Ísland endar því í 2. sæti síns riðils, nema að Svíþjóð vinni Ítalíu á útivelli á morgun. Það er algjör lykilleikur upp á von Íslands um að komast á EM en fleira þarf að koma til, í dag. Íslendingar fagna sigurmarkinu sem Valdimar Þór Ingimundarson skoraði gegn Írum í fyrrakvöld. Marki sem gæti á endanum dugað liðinu til að komast á EM.Getty/Harry Murphy Fimm lið með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast á EM (hætt var við að nota umspil vegna kórónuveirufaraldursins). Ísland þarf því að hafa náð betri árangri en fjögur lið sem enduðu í 2. sæti síns riðils, auk þess að treysta á að Svíþjóð vinni ekki Ítalíu á morgun. Úrslitin í einum riðli af þremur þurfa að falla með Íslandi Þegar er ljóst að Ísland endar með betri árangur en lið í 2. sæti úr þremur riðlum (riðlum 3, 5 og 6). Úrslitin í einum riðli til viðbótar þurfa því að falla með Íslandi í dag. Það þýðir að eitthvað eitt af þessu þarf að verða að veruleika: Riðill 4: Skotland vinni ekki Grikkland á útivelli. Riðill 8: Rúmenía vinni ekki Danmörku á heimavelli. Riðill 9: Belgía vinni ekki Bosníu á útivelli. Ef að ekkert af þessu rætist er EM-draumurinn úti hjá Íslandi, jafnvel þó að Svíþjóð vinni ekki Ítalíu. Kolbeinn Birgir Finnsson rennir sér í boltann í leiknum við Íra.Getty/Harry Murphy EM U21 landsliða fer fram í Ungverjalandi og Slóveníu. Lokakeppninni var breytt vegna faraldursins og fer hún fram í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn er riðlakeppni 24.-31. mars en svo hefst átta liða útsláttarkeppni 31. maí. Þau lið sem hafa tryggt sér þátttökurétt eru Ungverjaland, Slóvenía, Rússland, Sviss, Holland, Danmörk, Spánn, England, Frakkland, Ítalía og Portúgal. Fimm sæti eru enn laus. Fótbolti Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina Sjá meira
Ef úrslitin falla með Íslandi í dag og á morgun komast strákarnir í U21-landsliðinu í fótbolta í lokakeppni EM á næsta ári. Aðeins „gullkynslóðinni“ sem myndað hefur kjarna í A-landsliðinu síðustu ár hefur afrekað það. Hin nýja, efnilega kynslóð í U21-landsliðinu bjó sér til möguleika á að komast á EM með dramatískum 2-1 útisigri gegn Írlandi á sunnudaginn. Þessir drengir léku fyrsta leik U21-landsliðs Íslands á stórmóti, á EM í Danmörku 2011. Margir þeirra fóru svo með Íslandi á EM og HM A-landsliða.Getty/Ian Walton Ísland hefur lokið leik í undankeppninni þar sem að lokaleiknum, við Armeníu, var aflýst vegna stríðsástands í Armeníu og kórónuveirusmita í herbúðum armenska liðsins. Búist er við því að UEFA úrskurði Íslandi 3-0 sigur eða að Armenía verði dæmd úr keppni. Ísland endar því í 2. sæti síns riðils, nema að Svíþjóð vinni Ítalíu á útivelli á morgun. Það er algjör lykilleikur upp á von Íslands um að komast á EM en fleira þarf að koma til, í dag. Íslendingar fagna sigurmarkinu sem Valdimar Þór Ingimundarson skoraði gegn Írum í fyrrakvöld. Marki sem gæti á endanum dugað liðinu til að komast á EM.Getty/Harry Murphy Fimm lið með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast á EM (hætt var við að nota umspil vegna kórónuveirufaraldursins). Ísland þarf því að hafa náð betri árangri en fjögur lið sem enduðu í 2. sæti síns riðils, auk þess að treysta á að Svíþjóð vinni ekki Ítalíu á morgun. Úrslitin í einum riðli af þremur þurfa að falla með Íslandi Þegar er ljóst að Ísland endar með betri árangur en lið í 2. sæti úr þremur riðlum (riðlum 3, 5 og 6). Úrslitin í einum riðli til viðbótar þurfa því að falla með Íslandi í dag. Það þýðir að eitthvað eitt af þessu þarf að verða að veruleika: Riðill 4: Skotland vinni ekki Grikkland á útivelli. Riðill 8: Rúmenía vinni ekki Danmörku á heimavelli. Riðill 9: Belgía vinni ekki Bosníu á útivelli. Ef að ekkert af þessu rætist er EM-draumurinn úti hjá Íslandi, jafnvel þó að Svíþjóð vinni ekki Ítalíu. Kolbeinn Birgir Finnsson rennir sér í boltann í leiknum við Íra.Getty/Harry Murphy EM U21 landsliða fer fram í Ungverjalandi og Slóveníu. Lokakeppninni var breytt vegna faraldursins og fer hún fram í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn er riðlakeppni 24.-31. mars en svo hefst átta liða útsláttarkeppni 31. maí. Þau lið sem hafa tryggt sér þátttökurétt eru Ungverjaland, Slóvenía, Rússland, Sviss, Holland, Danmörk, Spánn, England, Frakkland, Ítalía og Portúgal. Fimm sæti eru enn laus.
Fótbolti Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina Sjá meira