Hamfarasvæði aftur í hættu vegna fellibyljarins Jóta Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2020 16:05 Tveir karlmenn bera ófríska konu og ungbarn í gegnum flóðvatn eftir fellibylinn Eta í Planeta í Hondúras 5. nóvember. Nú stefnir fellibylurinn Jóta sömu leið og Eta. AP/Delmer Martinez Fellibylnum Jóta óx afl hratt í Karíbahafi í dag og er nú orðinn að fimmta stigs fellibyl. Hann virðist nú stefna á hamfarasvæði í Mið-Ameríku sem urðu illa úti í fellibylnum Eta fyrr í þessum mánuði. Vindhraðinn við miðju Jóta mældist meira en 72 metrar á sekúndu, að sögn Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna. Bylurinn er nú yfir vestanverðu Karíbahafi utan við strendur Níkaragva og Hondúras og þokast í vesturátt. Stofnunin telur að hann gangi á land í Mið-Ameríku í nótt og varar við hamfaraóveðri, lífshættulegum sjávarflóðum og úrhellisrigningu. Þegar er byrjað að rýma svæði á láglendi í kringum landamæri ríkjanna tveggja. Yfirvöld vara við því að Jóta gangi líklega á land þar sem aurskriður og flóð ollu mannskaða og eignatjóni í fellibylnum Eta fyrir innan við tveimur vikum. Spáð er að sjávarflóð sem fylgja bylnum geti orðið allt frá 3,6 til 5,5 metrum yfir hefðbundinni sjávarstöðu, að sögn AP-fréttastofunnar. Gert er ráð fyrir 200-400 millímetra úrkomu í norðanverðu Níkaragva, Hondúras, Gvatemala og sunnanverðu Belís. Á einstaka stað gæti úrkoman náð allt að 750 millímetrum. Til samanburðar var ársúrkoma í 713,6 millímetrar í Stykkishólmi fyrra, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands. Varað er við hættu á úrhelli og flóðum í Kosta Ríka og Panama sömuleiðis. #Iota has become a category 5 hurricane and is forecast to bring catastrophic winds, life-threatening storm surge, and torrential rainfall to Central America. https://t.co/tW4KeFW0gB pic.twitter.com/w6oof46Ley— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) November 16, 2020 Rýma svæði á láglendi Þegar var byrjað að rigna í Níkaragva í gærkvöldi. Íbúar í strandborginni Bilwi er sagt hafa flykst á markaði og verkfæraverslanir til að birgja sig upp af plastdúkum, nöglum og öðrum búnaði til þess að verja heimili sín fyrir veðurofsanum. Um 1.500 manns hafa yfirgefið heimili sín á láglendissvæðum í norðaustanverðu Níkaragva, helmingur þeirra börn. Yfirvöld telja að 83.000 manns á svæðinu séu í hættu vegna fellibyljarins. Í Hondúras er viðvörun ígildi fyrir allt landið. Byrjað var að flytja íbúa frá hættusvæðum um helgina. Í gærkvöldi hafði 63.500 manns verið komið fyrir í 379 skýlum á norðanverðri standlengjunni. Að minnsta kosti 120 manns fórust í skyndiflóðum og aurskriðum sem fylgdu fellibylnum Etu í Níkaragva. Hann var þá fjórða stigs fellibylur. Olli Eta einnig usla á Kúbu, Flórída og víðar við Mexíkóflóa. Gervihnattarmynd af Jóta undan ströndum Mið-Ameríku á hádegi að íslenskum tíma í dag.AP/NOAA Hraður vöxtur fylgifiskur hlýnunar Jóta hefur vaxið hratt að styrk síðustu sólarhringana. Hann varð að fellibyl á sunnudagsmorgun og er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur. Fellibyljatímabilið í Norður-Atlantshafi hefur verið sérstaklega tíðindamikið í ár. Jóta er þrítugasti fellibylurinn sem hlýtur nafn og sá níundi sem vex hratt að styrk. Byljirnir í ár eru svo margir að veðurfræðingar kláruðu lista af fyrirfram ákveðnum heitum og hafa síðan þurft að leita í gríska stafrófið. Lengi hefur verið varað við því að loftslagsbreytingar af völdum manna gæti gert fellibylji öflugri en áður og að þeir geti eflst hraðar vegna hærri sjávarhita. Vísindamenn tala um hraða styrkingu fellibyljar auki hann vindstyrk sinn um 15,6 metra á sekúndu á einum sólarhring. Jóta jók sinn styrk tvöfalt meira en það á tuttugu og fjórum klukkustundum, að sögn AP. Aldrei áður hafa tveir fellibyljir á Atlantshafi náð meira en 30,6 metrum á sekúndu í nóvember líkt og Jóta og Eta gerðu. Fellibyljatímabilinu lýkur ekki formlega fyrr en 30. nóvember. Rannsókn sem greint var frá í síðustu viku fann fylgni á milli vaxandi sjávarhita og þess að fellibyljum þverr nú síður kraftur þegar þeir ganga á land en áður vegna hnattrænnar hlýnunar. Níkaragva Hondúras Loftslagsmál Tengdar fréttir Hlýnun lengir líf fellibylja yfir landi Fellibyljir í Norður-Atlantshafi eru tvöfalt lengur missa afl sitt eftir að þeir ganga á land en fyrir fimmtíu árum vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þannig eru þeir nú færir um að valda enn meiri eyðileggingu á landi en áður. 11. nóvember 2020 23:30 Fimmtíu látin eftir aurskriður vegna Eta Fimmtíu manns hið minnsta eru látnir eftir að hafa orðið undir í aurskriðum í Gvatemala. Aurskriðurnar féllu eftir að óveðrið Eta, sem áður var skilgreint sem fellibylur, gekk yfir landið. 6. nóvember 2020 08:26 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Fellibylnum Jóta óx afl hratt í Karíbahafi í dag og er nú orðinn að fimmta stigs fellibyl. Hann virðist nú stefna á hamfarasvæði í Mið-Ameríku sem urðu illa úti í fellibylnum Eta fyrr í þessum mánuði. Vindhraðinn við miðju Jóta mældist meira en 72 metrar á sekúndu, að sögn Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna. Bylurinn er nú yfir vestanverðu Karíbahafi utan við strendur Níkaragva og Hondúras og þokast í vesturátt. Stofnunin telur að hann gangi á land í Mið-Ameríku í nótt og varar við hamfaraóveðri, lífshættulegum sjávarflóðum og úrhellisrigningu. Þegar er byrjað að rýma svæði á láglendi í kringum landamæri ríkjanna tveggja. Yfirvöld vara við því að Jóta gangi líklega á land þar sem aurskriður og flóð ollu mannskaða og eignatjóni í fellibylnum Eta fyrir innan við tveimur vikum. Spáð er að sjávarflóð sem fylgja bylnum geti orðið allt frá 3,6 til 5,5 metrum yfir hefðbundinni sjávarstöðu, að sögn AP-fréttastofunnar. Gert er ráð fyrir 200-400 millímetra úrkomu í norðanverðu Níkaragva, Hondúras, Gvatemala og sunnanverðu Belís. Á einstaka stað gæti úrkoman náð allt að 750 millímetrum. Til samanburðar var ársúrkoma í 713,6 millímetrar í Stykkishólmi fyrra, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands. Varað er við hættu á úrhelli og flóðum í Kosta Ríka og Panama sömuleiðis. #Iota has become a category 5 hurricane and is forecast to bring catastrophic winds, life-threatening storm surge, and torrential rainfall to Central America. https://t.co/tW4KeFW0gB pic.twitter.com/w6oof46Ley— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) November 16, 2020 Rýma svæði á láglendi Þegar var byrjað að rigna í Níkaragva í gærkvöldi. Íbúar í strandborginni Bilwi er sagt hafa flykst á markaði og verkfæraverslanir til að birgja sig upp af plastdúkum, nöglum og öðrum búnaði til þess að verja heimili sín fyrir veðurofsanum. Um 1.500 manns hafa yfirgefið heimili sín á láglendissvæðum í norðaustanverðu Níkaragva, helmingur þeirra börn. Yfirvöld telja að 83.000 manns á svæðinu séu í hættu vegna fellibyljarins. Í Hondúras er viðvörun ígildi fyrir allt landið. Byrjað var að flytja íbúa frá hættusvæðum um helgina. Í gærkvöldi hafði 63.500 manns verið komið fyrir í 379 skýlum á norðanverðri standlengjunni. Að minnsta kosti 120 manns fórust í skyndiflóðum og aurskriðum sem fylgdu fellibylnum Etu í Níkaragva. Hann var þá fjórða stigs fellibylur. Olli Eta einnig usla á Kúbu, Flórída og víðar við Mexíkóflóa. Gervihnattarmynd af Jóta undan ströndum Mið-Ameríku á hádegi að íslenskum tíma í dag.AP/NOAA Hraður vöxtur fylgifiskur hlýnunar Jóta hefur vaxið hratt að styrk síðustu sólarhringana. Hann varð að fellibyl á sunnudagsmorgun og er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur. Fellibyljatímabilið í Norður-Atlantshafi hefur verið sérstaklega tíðindamikið í ár. Jóta er þrítugasti fellibylurinn sem hlýtur nafn og sá níundi sem vex hratt að styrk. Byljirnir í ár eru svo margir að veðurfræðingar kláruðu lista af fyrirfram ákveðnum heitum og hafa síðan þurft að leita í gríska stafrófið. Lengi hefur verið varað við því að loftslagsbreytingar af völdum manna gæti gert fellibylji öflugri en áður og að þeir geti eflst hraðar vegna hærri sjávarhita. Vísindamenn tala um hraða styrkingu fellibyljar auki hann vindstyrk sinn um 15,6 metra á sekúndu á einum sólarhring. Jóta jók sinn styrk tvöfalt meira en það á tuttugu og fjórum klukkustundum, að sögn AP. Aldrei áður hafa tveir fellibyljir á Atlantshafi náð meira en 30,6 metrum á sekúndu í nóvember líkt og Jóta og Eta gerðu. Fellibyljatímabilinu lýkur ekki formlega fyrr en 30. nóvember. Rannsókn sem greint var frá í síðustu viku fann fylgni á milli vaxandi sjávarhita og þess að fellibyljum þverr nú síður kraftur þegar þeir ganga á land en áður vegna hnattrænnar hlýnunar.
Níkaragva Hondúras Loftslagsmál Tengdar fréttir Hlýnun lengir líf fellibylja yfir landi Fellibyljir í Norður-Atlantshafi eru tvöfalt lengur missa afl sitt eftir að þeir ganga á land en fyrir fimmtíu árum vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þannig eru þeir nú færir um að valda enn meiri eyðileggingu á landi en áður. 11. nóvember 2020 23:30 Fimmtíu látin eftir aurskriður vegna Eta Fimmtíu manns hið minnsta eru látnir eftir að hafa orðið undir í aurskriðum í Gvatemala. Aurskriðurnar féllu eftir að óveðrið Eta, sem áður var skilgreint sem fellibylur, gekk yfir landið. 6. nóvember 2020 08:26 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Hlýnun lengir líf fellibylja yfir landi Fellibyljir í Norður-Atlantshafi eru tvöfalt lengur missa afl sitt eftir að þeir ganga á land en fyrir fimmtíu árum vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þannig eru þeir nú færir um að valda enn meiri eyðileggingu á landi en áður. 11. nóvember 2020 23:30
Fimmtíu látin eftir aurskriður vegna Eta Fimmtíu manns hið minnsta eru látnir eftir að hafa orðið undir í aurskriðum í Gvatemala. Aurskriðurnar féllu eftir að óveðrið Eta, sem áður var skilgreint sem fellibylur, gekk yfir landið. 6. nóvember 2020 08:26