Ísland þriðja flokks fyrir undankeppni HM í Katar Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2020 15:01 Ísland var í 2. styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM í Rússlandi en hefur nú dregist niður í 3. flokk. EPA-EFE/Tibor Illyes Eftir töpin tvö gegn Ungverjalandi og Danmörku er orðið ljóst að Ísland verður í 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni HM í fótbolta þann 7. desember. Undankeppni HM í Katar er öll leikin á næsta ári. Fyrstu þrír leikirnir eru í mars og verða jafnframt fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, eftir að Erik Hamrén ákvað að láta gott heita. Undankeppninni lýkur í nóvember, eftir nákvæmlega eitt ár. Fyrir HM-dráttinn er þjóðum Evrópu skipt í sex styrkleikaflokka. Farið er eftir stöðu þjóða á næsta heimslista. Ísland átti möguleika á að komast í hóp 20 efstu þjóða Evrópu á heimslista, með góðum úrslitum gegn Ungverjum, Dönum og svo Englendingum á miðvikudag, en nú er ljóst með útreikningum að liðið verður í 3. styrkleikaflokki. Einnig er ljóst hvaða tíu lið verða í efsta styrkleikaflokki, og níu þjóðir eru öruggar um sæti í 2. styrkleikaflokki (Rússland, Rúmenía eða Írland fær síðasta lausa sætið). Belgía, England og Danmörk, mótherjar Íslands í Þjóðadeildinni í ár, eru öll í efsta flokknum. Ísland fær sem sagt eina þjóð úr hvorum þessara flokka í sinn riðil í undankeppni HM: Flokkur 1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Króatía, Þýskaland, Danmörk, Ítalía, Holland. Flokkur 2: Sviss, Pólland, Svíþjóð, Wales, Úkraína, Austurríki, Tyrkland, Slóvakía, Serbía, Rússland/Rúmenía/Írland. Leikið verður í 5 og 6 liða riðlum í undankeppni HM, svo Ísland fengi 2-3 andstæðinga í viðbót í sinn riðil, úr lægri styrkleikaflokkum. Efsta lið hvers riðils kemst á HM í Katar, líkt og þegar Ísland komst á HM í Rússlandi. Næstefsta lið hvers riðils kemst í umspil, líkt og þegar Ísland komst í umspil gegn Króatíu fyrir HM í Brasilíu. HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sigur á Ungverjum kæmi Íslandi líka nær HM í Katar Þó að leikur Íslands og Ungverjalands annað kvöld snúist um það hvort liðanna kemst í lokakeppni EM þá felur sigur líka í sér aukna möguleika á að komast á HM í Katar eftir tvö ár. 11. nóvember 2020 11:31 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Sjá meira
Eftir töpin tvö gegn Ungverjalandi og Danmörku er orðið ljóst að Ísland verður í 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni HM í fótbolta þann 7. desember. Undankeppni HM í Katar er öll leikin á næsta ári. Fyrstu þrír leikirnir eru í mars og verða jafnframt fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, eftir að Erik Hamrén ákvað að láta gott heita. Undankeppninni lýkur í nóvember, eftir nákvæmlega eitt ár. Fyrir HM-dráttinn er þjóðum Evrópu skipt í sex styrkleikaflokka. Farið er eftir stöðu þjóða á næsta heimslista. Ísland átti möguleika á að komast í hóp 20 efstu þjóða Evrópu á heimslista, með góðum úrslitum gegn Ungverjum, Dönum og svo Englendingum á miðvikudag, en nú er ljóst með útreikningum að liðið verður í 3. styrkleikaflokki. Einnig er ljóst hvaða tíu lið verða í efsta styrkleikaflokki, og níu þjóðir eru öruggar um sæti í 2. styrkleikaflokki (Rússland, Rúmenía eða Írland fær síðasta lausa sætið). Belgía, England og Danmörk, mótherjar Íslands í Þjóðadeildinni í ár, eru öll í efsta flokknum. Ísland fær sem sagt eina þjóð úr hvorum þessara flokka í sinn riðil í undankeppni HM: Flokkur 1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Króatía, Þýskaland, Danmörk, Ítalía, Holland. Flokkur 2: Sviss, Pólland, Svíþjóð, Wales, Úkraína, Austurríki, Tyrkland, Slóvakía, Serbía, Rússland/Rúmenía/Írland. Leikið verður í 5 og 6 liða riðlum í undankeppni HM, svo Ísland fengi 2-3 andstæðinga í viðbót í sinn riðil, úr lægri styrkleikaflokkum. Efsta lið hvers riðils kemst á HM í Katar, líkt og þegar Ísland komst á HM í Rússlandi. Næstefsta lið hvers riðils kemst í umspil, líkt og þegar Ísland komst í umspil gegn Króatíu fyrir HM í Brasilíu.
HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sigur á Ungverjum kæmi Íslandi líka nær HM í Katar Þó að leikur Íslands og Ungverjalands annað kvöld snúist um það hvort liðanna kemst í lokakeppni EM þá felur sigur líka í sér aukna möguleika á að komast á HM í Katar eftir tvö ár. 11. nóvember 2020 11:31 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Sjá meira
Sigur á Ungverjum kæmi Íslandi líka nær HM í Katar Þó að leikur Íslands og Ungverjalands annað kvöld snúist um það hvort liðanna kemst í lokakeppni EM þá felur sigur líka í sér aukna möguleika á að komast á HM í Katar eftir tvö ár. 11. nóvember 2020 11:31