Ari Freyr: Hann hoppar inn í mig og þetta er aldrei víti Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2020 21:56 Daniel Wass og Ari Freyr Skúlason í barátunni um boltann en dæmt var víti á Ara fyrir meint brot á Wass. EPA-EFE/Liselotte Sabroe „Fyrir mér er þetta aldrei víti,“ segir Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í fótbolta, sem fékk dæmt á sig víti í 2-1 tapinu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í kvöld. Danir komust yfir snemma leiks eftir að víti var dæmt á Ara að því er virtist fyrir frekar litlar sakir. Danir skoruðu svo sigurmark sitt úr öðru víti í uppbótartíma: „Tvö víti en við getum verið mjög stoltir af þessari frammistöðu eftir svekkelsið í Ungverjalandi og að hafa skipt mörgum leikmönnum inn í liðið,“ sagði Ari við Stöð 2 Sport. Aðspurður um vítið sem hann fékk dæmt á sig sagði Ari: „Ég veit af honum þarna svo ég reyni að teygja mig í boltann. Hann hoppar inn í mig og fyrir mér er þetta aldrei víti. Ég sparka ekki í hann, ég set löppina bara upp til að ná boltanum. Þetta er svona, því miður, og maður verður að kyngja þessu.“ Ari lék síðustu mínúturnar í 2-1 tapinu sára gegn Ungverjalandi á fimmtudag og viðurkenndi að síðustu dagar væru búnir að vera erfiðir: „Það er hægt að segja það. Þegar maður hefur farið á stórmót og er svona nálægt þessu, þá er mjög erfitt að kyngja þessu. Lífið heldur áfram en þetta verður í huga okkar alla ævi. En við getum verið stoltir af því hvað við höfum afrekað síðustu ár og vonandi verður meira af þessu í framtíðinni.“ Íslensku strákarnir eru nú að spila sína síðustu leiki undir stjórn Eriks Hamrén og vilja að sjálfsögðu kveðja hann með góðum leik gegn Englandi á miðvikudag: „Auðvitað. Það var líka planið í dag. En því miður var þetta svona. En við getum verið mjög stoltir af þessu, setjum hausinn upp og áfram gakk.“ Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hér má sjá vítin tvö sem færðu Dönum sigur á Íslandi í kvöld Tvær vítaspyrnur komu í veg fyrir það að Ísland náði ekki í langþráð stig á móti Dönum á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 21:51 Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Dönum Það var fremur rólegt yfir samfélagsmiðlinum Twitter yfir svekkjandi tapi gegn Dönum í kvöld. Lokatölur 2-1. 15. nóvember 2020 21:45 Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39 Sjáðu þegar Kasper Schmeichel lá eftir samstuð við Albert Fyrri hálfleikurinn í leik Danmerkur og Íslands á Parken endaði á miklu samstuði á milli markvarðar Dana og eins sóknarmanns íslenska liðsins. 15. nóvember 2020 20:47 Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 23:05 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
„Fyrir mér er þetta aldrei víti,“ segir Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í fótbolta, sem fékk dæmt á sig víti í 2-1 tapinu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í kvöld. Danir komust yfir snemma leiks eftir að víti var dæmt á Ara að því er virtist fyrir frekar litlar sakir. Danir skoruðu svo sigurmark sitt úr öðru víti í uppbótartíma: „Tvö víti en við getum verið mjög stoltir af þessari frammistöðu eftir svekkelsið í Ungverjalandi og að hafa skipt mörgum leikmönnum inn í liðið,“ sagði Ari við Stöð 2 Sport. Aðspurður um vítið sem hann fékk dæmt á sig sagði Ari: „Ég veit af honum þarna svo ég reyni að teygja mig í boltann. Hann hoppar inn í mig og fyrir mér er þetta aldrei víti. Ég sparka ekki í hann, ég set löppina bara upp til að ná boltanum. Þetta er svona, því miður, og maður verður að kyngja þessu.“ Ari lék síðustu mínúturnar í 2-1 tapinu sára gegn Ungverjalandi á fimmtudag og viðurkenndi að síðustu dagar væru búnir að vera erfiðir: „Það er hægt að segja það. Þegar maður hefur farið á stórmót og er svona nálægt þessu, þá er mjög erfitt að kyngja þessu. Lífið heldur áfram en þetta verður í huga okkar alla ævi. En við getum verið stoltir af því hvað við höfum afrekað síðustu ár og vonandi verður meira af þessu í framtíðinni.“ Íslensku strákarnir eru nú að spila sína síðustu leiki undir stjórn Eriks Hamrén og vilja að sjálfsögðu kveðja hann með góðum leik gegn Englandi á miðvikudag: „Auðvitað. Það var líka planið í dag. En því miður var þetta svona. En við getum verið mjög stoltir af þessu, setjum hausinn upp og áfram gakk.“
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hér má sjá vítin tvö sem færðu Dönum sigur á Íslandi í kvöld Tvær vítaspyrnur komu í veg fyrir það að Ísland náði ekki í langþráð stig á móti Dönum á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 21:51 Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Dönum Það var fremur rólegt yfir samfélagsmiðlinum Twitter yfir svekkjandi tapi gegn Dönum í kvöld. Lokatölur 2-1. 15. nóvember 2020 21:45 Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39 Sjáðu þegar Kasper Schmeichel lá eftir samstuð við Albert Fyrri hálfleikurinn í leik Danmerkur og Íslands á Parken endaði á miklu samstuði á milli markvarðar Dana og eins sóknarmanns íslenska liðsins. 15. nóvember 2020 20:47 Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 23:05 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
Hér má sjá vítin tvö sem færðu Dönum sigur á Íslandi í kvöld Tvær vítaspyrnur komu í veg fyrir það að Ísland náði ekki í langþráð stig á móti Dönum á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 21:51
Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Dönum Það var fremur rólegt yfir samfélagsmiðlinum Twitter yfir svekkjandi tapi gegn Dönum í kvöld. Lokatölur 2-1. 15. nóvember 2020 21:45
Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39
Sjáðu þegar Kasper Schmeichel lá eftir samstuð við Albert Fyrri hálfleikurinn í leik Danmerkur og Íslands á Parken endaði á miklu samstuði á milli markvarðar Dana og eins sóknarmanns íslenska liðsins. 15. nóvember 2020 20:47
Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 23:05