Enski boltinn

Rashford svarar fjölmiðlum fullum hálsi

Ísak Hallmundarson skrifar
Marcus Rashford.
Marcus Rashford. getty/Gareth Copley

Marcus Rashford er ekki bara þekktur fyrir hæfileika sína inni á fótboltavellinum með Manchester United og enska landsliðinu, en hann hefur skapað sér gott orðspor utan vallar í baráttu sinni fyrir fátæk börn.

Rashford hefur á þessu ári látið í sér heyra og barist fyrir fríum skólamáltíðum fyrir fátæk börn.

Daily Mail birti á dögunum frétt sem virtist eiga að gera lítið úr baráttu Rashford og mála hann upp sem einhverskonar hræsnara vegna þess að hann hefur fjárfest mikið í fasteignum undanfarið.

Rashford er ekki hrifinn af þessari blaðamennsku og svarar fyrir sig á Twitter.

„Tölum aðeins um þetta. Ég ólst upp við fátækt. Ég þarf ekki einungis að passa upp á eigin framtíð heldur einnig fjölskyldunnar. Til að gera það tók ég þá ákvörðun í byrjun árs að fjárfesta í fasteignum. Vinsamlegast ekki birta fréttir líkt og þessar,“ sagði Rashford.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.