Djurgårdens bjargaði sér frá falli | Kristianstads og Rosengård töpuðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2020 16:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir hjálpaði Djurgårdens að halda sæti sínu í deildinni. Aftonbladet Íslendingalið Djurgårdens bjargaði sér frá falli í dag er lokaumferðin í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í Svíþjóð fór fram. Hin tvö Íslendingaliðin áttu ekki jafn góðan dag. Íslendingalið Djurgårdens þurfti nauðsynlega á sigri að halda í kvöld en liðið hefur verið í bullandi fallbaráttu nær allt tímabilið. Djurgårdens fékk botnið deildarinnar, Uppsala, í heimsókn og vann 2-0 heimasigur. Rachel Bloznalis kom heimaliðinu yfir strax á 4. mínútu og Linda Motlhalo svo gott sem gulltryggði sæti liðsins í deildinni með öðru marki liðsins þegar tólf mínútur lifðu leiks. Lokatölur 2-0 og sæti Djurgårdens öruggt fyrir næstu leiktíð. Liðið endaði í 9. sæti af 12 liðum en Eskilstuna og Umeå voru þar fyrir neðan með 23 stig. Hélt Eskilstuna sæti sínu þar sem liðið var með betri markatölu en Umeå. Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Djurgårdens í dag og þá var Guðrún Arnardóttir í hjarta varnarinnar. Léku þær báðar allan leikinn. Kristianstads tapaði á heimavelli fyrir Linköpings, lokatölur 1-2. Svava Rós Guðmundsdóttir spilaði síðustu átta mínútur leiksins í liði Kristianstads. Elísabet Gunnarsdóttir er sem fyrr þjálfari liðsins. Með sigri hefði Kristianstads tryggt sér 2. sæti deildarinnar en þar endaði Rosengård með 47 stig á meðan Kristianstads endaði með 45 stig. Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í miðju varnar Rosengård er liðið tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Växjö. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Guðbjörg og Guðrún berjast fyrir lífi liðsins síns í deildinni í Íslendingaslag Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðrún Arnardóttir og félagar í Djurgården liðinu spila mikilvægan leik í lokaumferð sænsku kvennadeildarinnar í dag. 15. nóvember 2020 09:01 Elísabet komin með UEFA Pro þjálfaragráðu Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Kristianstads, er nú komin með UEFA Pro þjálfaragráðu. Lið hennar gæti náð öðru sæti en lokaumferðin fer fram í dag. 15. nóvember 2020 10:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira
Íslendingalið Djurgårdens bjargaði sér frá falli í dag er lokaumferðin í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í Svíþjóð fór fram. Hin tvö Íslendingaliðin áttu ekki jafn góðan dag. Íslendingalið Djurgårdens þurfti nauðsynlega á sigri að halda í kvöld en liðið hefur verið í bullandi fallbaráttu nær allt tímabilið. Djurgårdens fékk botnið deildarinnar, Uppsala, í heimsókn og vann 2-0 heimasigur. Rachel Bloznalis kom heimaliðinu yfir strax á 4. mínútu og Linda Motlhalo svo gott sem gulltryggði sæti liðsins í deildinni með öðru marki liðsins þegar tólf mínútur lifðu leiks. Lokatölur 2-0 og sæti Djurgårdens öruggt fyrir næstu leiktíð. Liðið endaði í 9. sæti af 12 liðum en Eskilstuna og Umeå voru þar fyrir neðan með 23 stig. Hélt Eskilstuna sæti sínu þar sem liðið var með betri markatölu en Umeå. Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Djurgårdens í dag og þá var Guðrún Arnardóttir í hjarta varnarinnar. Léku þær báðar allan leikinn. Kristianstads tapaði á heimavelli fyrir Linköpings, lokatölur 1-2. Svava Rós Guðmundsdóttir spilaði síðustu átta mínútur leiksins í liði Kristianstads. Elísabet Gunnarsdóttir er sem fyrr þjálfari liðsins. Með sigri hefði Kristianstads tryggt sér 2. sæti deildarinnar en þar endaði Rosengård með 47 stig á meðan Kristianstads endaði með 45 stig. Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í miðju varnar Rosengård er liðið tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Växjö.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Guðbjörg og Guðrún berjast fyrir lífi liðsins síns í deildinni í Íslendingaslag Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðrún Arnardóttir og félagar í Djurgården liðinu spila mikilvægan leik í lokaumferð sænsku kvennadeildarinnar í dag. 15. nóvember 2020 09:01 Elísabet komin með UEFA Pro þjálfaragráðu Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Kristianstads, er nú komin með UEFA Pro þjálfaragráðu. Lið hennar gæti náð öðru sæti en lokaumferðin fer fram í dag. 15. nóvember 2020 10:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira
Guðbjörg og Guðrún berjast fyrir lífi liðsins síns í deildinni í Íslendingaslag Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðrún Arnardóttir og félagar í Djurgården liðinu spila mikilvægan leik í lokaumferð sænsku kvennadeildarinnar í dag. 15. nóvember 2020 09:01
Elísabet komin með UEFA Pro þjálfaragráðu Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Kristianstads, er nú komin með UEFA Pro þjálfaragráðu. Lið hennar gæti náð öðru sæti en lokaumferðin fer fram í dag. 15. nóvember 2020 10:30