Fótbolti

Nær allri loka­um­­ferðinni frestað í Noregi | Ingi­björg og Hólm­fríður þurfa að bíða

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ingibjörg og liðsfélagar hennar í Vålerenga eru einum leik frá því að landa norska meistaratitlinum.
Ingibjörg og liðsfélagar hennar í Vålerenga eru einum leik frá því að landa norska meistaratitlinum. Vålerenga

Nær öllum leikjum í lokaumferð norsku úrvalsdeildar kvenna í fótbolta var frestað. Í dag hefði átt að koma í ljós hvort Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Vålerenga hefðu orðið meistarar eða þá Hólmfríður Magnúsdóttir og samherjar hennar í Avaldsnes.

Aðeins einn leikur af þeim fimm sem áttu að fara fram í dag var spilaður. Var það leikur botnliðanna Røa og Kolbotn en var það eini leikurinn sem gat ekki haft áhrif á hvaða lið yrði meistari.

Ástæða frestunarinnar er sú að sex leikmenn Arna-Bjørnar eru í sóttkví vegna ótta um að þær séu með kórónuveiruna. Arna-Bjørnar átti að heimsækja Vålerenga í leik þar sem heimaliðið hefði getað tryggt sér norska meistaratitilinn með sigri.

Leikjunum var frestað á síðustu stundu í dag en lið Rosenborg, sem einnig á möguleika á titlinum, var að stíga upp í flugvél í Þrándheimi er fréttirnar bárust að leikjum dagsins væri frestað.

Ekki er búið að ákveða hvenær hinir fjórir leikir lokaumferðarinnar fara fram.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.