Til ryskinga kom í mótmælum stuðningsmanna Trump Sylvía Hall skrifar 15. nóvember 2020 11:51 Til átaka kom á milli hópanna Proud Boys og Antifa. Getty/Samuel Corum Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump Bandaríkjaforseta söfnuðust saman í höfuðborginni Washington í gær til þess að lýsa yfir stuðningi við hann og ásakanir hans um meint kosningasvindl. Um tuttugu voru handtekin í mótmælum stuðningsmannanna. Trump hefur sjálfur ekki viðurkennt ósigur í kosningunum, en Joe Biden var lýstur sigurvegari fyrir rúmri viku síðan. Biden hlaut 306 kjörmenn og er því langt yfir þeim fjölda kjörmanna sem þarf til að sigra, en 270 kjörmenn tryggja sigur í kosningunum. Mótmælendurnir söfnuðust saman um hádegisbil nærri Hvíta húsinu og héldu í átt að húsnæði Hæstaréttar landsins í borginni. Nokkrir öfgahægri hópar tóku þátt og lýstu yfir stuðningi við forsetann, þar á meðal hópurinn Proud boys, sem hefur verið skilgreindur sem öfgasamtök. Mótmælendur voru margir hverjir með fána sem skreyttir voru með stuðningsorðum til forsetans og sumir klæddir skotheldum vestum. Mótmælin voru að mestu friðsæl í upphafi, en þegar tók að líða á kvöldið fór að bera á látum og ryskingum í hópi mótmælendanna. Í það minnsta tuttugu voru handtekin á mótmælunum, meðal annars fyrir vopnaburð og líkamsárásir, og slösuðust tveir lögreglumenn við störf á vettvangi. Þá var ein stunguárás tilkynnt til lögreglu samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ 14. nóvember 2020 23:31 Telja að 70 þúsund gætu dáið næstu mánuði í Bandaríkjunum Mikill vöxtur í kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum gæti leitt til átta milljón staðfestra smita til viðbótar og 70 þúsund dauðsfalla næstu tvo mánuði. 14. nóvember 2020 11:36 Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. 13. nóvember 2020 23:51 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump Bandaríkjaforseta söfnuðust saman í höfuðborginni Washington í gær til þess að lýsa yfir stuðningi við hann og ásakanir hans um meint kosningasvindl. Um tuttugu voru handtekin í mótmælum stuðningsmannanna. Trump hefur sjálfur ekki viðurkennt ósigur í kosningunum, en Joe Biden var lýstur sigurvegari fyrir rúmri viku síðan. Biden hlaut 306 kjörmenn og er því langt yfir þeim fjölda kjörmanna sem þarf til að sigra, en 270 kjörmenn tryggja sigur í kosningunum. Mótmælendurnir söfnuðust saman um hádegisbil nærri Hvíta húsinu og héldu í átt að húsnæði Hæstaréttar landsins í borginni. Nokkrir öfgahægri hópar tóku þátt og lýstu yfir stuðningi við forsetann, þar á meðal hópurinn Proud boys, sem hefur verið skilgreindur sem öfgasamtök. Mótmælendur voru margir hverjir með fána sem skreyttir voru með stuðningsorðum til forsetans og sumir klæddir skotheldum vestum. Mótmælin voru að mestu friðsæl í upphafi, en þegar tók að líða á kvöldið fór að bera á látum og ryskingum í hópi mótmælendanna. Í það minnsta tuttugu voru handtekin á mótmælunum, meðal annars fyrir vopnaburð og líkamsárásir, og slösuðust tveir lögreglumenn við störf á vettvangi. Þá var ein stunguárás tilkynnt til lögreglu samkvæmt breska ríkisútvarpinu.
Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ 14. nóvember 2020 23:31 Telja að 70 þúsund gætu dáið næstu mánuði í Bandaríkjunum Mikill vöxtur í kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum gæti leitt til átta milljón staðfestra smita til viðbótar og 70 þúsund dauðsfalla næstu tvo mánuði. 14. nóvember 2020 11:36 Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. 13. nóvember 2020 23:51 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ 14. nóvember 2020 23:31
Telja að 70 þúsund gætu dáið næstu mánuði í Bandaríkjunum Mikill vöxtur í kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum gæti leitt til átta milljón staðfestra smita til viðbótar og 70 þúsund dauðsfalla næstu tvo mánuði. 14. nóvember 2020 11:36
Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. 13. nóvember 2020 23:51