Alfons við það að skrá sig í sögubækurnar í Noregi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2020 11:46 Alfons hefur vart getað látið sig dreyma um árangurinn á sínu fyrsta tímabili í Noregi. Hér er hann í Evrópuleik gegn AC Milan. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Alfons Sampsted, hægri bakvörður Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni sem og U21 árs landsliðs Íslands, er við við það að skrá sig í sögubækur norskrar knattspyrnu ásamt liðsfélögum sínum. Liðið trónir á toppi deildarinnar og er aðeins stigi frá því að tryggja sér sinn fyrsta meistaratitil þó enn séu sex umferðir eftir. Framganga liðsins hefur verið það góð að Rory Smith sem starfar hjá The New York Times ákvað aðeins að fjalla um þetta öskubuskuævintýri. Þar er farið yfir víðan völl, hvernig lið í bæ með 50 þúsund íbúa er við það að landa sínum fyrsta meistaratitli. Spilamennskuna sem hefur skilað 21 sigri í 24 leikjum og 83 mörkum ásamt svo mörgu öðru. Bodø/Glimt are the best story in Europe this season, and literally the perfect underdog: home-grown team, kamikaze style, family ties. They're about to win their first ever title in the one year when stadiums are (all but) empty. https://t.co/e2ZSqW6Ur1— Rory Smith (@RorySmith) November 8, 2020 Við Íslendingar eigum okkar fulltrúa í þessu liði. Alfons Sampsted gekk til liðs við Bodö/Glimt fyrir tímabilið. Alfons er fæddur 1998 en hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2017. Það hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum og kom hann til að mynda heim og spilaði átta leiki með uppeldisfélagi sínu Breiðablik sumarið 2019. Þar áður hafði hann verið á láni hjá liðum í sænsku B-deildinni en samdi svo við norska félagið eftir lánsdvölina í Kópavogi. Það var sannkallað heillaskref enda hefur hann átt góðu gengi að fagna í Noregi sem og með U21 árs landsliði Íslands þar sem hann hefur leikið alls 29 leiki. Alfons ræddi við Fótbolti.net á dögunum og fór yfir þetta magnaða tímabil. „Ég hef aldrei upplifað annað eins. Þetta hefur verið draumi líkast. Það er skemmtileg stemning í bænum. Það er jákvæðni og allir mjög glaðir hvernig er búið að vera að ganga. Þetta hefur vakið athygli á ótrúlegustu stöðum.“ „Við erum með þannig hugarfar að við förum inn í leikinn til að spila skemmtilegan fótbolta og skila eins góðri frammistöðu og hægt er. Hingað til hefur kerfið okkar virkað það vel og við höfum spilað mjög skemmtilegan fótbolta.“ sagði hægri bakvörðurinn öflugi við Fótbolti.net. „Tækifærin voru takmörkuð í Svíþjóð. Ég nýtti tímann til að bæta mig sem leikmaður en maður vill spila leiki á endanum. Það er komið núna og það er mjög gaman. Ég fann það mjög fljótlega að ég henta vel í þessu kerfi. Strákarnir eru opnir og mjög móttækilegir fyrir manni. Ég kom inn í hópinn og leið mjög fljótlega eins og heima,“ sagði Alfons að lokum um vistaskiptin til Noregs. Alfons í leik með A-landsliðinu gegn Belgíu.EPA-EFE/OLIVIER HOSLET Viðtal Fótbolti.net við Alfons má lesa í heild sinni hér. Alfons og liðsfélagar hans í U21 árs landsliði Íslands eiga enn möguleika á að komast í umspil um sæti á Evrópumótinu í þeim aldursflokki. Mæta þeir Írlandi ytra á morgun, sunnudag. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
Alfons Sampsted, hægri bakvörður Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni sem og U21 árs landsliðs Íslands, er við við það að skrá sig í sögubækur norskrar knattspyrnu ásamt liðsfélögum sínum. Liðið trónir á toppi deildarinnar og er aðeins stigi frá því að tryggja sér sinn fyrsta meistaratitil þó enn séu sex umferðir eftir. Framganga liðsins hefur verið það góð að Rory Smith sem starfar hjá The New York Times ákvað aðeins að fjalla um þetta öskubuskuævintýri. Þar er farið yfir víðan völl, hvernig lið í bæ með 50 þúsund íbúa er við það að landa sínum fyrsta meistaratitli. Spilamennskuna sem hefur skilað 21 sigri í 24 leikjum og 83 mörkum ásamt svo mörgu öðru. Bodø/Glimt are the best story in Europe this season, and literally the perfect underdog: home-grown team, kamikaze style, family ties. They're about to win their first ever title in the one year when stadiums are (all but) empty. https://t.co/e2ZSqW6Ur1— Rory Smith (@RorySmith) November 8, 2020 Við Íslendingar eigum okkar fulltrúa í þessu liði. Alfons Sampsted gekk til liðs við Bodö/Glimt fyrir tímabilið. Alfons er fæddur 1998 en hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2017. Það hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum og kom hann til að mynda heim og spilaði átta leiki með uppeldisfélagi sínu Breiðablik sumarið 2019. Þar áður hafði hann verið á láni hjá liðum í sænsku B-deildinni en samdi svo við norska félagið eftir lánsdvölina í Kópavogi. Það var sannkallað heillaskref enda hefur hann átt góðu gengi að fagna í Noregi sem og með U21 árs landsliði Íslands þar sem hann hefur leikið alls 29 leiki. Alfons ræddi við Fótbolti.net á dögunum og fór yfir þetta magnaða tímabil. „Ég hef aldrei upplifað annað eins. Þetta hefur verið draumi líkast. Það er skemmtileg stemning í bænum. Það er jákvæðni og allir mjög glaðir hvernig er búið að vera að ganga. Þetta hefur vakið athygli á ótrúlegustu stöðum.“ „Við erum með þannig hugarfar að við förum inn í leikinn til að spila skemmtilegan fótbolta og skila eins góðri frammistöðu og hægt er. Hingað til hefur kerfið okkar virkað það vel og við höfum spilað mjög skemmtilegan fótbolta.“ sagði hægri bakvörðurinn öflugi við Fótbolti.net. „Tækifærin voru takmörkuð í Svíþjóð. Ég nýtti tímann til að bæta mig sem leikmaður en maður vill spila leiki á endanum. Það er komið núna og það er mjög gaman. Ég fann það mjög fljótlega að ég henta vel í þessu kerfi. Strákarnir eru opnir og mjög móttækilegir fyrir manni. Ég kom inn í hópinn og leið mjög fljótlega eins og heima,“ sagði Alfons að lokum um vistaskiptin til Noregs. Alfons í leik með A-landsliðinu gegn Belgíu.EPA-EFE/OLIVIER HOSLET Viðtal Fótbolti.net við Alfons má lesa í heild sinni hér. Alfons og liðsfélagar hans í U21 árs landsliði Íslands eiga enn möguleika á að komast í umspil um sæti á Evrópumótinu í þeim aldursflokki. Mæta þeir Írlandi ytra á morgun, sunnudag.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu