Fótbolti

Ca­vani, Suarez, Firmino og Vidal á skotskónum í nótt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Cavani var á skotskónum í nótt á meðan Mina lét reka sig af velli.
Cavani var á skotskónum í nótt á meðan Mina lét reka sig af velli. Getty Images

Tveir leikir fóru fram í Suður-Ameríku í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Katar 2022 í nótt. Úrúgvæ vann öruggan 3-0 útisigur á Kólumbíu og Síle vann 2-0 heimasigur á Perú.

Það tók Edison Cavani aðeins fimm mínútur að skora fyrsta mark leiksins og byrjuðu gestirnir frá Úrúgvæ einkar vel í Kólumbíu í nótt. Það reyndist eina mark fyrri hálfleik en það síðara kom eftir níu mínútna leik í síðari hálfleik.

Luis Suarez skoraði þá af vítapunktinum og Darwin Núñez gerði út um leikinn á 73. mínútu. Til að bæta gráu ofan á svart hjá heimamönnum þá nældi Yerri Mina í sitt annað gula spjald í uppbótartíma og þar með rautt.

Heimamenn enduðu því manni færri og þremur mörkum undir er flautað var til leiksloka, lokatölur 3-0 Úrúgvæ í vil.

Roberto Firmino var hetja Brasilíu sem vann 1-0 sigur á Venesúela. Sigurmarkið kom um miðbik síðari hálfleiks og sá til þess að Brassar eru með þrjá sigra að loknm þremur leikjum.

Síle var ekki í miklum vandræðum með Perú í hinum leik næturinnar. Arturo Vidal skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og þar við sat. Fyrra markið var einkar glæsilegt.

Staðan 2-0 í hálfleik sem og er lokaflautið gall. Var þetta fyrsti sigur Síle í undankeppninni en liðið er með fjögur stig að loknum þremur leikjum. Úrúgvæ eru á sama tíma í 4. sæti með sex, líkt og Ekvador.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.