Sigurmark Messi dæmt af hjá VAR vegna brots 27 sekúndum áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2020 11:30 Lionel Messi gengur niðurlútur framhjá brasiliska dómaranum Raphael Claus sem hefur dæmt markið hans af. AP/Juan Roncoroni Lionel Messi hélt að hann hefði tryggt Argentínu sigurinn í nótt eftir fimmtán sendinga sókn en góða gamla Varsjáin var á öðru máli. Argentína og Paragvæ gerðu 1-1 jafntefli í undankeppni HM í nótt en þetta eru fyrstu tvö stigin sem Argentínumenn tapa í Suðurameríkuriðlinum í þessari undankeppni HM í Katar 2022. Lionel Messi skoraði reyndar gott mark á 57. mínútu en það var dæmt af. Markið kom eftir fimmtán sendinga sókn þar sem Argentínumenn sundurspiluðu varnarmenn Paragvæ. Varsjáin fann hins vegar brot 27 sekúndum áður en markið var skorað og dæmdi það af. Messi's new biggest rival pic.twitter.com/hV8IoAfG3k— Goal (@goal) November 13, 2020 Paragvæ komst í 1-0 á 21. mínútu þegar Newcastle maðurinn Miguel Almiron fiskaði víti og Ángel Romero skoraði. Argentínumönnum fannst þá á sér brotið því þeir fengu ekki víti fyrir svipað brot skömmu áður. Nicolas Gonzalez jafnaði metin á 41. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá Giovani Lo Celso hjá Tottenham. Lo Celso átti mjög góðan leik. Markið umdeild hjá Messi kom eftir 22 mínútna leik í seinni hálfleik. Brasilíski dómarinn fann hins vegar brot með hjálp Varsjárinnar. Brotið var á vallarhelmingi Argentínu og kom 27 sekúndum áður en markið var skorað. Argentínska liðið fór í sókn og náði fimmtán sendingum á milli manna áður en Giovani Lo Celso fann Messi út í teignum. Messi fagnaði markinu gríðarlega með félögum sínum en svo komu slæmu fréttirnar. 'You screwed us twice': Lionel Messi turns on the referee in Argentina's draw with Paraguay after winning goal ruled out by harsh VAR call https://t.co/VMVz0g0UFy— MailOnline Sport (@MailSport) November 13, 2020 Lionel Messi var nálægt því að skora beint úr aukaspyrnu seinna í leiknum en tókst ekki og jafntefli varð niðurstaðan. Mundo Deportivo sagði frá því að Lionel Messi hafi hreykt í dómarann í leikslok: „Þú svindlaði tvisvar á okkur,“ á Messi að hafa sagt en hann var alveg brjálaður út í brasilíska dómarann. Argentínski þjálfarinn var líka pirraður eftir leikinn. „Það voru fullt af atriðum sem VAR hefði getað dæmt á en gerði ekki. Ég er ekki að tala um góðan eða slæman ásetning. Það hefur bara enginn gaman af svona fótbolta,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari argentínska landsliðsins. HM 2022 í Katar Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Lionel Messi hélt að hann hefði tryggt Argentínu sigurinn í nótt eftir fimmtán sendinga sókn en góða gamla Varsjáin var á öðru máli. Argentína og Paragvæ gerðu 1-1 jafntefli í undankeppni HM í nótt en þetta eru fyrstu tvö stigin sem Argentínumenn tapa í Suðurameríkuriðlinum í þessari undankeppni HM í Katar 2022. Lionel Messi skoraði reyndar gott mark á 57. mínútu en það var dæmt af. Markið kom eftir fimmtán sendinga sókn þar sem Argentínumenn sundurspiluðu varnarmenn Paragvæ. Varsjáin fann hins vegar brot 27 sekúndum áður en markið var skorað og dæmdi það af. Messi's new biggest rival pic.twitter.com/hV8IoAfG3k— Goal (@goal) November 13, 2020 Paragvæ komst í 1-0 á 21. mínútu þegar Newcastle maðurinn Miguel Almiron fiskaði víti og Ángel Romero skoraði. Argentínumönnum fannst þá á sér brotið því þeir fengu ekki víti fyrir svipað brot skömmu áður. Nicolas Gonzalez jafnaði metin á 41. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá Giovani Lo Celso hjá Tottenham. Lo Celso átti mjög góðan leik. Markið umdeild hjá Messi kom eftir 22 mínútna leik í seinni hálfleik. Brasilíski dómarinn fann hins vegar brot með hjálp Varsjárinnar. Brotið var á vallarhelmingi Argentínu og kom 27 sekúndum áður en markið var skorað. Argentínska liðið fór í sókn og náði fimmtán sendingum á milli manna áður en Giovani Lo Celso fann Messi út í teignum. Messi fagnaði markinu gríðarlega með félögum sínum en svo komu slæmu fréttirnar. 'You screwed us twice': Lionel Messi turns on the referee in Argentina's draw with Paraguay after winning goal ruled out by harsh VAR call https://t.co/VMVz0g0UFy— MailOnline Sport (@MailSport) November 13, 2020 Lionel Messi var nálægt því að skora beint úr aukaspyrnu seinna í leiknum en tókst ekki og jafntefli varð niðurstaðan. Mundo Deportivo sagði frá því að Lionel Messi hafi hreykt í dómarann í leikslok: „Þú svindlaði tvisvar á okkur,“ á Messi að hafa sagt en hann var alveg brjálaður út í brasilíska dómarann. Argentínski þjálfarinn var líka pirraður eftir leikinn. „Það voru fullt af atriðum sem VAR hefði getað dæmt á en gerði ekki. Ég er ekki að tala um góðan eða slæman ásetning. Það hefur bara enginn gaman af svona fótbolta,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari argentínska landsliðsins.
HM 2022 í Katar Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira