Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2020 10:15 Aron Einar segir Hamrén hafa bætt íslenska liðið og samstarf þeirra hafi alltaf verið mjög gott. VÍSIR/VILHELM Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. Blaðamannafund Íslands má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Hamrén tilkynnti blaðamönnum að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari Íslands að loknum leikjunum tveimur gegn Danmörku og Englandi í Þjóðadeildinni. Markmiðið hefði alltaf verið að hætta eftir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar en þar sem Íslandi mistókst að tryggja sér sæti þar þá hafi hann ákveðið að stíga til hliðar. Aron Einar, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagði Hamrén ekki vilja langar kveðjuræður en þakkaði honum þó kærilega fyrir samstarfið. Fyrirliðinn sagði það bæði og erfitt, ekki að það hafi verið erfitt að vinna með Hamrén heldur erfitt fyrir hann að koma inn á þeim tímapunkti sem hann gerði. Lykilmenn liðsins hefðu verið mikið meiddir og mögulega að spila lítið hjá félagsliðum sínum. Þá hrósaði hann Hamrén fyrir að bæta leikmenn mikið og að bæði Hamrén og Freyr Alexandersson [aðstoðarþjálfari] hefðu unnið hart að sér í þeim verkefnum sem þeir höfðu fengið. Aron sagði að samstarf Hamrén og leikmanna hefði alla tíð verið frábært og að þjálfarinn viti að leikmenn munu sjá á eftir honum. „Hann veit hvernig mér líður með að hann sé að hætta.“ Að lokum sagði Aron að leikmenn væru svekktir að Hamrén væri að hætta en lífið héldi áfram. Það væri stutt í undankeppni HM og að leikmenn þyrftu að fara einbeita sér að henni fljótlega. Klippa: Hamrén tilkynnir að hann sé hættur Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Dönum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 09:30 Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36 Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. Blaðamannafund Íslands má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Hamrén tilkynnti blaðamönnum að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari Íslands að loknum leikjunum tveimur gegn Danmörku og Englandi í Þjóðadeildinni. Markmiðið hefði alltaf verið að hætta eftir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar en þar sem Íslandi mistókst að tryggja sér sæti þar þá hafi hann ákveðið að stíga til hliðar. Aron Einar, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagði Hamrén ekki vilja langar kveðjuræður en þakkaði honum þó kærilega fyrir samstarfið. Fyrirliðinn sagði það bæði og erfitt, ekki að það hafi verið erfitt að vinna með Hamrén heldur erfitt fyrir hann að koma inn á þeim tímapunkti sem hann gerði. Lykilmenn liðsins hefðu verið mikið meiddir og mögulega að spila lítið hjá félagsliðum sínum. Þá hrósaði hann Hamrén fyrir að bæta leikmenn mikið og að bæði Hamrén og Freyr Alexandersson [aðstoðarþjálfari] hefðu unnið hart að sér í þeim verkefnum sem þeir höfðu fengið. Aron sagði að samstarf Hamrén og leikmanna hefði alla tíð verið frábært og að þjálfarinn viti að leikmenn munu sjá á eftir honum. „Hann veit hvernig mér líður með að hann sé að hætta.“ Að lokum sagði Aron að leikmenn væru svekktir að Hamrén væri að hætta en lífið héldi áfram. Það væri stutt í undankeppni HM og að leikmenn þyrftu að fara einbeita sér að henni fljótlega. Klippa: Hamrén tilkynnir að hann sé hættur
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Dönum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 09:30 Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36 Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Sjá meira
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Dönum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 09:30
Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36