Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2020 10:15 Aron Einar segir Hamrén hafa bætt íslenska liðið og samstarf þeirra hafi alltaf verið mjög gott. VÍSIR/VILHELM Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. Blaðamannafund Íslands má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Hamrén tilkynnti blaðamönnum að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari Íslands að loknum leikjunum tveimur gegn Danmörku og Englandi í Þjóðadeildinni. Markmiðið hefði alltaf verið að hætta eftir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar en þar sem Íslandi mistókst að tryggja sér sæti þar þá hafi hann ákveðið að stíga til hliðar. Aron Einar, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagði Hamrén ekki vilja langar kveðjuræður en þakkaði honum þó kærilega fyrir samstarfið. Fyrirliðinn sagði það bæði og erfitt, ekki að það hafi verið erfitt að vinna með Hamrén heldur erfitt fyrir hann að koma inn á þeim tímapunkti sem hann gerði. Lykilmenn liðsins hefðu verið mikið meiddir og mögulega að spila lítið hjá félagsliðum sínum. Þá hrósaði hann Hamrén fyrir að bæta leikmenn mikið og að bæði Hamrén og Freyr Alexandersson [aðstoðarþjálfari] hefðu unnið hart að sér í þeim verkefnum sem þeir höfðu fengið. Aron sagði að samstarf Hamrén og leikmanna hefði alla tíð verið frábært og að þjálfarinn viti að leikmenn munu sjá á eftir honum. „Hann veit hvernig mér líður með að hann sé að hætta.“ Að lokum sagði Aron að leikmenn væru svekktir að Hamrén væri að hætta en lífið héldi áfram. Það væri stutt í undankeppni HM og að leikmenn þyrftu að fara einbeita sér að henni fljótlega. Klippa: Hamrén tilkynnir að hann sé hættur Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Dönum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 09:30 Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36 Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. Blaðamannafund Íslands má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Hamrén tilkynnti blaðamönnum að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari Íslands að loknum leikjunum tveimur gegn Danmörku og Englandi í Þjóðadeildinni. Markmiðið hefði alltaf verið að hætta eftir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar en þar sem Íslandi mistókst að tryggja sér sæti þar þá hafi hann ákveðið að stíga til hliðar. Aron Einar, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagði Hamrén ekki vilja langar kveðjuræður en þakkaði honum þó kærilega fyrir samstarfið. Fyrirliðinn sagði það bæði og erfitt, ekki að það hafi verið erfitt að vinna með Hamrén heldur erfitt fyrir hann að koma inn á þeim tímapunkti sem hann gerði. Lykilmenn liðsins hefðu verið mikið meiddir og mögulega að spila lítið hjá félagsliðum sínum. Þá hrósaði hann Hamrén fyrir að bæta leikmenn mikið og að bæði Hamrén og Freyr Alexandersson [aðstoðarþjálfari] hefðu unnið hart að sér í þeim verkefnum sem þeir höfðu fengið. Aron sagði að samstarf Hamrén og leikmanna hefði alla tíð verið frábært og að þjálfarinn viti að leikmenn munu sjá á eftir honum. „Hann veit hvernig mér líður með að hann sé að hætta.“ Að lokum sagði Aron að leikmenn væru svekktir að Hamrén væri að hætta en lífið héldi áfram. Það væri stutt í undankeppni HM og að leikmenn þyrftu að fara einbeita sér að henni fljótlega. Klippa: Hamrén tilkynnir að hann sé hættur
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Dönum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 09:30 Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36 Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Sjá meira
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Dönum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 09:30
Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36