Sjáðu blaðamannafund Íslands: Hamrén tilkynnti að hann myndi hætta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2020 13:25 Erik Hamrén ræðir við fjölmiðla nú eftir skamma stund. STÖÐ 2 SPORT Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. Í spilaranum má sjá blaðamananfund Íslands í heild sinni neðst í fréttinni. Hamrén vildi ekki tjá sig meira um það að svo stöddu og frekar ræða leikinn gegn Dönum á morgun. Öll ræðuhöld yrðu geymd þangað til eftir leikinn gegn Englandi í næstu viku. Hann sagði að markmiðið hefði alltaf verið að komast á Evrópumótið og hætta svo í kjölfarið. Þar sem Ísland hafi ekki náð að tryggja sér sæti á mótinu þá myndi hann hætta núna. Aron Einar viðurkenndi að það væri erfitt fyrir leikmenn að gíra sig upp í komandi leiki eftir vonbrigðin í Ungverjalandi. Leikmenn væru þó búnir að setjast niður, ræða saman og væru hægt og rólega að verða tilbúnir að nýju. Varðandi meiðslin sem Aron varð fyrir þá segist hann vera betri en ekki viss hvort hann sé klár á morgun. Þá hrósaði fyrirliðinn Hamrén í hástert og sagði að samstarfið hefði verið frábært. Hann telur Hamrén hafa farið í gegnum mikið mótlæti sem þjálfari Íslands en lykilmenn hafa verið meiddir, spilað lítið hjá félagsliðum og svo hefur kórónufaraldurinn ekki hjálpað til. Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr.
Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. Í spilaranum má sjá blaðamananfund Íslands í heild sinni neðst í fréttinni. Hamrén vildi ekki tjá sig meira um það að svo stöddu og frekar ræða leikinn gegn Dönum á morgun. Öll ræðuhöld yrðu geymd þangað til eftir leikinn gegn Englandi í næstu viku. Hann sagði að markmiðið hefði alltaf verið að komast á Evrópumótið og hætta svo í kjölfarið. Þar sem Ísland hafi ekki náð að tryggja sér sæti á mótinu þá myndi hann hætta núna. Aron Einar viðurkenndi að það væri erfitt fyrir leikmenn að gíra sig upp í komandi leiki eftir vonbrigðin í Ungverjalandi. Leikmenn væru þó búnir að setjast niður, ræða saman og væru hægt og rólega að verða tilbúnir að nýju. Varðandi meiðslin sem Aron varð fyrir þá segist hann vera betri en ekki viss hvort hann sé klár á morgun. Þá hrósaði fyrirliðinn Hamrén í hástert og sagði að samstarfið hefði verið frábært. Hann telur Hamrén hafa farið í gegnum mikið mótlæti sem þjálfari Íslands en lykilmenn hafa verið meiddir, spilað lítið hjá félagsliðum og svo hefur kórónufaraldurinn ekki hjálpað til. Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Sjá meira