Sjáðu blaðamannafund Íslands: Hamrén tilkynnti að hann myndi hætta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2020 13:25 Erik Hamrén ræðir við fjölmiðla nú eftir skamma stund. STÖÐ 2 SPORT Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. Í spilaranum má sjá blaðamananfund Íslands í heild sinni neðst í fréttinni. Hamrén vildi ekki tjá sig meira um það að svo stöddu og frekar ræða leikinn gegn Dönum á morgun. Öll ræðuhöld yrðu geymd þangað til eftir leikinn gegn Englandi í næstu viku. Hann sagði að markmiðið hefði alltaf verið að komast á Evrópumótið og hætta svo í kjölfarið. Þar sem Ísland hafi ekki náð að tryggja sér sæti á mótinu þá myndi hann hætta núna. Aron Einar viðurkenndi að það væri erfitt fyrir leikmenn að gíra sig upp í komandi leiki eftir vonbrigðin í Ungverjalandi. Leikmenn væru þó búnir að setjast niður, ræða saman og væru hægt og rólega að verða tilbúnir að nýju. Varðandi meiðslin sem Aron varð fyrir þá segist hann vera betri en ekki viss hvort hann sé klár á morgun. Þá hrósaði fyrirliðinn Hamrén í hástert og sagði að samstarfið hefði verið frábært. Hann telur Hamrén hafa farið í gegnum mikið mótlæti sem þjálfari Íslands en lykilmenn hafa verið meiddir, spilað lítið hjá félagsliðum og svo hefur kórónufaraldurinn ekki hjálpað til. Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr.
Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. Í spilaranum má sjá blaðamananfund Íslands í heild sinni neðst í fréttinni. Hamrén vildi ekki tjá sig meira um það að svo stöddu og frekar ræða leikinn gegn Dönum á morgun. Öll ræðuhöld yrðu geymd þangað til eftir leikinn gegn Englandi í næstu viku. Hann sagði að markmiðið hefði alltaf verið að komast á Evrópumótið og hætta svo í kjölfarið. Þar sem Ísland hafi ekki náð að tryggja sér sæti á mótinu þá myndi hann hætta núna. Aron Einar viðurkenndi að það væri erfitt fyrir leikmenn að gíra sig upp í komandi leiki eftir vonbrigðin í Ungverjalandi. Leikmenn væru þó búnir að setjast niður, ræða saman og væru hægt og rólega að verða tilbúnir að nýju. Varðandi meiðslin sem Aron varð fyrir þá segist hann vera betri en ekki viss hvort hann sé klár á morgun. Þá hrósaði fyrirliðinn Hamrén í hástert og sagði að samstarfið hefði verið frábært. Hann telur Hamrén hafa farið í gegnum mikið mótlæti sem þjálfari Íslands en lykilmenn hafa verið meiddir, spilað lítið hjá félagsliðum og svo hefur kórónufaraldurinn ekki hjálpað til. Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira