Innlent

Sigurður Már til liðs við Miðflokkinn

Jakob Bjarnar skrifar
Sigurður Már hefur nú fengið starf á þinginu sem sérlegur aðstoðarmaður Miðflokksins.
Sigurður Már hefur nú fengið starf á þinginu sem sérlegur aðstoðarmaður Miðflokksins.

Fyrrverandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs kominn í hóp aðstoðarmanna þingflokka; orðinn sérlegur aðstoðarmaður Miðflokksins á hinu háa Alþingi.

Miðflokkurinn gekk frá því nú fyrir nokkru að ráða til starfa sér til aðstoðar Sigurð Má Jónsson blaðamann. Sigurður Már bætist í aðstoðarmannaliðið í kjölfar þess að Hólmfríður Þórisdóttir fór í leyfi en hún gekkst undir liðskiptaaðgerð í vikunni.

Heimilt er að ráða starfsmenn fyrir þingflokka á kostnað almennings, eftir að fé er veitt til á fjárlögum hvers árs. Þetta er sagt til þess að aðstoða þingmenn í störfum þeirra. Formenn flokkanna á þingi, þeir sem ekki eru jafnframt ráðherrar, mega einnig ráða sér aðstoðarmann í fullt starf. Þetta hafa allir flokkar nýtt sér.

Sigurður Már, sem fæddur er 1960, hefur komið víða við en að undanförnu hefur hann fengist við greinaskrif fyrir Morgunblaðið. Og eflast þá enn tengsl Miðflokksins og þess blaðs en mikla athygli vakti þegar Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kaus að birta sérlega afmælisgrein flokksins í Fréttablaðinu en ekki Morgunblaðinu eins og hefð var fyrir. 

Sigurður Már var upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þótti afar handgenginn Sigmundi svo mjög að ýmsum þótti nóg um. Sigurður Már gekk hart fram meðal annars á samfélagsmiðlum við að verja forsætisráðherra og störf hans.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.