Frakkar tryggðu sér toppsætið í riðlinum

Bruno Fernandes og Antoine Griezmann.
Bruno Fernandes og Antoine Griezmann. getty/Aurelien Meunier

Frakkland er sigurvegari í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-0 sigur á ríkjandi Þjóðadeildarmeisturum Portúgals.

Eina mark leiksins skoraði N'Golo Kante fyrir Frakka á 53. mínútu. Frakkar eru með þriggja stiga forskot á Portúgal og betri innbyrðis úrslit þegar aðeins einn leikur er eftir í riðlakeppninni.

Á meðan unnu Svíar góðan sigur á Króötum í sama riðli, lokatölur 2-1. Dejan Kulusevski kom Svíþjóð yfir á 36. mínútu og Marcus Danielsson bætti við marki undir lok fyrri hálfleiks. Danielsson varð síðan fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 81. mínútu en það kom ekki að sök, Svíar tóku stigin þrjú, þeirra fyrstu stig í Þjóðadeildinni í ár.

Svíar og Króatar eru jafnir í 3. - 4. sæti riðilsins með sitthvor þrjú stigin.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira