Erlent

Amnesty segja fjöldamorð hafa verið framin í Tigray

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Íbúar Eþíópíu lesa um átökin í Tigrayhéraði í dagblöðum. Takmarkaðar upplýsingar berast þaðan.
  AP/Samuel Habtab

Tugir og sennilega hundruð óbreyttra liggja í valnum í Tigray héraði í Eþíópíu eftir átök síðustu daga að sögn Amnesty International. Samtökin hafa það eftir vitnum á svæðinu að hersveitir sem hliðhollar eru uppreisnaröflum í Tigray héraði og sérstaklega Frelsishreyfingu Tigray hafi átt þátt að ódæðunum.

Yfirvöld í Tigray, sem standa nú í deilum við forsætisráðherra landsins hafna því hinsvegar að hermenn úr röðum Frelsishreyfingarinnar hafi átt nokkurn hlut að máli.

Erfitt er að afla upplýsinga úr héraðinu þar sem símalínur liggja niðri og fjarskipti öll, en bardagar haga geisað á milli stjórnarhers Eþíópíu og Frelsishreyfingarinnar síðustu daga en reynist ásakanir Amnesty á rökum reistar væri það í fyrsta sinn sem fjöldamorð á almennum borgurum eiga sér stað í héraðinu.

Þúsundir hafa þegar flúið Tigray og inn í Súdan og yfirvöld þar segjast munu taka við fólkinu og reisa flóttamannabúðir.


Tengdar fréttir

Þúsundir flýja undan átökum í Eþíópíu

Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan.

Fyrirskipaði loftárásir í Tigray héraði

Forsætisráðherra Eþíópíu fyrirskipaði í gær loftárásir í Tigray héraði og óttast margir að borgarastríð sé að brjótast út í þessu næstfjölmennasta ríki Afríku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×